Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 28. nóvember 2023 14:33 Sigurður Ingi Jóhannsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að bregðast þurfi vel við skemmdum sem urðu á vatnslögninni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir vandamálið með lögnina ekki leysast til langs tíma nema með nýrri lögn. „Þetta er grafalvarlegt mál og þegar maður heyrði af þessum skemmdum vonaði maður að þær væru þesslegar að hægt væri að gera við og tryggja þannig alveg öryggið til ítrasta, nú kemur hið gagnstæða í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Tveggja milljarða króna verkefni Að leggja nýja lögn verður kostnaðarsamt verkefni og er það metið á rúma tvo milljarða króna. Verkefnið er á borði Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna en ríkið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um stuðning þar sem ný lögn varðar almannavarnir Eyjamanna. „Ef það þarf að flýta fyrir því gæti kostnaðurinn orðið meiri en þetta þarf að fara í. Þetta er háð því að það verður einungis lagt út að sumarlagi þannig við verðum að vona að það verði hægt að lagfæra lögnina svo hún haldi í vetur,“ segir Sigurður. Leggst á notendurna og ríkið Kostnaðurinn mun að mestu leyti leggjast á notendur lagnarinnar, það eru íbúar í Vestmannaeyjum og fyrirtæki þar. „Við mátum það sem svo að þegar kostnaðurinn var kominn vel yfir tvo milljarða að það væri ekki óeðlilegt að ríkið kæmi þar að vegna þessa almannavarnarþáttar, en líka vegna þess að kostnaður á heimilin yrði þá óþarflega hár. Þess vegna gengum við fá þeirri viljayfirlýsingu en svo þarf að panta þessa lögn sem fyrst og koma henni í gagnið sem fyrst, því fyrr verður ekki almennilegt öryggi,“ segir Sigurður. Alvarlegt ástand Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið sé að því að skoða allar mismunandi sviðsmyndir. „Hvort unnt sé að gera við hana. Festa hana. Hvort unnt sé að taka þennan hluta upp á land og gera við. Sem kann að vera verulega flókið. Það er verið að fara yfir þetta og það verður fundað í dag. Þannig við fáum þá skýrari mynd á þessum möguleikum. En það er alveg ljóst að þetta er alvarlegt ástand því þetta hefur bæði áhrif á neysluvatn, atvinnulíf, húshitun í Eyjum og svo framvegis. Þannig þetta er verulega óheppilegt ástand,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir vandamálið með lögnina ekki leysast til langs tíma nema með nýrri lögn. „Þetta er grafalvarlegt mál og þegar maður heyrði af þessum skemmdum vonaði maður að þær væru þesslegar að hægt væri að gera við og tryggja þannig alveg öryggið til ítrasta, nú kemur hið gagnstæða í ljós,“ segir Sigurður Ingi. Tveggja milljarða króna verkefni Að leggja nýja lögn verður kostnaðarsamt verkefni og er það metið á rúma tvo milljarða króna. Verkefnið er á borði Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna en ríkið hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um stuðning þar sem ný lögn varðar almannavarnir Eyjamanna. „Ef það þarf að flýta fyrir því gæti kostnaðurinn orðið meiri en þetta þarf að fara í. Þetta er háð því að það verður einungis lagt út að sumarlagi þannig við verðum að vona að það verði hægt að lagfæra lögnina svo hún haldi í vetur,“ segir Sigurður. Leggst á notendurna og ríkið Kostnaðurinn mun að mestu leyti leggjast á notendur lagnarinnar, það eru íbúar í Vestmannaeyjum og fyrirtæki þar. „Við mátum það sem svo að þegar kostnaðurinn var kominn vel yfir tvo milljarða að það væri ekki óeðlilegt að ríkið kæmi þar að vegna þessa almannavarnarþáttar, en líka vegna þess að kostnaður á heimilin yrði þá óþarflega hár. Þess vegna gengum við fá þeirri viljayfirlýsingu en svo þarf að panta þessa lögn sem fyrst og koma henni í gagnið sem fyrst, því fyrr verður ekki almennilegt öryggi,“ segir Sigurður. Alvarlegt ástand Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið sé að því að skoða allar mismunandi sviðsmyndir. „Hvort unnt sé að gera við hana. Festa hana. Hvort unnt sé að taka þennan hluta upp á land og gera við. Sem kann að vera verulega flókið. Það er verið að fara yfir þetta og það verður fundað í dag. Þannig við fáum þá skýrari mynd á þessum möguleikum. En það er alveg ljóst að þetta er alvarlegt ástand því þetta hefur bæði áhrif á neysluvatn, atvinnulíf, húshitun í Eyjum og svo framvegis. Þannig þetta er verulega óheppilegt ástand,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira