Erlent

Fíla­hjörð réðist að fjöl­­skyldu eftir að keyrt var á fílsunga

Bjarki Sigurðsson skrifar
Asíufíll. Þessi er þó ekki malasískur heldur Taílenskur.
Asíufíll. Þessi er þó ekki malasískur heldur Taílenskur. Getty

Fílahjörð traðkaði á bíl á hraðbraut í Malasíu eftir að ökumaður bílsins keyrði á fílsunga úr hjörðinni. Í bílnum var þriggja manna fjölskylda sem slapp án alvarlegra meiðsla.

Fjölskyldan var að keyra á veginum klukkan hálf átta á sunnudagskvöld þegar fjölskyldufaðirinn ók bíl þeirra á fílsungann. Í frétt CNN um málið segir að úti hafi verið rigning og þoka þegar slysið átti sér stað. 

Unginn var að ganga yfir götuna ásamt hjörð sinni en um leið og ekið var á hann sprettu fimm fílar í átt að bílnum og fóru að traðka á honum. Skömmu síðar, eftir að unginn var staðinn aftur upp, fór hjörðin síðan aftur í burtu.

Bíllinn var frekar eyðilagður eftir árásina.

Fjölskyldan slasaðist ekki alvarlega en bíllinn var ónýtur. Dyr hans voru beyglaðar og allar rúður brotnar. Sem stendur er ekki vitað meira um líðan ungans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×