Zonta segja nei við kynbundnu ofbeldi Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Eygló Harðardóttir skrifa 4. desember 2023 09:01 Þann 24. október var aftur blásið til heils dags kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Þannig var áréttað að þó Ísland hafi tekið stór skref fram á við þegar kemur að jafnrétti kynjanna frá því fyrsta kvennaverkfallið var haldið, eru enn stór verkefni óunnin. Ekki hvað síst er varðar kynbundið ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðisbrot og valdbeitingu á vinnumarkaði. Zontasamband Íslands eru samtök kvenna sem vinna að því að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum og stuðla að jafnrétti. Helstu áherslur Zonta eru að koma í veg fyrir barnabrúðkaup, hækka menntunarstig kvenna og segja skýrt nei við ofbeldi gegn konum og stúlkum. Árið 2018 var unnin rannsóknin „Áfallasaga kvenna“, sem náði til um 30% íslenskumælandi kvenna á vinnumarkaðnum. Í niðurstöðunum kom fram að á lífsleiðinni höfðu 40% kvennanna orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi, 32% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og 14% þátttakenda höfðu einkenni áfallastreituröskunar. Þá staðfesti rannsóknin langvarandi líkamleg heilsufarsáhrif ofbeldis og áfalla á konur. Þetta bætist við aðra áhrifaþætti ójafnréttis á heilsu kvenna, þar á meðal kynbundinn vinnumarkað og umönnunarbyrði kvenna. Konur hafa á hverjum tíma verið um 60% örorkulífeyrisþega. Eykst munurinn milli karla og kvenna með aldri og má rekja stærstan hluta fjölgunar örorkulífeyrisþega á tímabilinu 2008-2019 til kvenna 50 ára og eldri, eða 42,3%. Þá nýta konur heilbrigðisþjónustu meira en karlar svo ótalinn sé kostnaður sveitarfélaga og réttarvörslukerfisins vegna kynbundins ofbeldis. Á fjórða tug verkalýðsfélaga og kvennasamtaka stóðu að kvennaverkfallinu og lögðu áherslu á hnitmiðaðar aðgerðir í þágu jafnréttis, þ.m.t. gegn kynbundnu ofbeldi. Því ber að fagna þar sem alltof lengi hefur þunginn af þjónustu vegna afleiðinga ofbeldis hvílt á borði kvenna og samtaka þeirra og til hliðar við stóru opinberu stuðningskerfin sem oft er samið um við kjarasamningsborðið. Við þurfum öll saman að segja nei við kynbundnu ofbeldi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri hjá sama embætti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Björk Guðjónsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Eygló Harðardóttir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 24. október var aftur blásið til heils dags kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Þannig var áréttað að þó Ísland hafi tekið stór skref fram á við þegar kemur að jafnrétti kynjanna frá því fyrsta kvennaverkfallið var haldið, eru enn stór verkefni óunnin. Ekki hvað síst er varðar kynbundið ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðisbrot og valdbeitingu á vinnumarkaði. Zontasamband Íslands eru samtök kvenna sem vinna að því að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum og stuðla að jafnrétti. Helstu áherslur Zonta eru að koma í veg fyrir barnabrúðkaup, hækka menntunarstig kvenna og segja skýrt nei við ofbeldi gegn konum og stúlkum. Árið 2018 var unnin rannsóknin „Áfallasaga kvenna“, sem náði til um 30% íslenskumælandi kvenna á vinnumarkaðnum. Í niðurstöðunum kom fram að á lífsleiðinni höfðu 40% kvennanna orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi, 32% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og 14% þátttakenda höfðu einkenni áfallastreituröskunar. Þá staðfesti rannsóknin langvarandi líkamleg heilsufarsáhrif ofbeldis og áfalla á konur. Þetta bætist við aðra áhrifaþætti ójafnréttis á heilsu kvenna, þar á meðal kynbundinn vinnumarkað og umönnunarbyrði kvenna. Konur hafa á hverjum tíma verið um 60% örorkulífeyrisþega. Eykst munurinn milli karla og kvenna með aldri og má rekja stærstan hluta fjölgunar örorkulífeyrisþega á tímabilinu 2008-2019 til kvenna 50 ára og eldri, eða 42,3%. Þá nýta konur heilbrigðisþjónustu meira en karlar svo ótalinn sé kostnaður sveitarfélaga og réttarvörslukerfisins vegna kynbundins ofbeldis. Á fjórða tug verkalýðsfélaga og kvennasamtaka stóðu að kvennaverkfallinu og lögðu áherslu á hnitmiðaðar aðgerðir í þágu jafnréttis, þ.m.t. gegn kynbundnu ofbeldi. Því ber að fagna þar sem alltof lengi hefur þunginn af þjónustu vegna afleiðinga ofbeldis hvílt á borði kvenna og samtaka þeirra og til hliðar við stóru opinberu stuðningskerfin sem oft er samið um við kjarasamningsborðið. Við þurfum öll saman að segja nei við kynbundnu ofbeldi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri hjá sama embætti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun