PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2023 23:31 Allir finna eitthvað við sitt hæfi í Noregi. Vísir/Hulda Margrét Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Eftir undirbúningsmót í Lillehammer um helgina flaug íslenska liðið til Stafangurs frá Osló í dag og hafa því aðeins getað andað síðustu tvo daga eftir þrjá leiki frá fimmtudegi til sunnudags. Undirritaður hitti á leikmenn liðsins fyrir æfinguna sem fram fór í íþróttahöll í Stafangri í dag og spurði hvernig þær nýttu helst tímann þegar rólegra er að gera í handboltahlutanum. „Það er mikið spilað PlayStation og verið að hanga í sjúkraherberginu. Svo er maður bara að horfa á myndir, þætti og svo að horfa á aðra leiki,“ segir Andrea Jacobsen, leikmaður íslenska liðsins. Á ferðadögum er svo gott að eiga góða bók, eða hljóðbók. Samstarf við hljóðbókafyrirtækið StoryTel komi sér vel fyrir stelpurnar. „Þær eru margar að nýta sér það og svo eru aðrar með sínar bækur,“ segir Andrea. Leyfir sér jólaþætti milli æfinga og fyrirtækisreksturs Ekki gefst hins vegar mikill tími fyrir slíkt hjá Perlu Ruth Albertsdóttur. Perla Ruth og Sandra eiga í nógu að snúast með fyrirtæki sitt, PS árangur, á milli æfinga og leikja.Mynd/PS Árangur „Við Sandra [Erlingsdóttir, leikmaður landsliðsins] erum náttúrulega vinnufélagar þannig að við erum bara að vinna eins mikið og við getum í öllum frítíma, segir Perla Ruth. Þær Sandra reka fyrirtækið PS árangur sem aðstoðar fólk við að ná árangri með réttu mataræði og næringarráðgjöf. Við nýtum hverja einustu fríu mínútu. „Svo er maður bara að hafa það notalegt, hugsa vel um sig og horfa á einhverja jólaþætti,“ bætir Perla við og hlær. Lærdómsríkt og mikilvægt Nýafstaðið er áðurnefnt æfingamót í Lillehammer þar sem Ísland þurfti að þola tap fyrir Póllandi, Noregi og Angóla. Leikmenn liðsins segja úrslitin þar ekki hafa skipt öllu. Liðið hafi hrist úr sér ákveðinn skrekk og hægt að byggja á mörgu góðu fyrir stóru leikina sem fram undan eru. „Þetta var auðvitað mjög krefjandi verkefni og krefjandi þrír leikir. En ótrúlega mikil reynsla og lærdómur sem kom út úr þessum þremur leikjum,“ segir Sandra Erlingsdóttir. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem að maður vill bæta, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höfum ekki enn náð að skoða [leikina við] Angóla og Noreg ennþá. Við munum vinna í því í kvöld og sjá hvar við getum gert betur,“ segir kollega Söndru hjá PS árangri, Perla Ruth að endingu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Eftir undirbúningsmót í Lillehammer um helgina flaug íslenska liðið til Stafangurs frá Osló í dag og hafa því aðeins getað andað síðustu tvo daga eftir þrjá leiki frá fimmtudegi til sunnudags. Undirritaður hitti á leikmenn liðsins fyrir æfinguna sem fram fór í íþróttahöll í Stafangri í dag og spurði hvernig þær nýttu helst tímann þegar rólegra er að gera í handboltahlutanum. „Það er mikið spilað PlayStation og verið að hanga í sjúkraherberginu. Svo er maður bara að horfa á myndir, þætti og svo að horfa á aðra leiki,“ segir Andrea Jacobsen, leikmaður íslenska liðsins. Á ferðadögum er svo gott að eiga góða bók, eða hljóðbók. Samstarf við hljóðbókafyrirtækið StoryTel komi sér vel fyrir stelpurnar. „Þær eru margar að nýta sér það og svo eru aðrar með sínar bækur,“ segir Andrea. Leyfir sér jólaþætti milli æfinga og fyrirtækisreksturs Ekki gefst hins vegar mikill tími fyrir slíkt hjá Perlu Ruth Albertsdóttur. Perla Ruth og Sandra eiga í nógu að snúast með fyrirtæki sitt, PS árangur, á milli æfinga og leikja.Mynd/PS Árangur „Við Sandra [Erlingsdóttir, leikmaður landsliðsins] erum náttúrulega vinnufélagar þannig að við erum bara að vinna eins mikið og við getum í öllum frítíma, segir Perla Ruth. Þær Sandra reka fyrirtækið PS árangur sem aðstoðar fólk við að ná árangri með réttu mataræði og næringarráðgjöf. Við nýtum hverja einustu fríu mínútu. „Svo er maður bara að hafa það notalegt, hugsa vel um sig og horfa á einhverja jólaþætti,“ bætir Perla við og hlær. Lærdómsríkt og mikilvægt Nýafstaðið er áðurnefnt æfingamót í Lillehammer þar sem Ísland þurfti að þola tap fyrir Póllandi, Noregi og Angóla. Leikmenn liðsins segja úrslitin þar ekki hafa skipt öllu. Liðið hafi hrist úr sér ákveðinn skrekk og hægt að byggja á mörgu góðu fyrir stóru leikina sem fram undan eru. „Þetta var auðvitað mjög krefjandi verkefni og krefjandi þrír leikir. En ótrúlega mikil reynsla og lærdómur sem kom út úr þessum þremur leikjum,“ segir Sandra Erlingsdóttir. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem að maður vill bæta, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höfum ekki enn náð að skoða [leikina við] Angóla og Noreg ennþá. Við munum vinna í því í kvöld og sjá hvar við getum gert betur,“ segir kollega Söndru hjá PS árangri, Perla Ruth að endingu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira