Real Madrid tyllir sér á toppinn tímabundið Siggeir Ævarsson skrifar 26. nóvember 2023 19:36 Rodrygo setti tvö í kvöld Vísir/Getty Real Madrid sótti Cádiz heim í kvöld og mátti ekki við því að misstíga sig í toppbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Það kom á daginn Madrídingar reyndust töluvert sterkari á svellinum en gestgjafar Cádiz, sem eru tveimur stigum frá fallsæti eftir úrslit kvöldsins. Rodrygo kom gestunum yfir strax á 14. mínútu og var svo aftur á ferðinni á 64. Jude Bellingham gerði svo endanlega út um leikinn á 74. mínútu og Real Madrid komið í efsta sæti deildarinnar, stigi á undan Girona sem á leik til góða en liðið tekur á móti Athletic Club annað kvöld. Spænski boltinn
Real Madrid sótti Cádiz heim í kvöld og mátti ekki við því að misstíga sig í toppbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Það kom á daginn Madrídingar reyndust töluvert sterkari á svellinum en gestgjafar Cádiz, sem eru tveimur stigum frá fallsæti eftir úrslit kvöldsins. Rodrygo kom gestunum yfir strax á 14. mínútu og var svo aftur á ferðinni á 64. Jude Bellingham gerði svo endanlega út um leikinn á 74. mínútu og Real Madrid komið í efsta sæti deildarinnar, stigi á undan Girona sem á leik til góða en liðið tekur á móti Athletic Club annað kvöld.
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti