Pistorius sleppt úr fangelsi í janúar Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 11:34 Oscar Pistorius var dæmdur í þrettán ára og fimm mánaða fangelsi. Honum verður sleppt á reynslulausn þann 5. janúar en þá verður hann búinn að sitja inn í tæp ellefu þar. AP/Themba Hadebe Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku hafa samþykkt umsókn Oscar Pistorius um reynslulausn. Honum verður því sleppt úr fangelsi þann 5. janúar. Talsmaður fangelsisyfirvalda segir að reynslulausninni fylgi skilyrði. Pistorius megi ekki fara frá Pretoriu, þar sem hann mun búa, án leyfis yfirvalda. Þá muni hann sækja reiðimeðferð. Hann verður á reynslulausn í fimm ár. Steenkamp og Pistorius í nóvember 2012.AP/Lucky Nxumalo Meira en tíu ár eru liðin frá því Pistoius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana í febrúar 2013. Hann skaut hana í gegnum hurð að baðherbergi þeirra og hefur haldið því fram að hann hafi talið að innbrotsþjófur hefði verið þar inni um miðja nótt. Hann og Steenkamp höfðu verið að rífast. Pistorius, sem varð 37 ára gamall í vikunni, hefur setið í fangelsi frá árinu 2014, þegar hann var fyrst dæmdur og það fyrir manndráp. Dómur hans var svo árið 2017 þyngdur í þrettán ár og fimm mánuði. Hann sótti um reynslulausn fyrr á þessu ári en umsókninni var hafnað í mars. Henni var hafnað á þeim grundvelli að hann hafði ekki afplánað nóg af dómi sínum til að eiga rétt á reynslulausn. Var honum tjáð að hann gæti fyrst sótt um í ágúst 2024. Í Suður-Afríku geta fangar, sem dæmdir eru fyrir alvarleg brot eins og morð, sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst helming af dómi þeirra. Úrskurðurinn í mars reyndist þó rangur vegna mistaka sem gerð voru af Hæstarétti Suður-Afríku og fékk hann því að sækja aftur um reynslulausn. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall en notaðist við stoðtæki, meðal annars frá Össuri. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Sjá einnig: Oscar Pistorius gæti verið sleppt úr fangelsi í dag Hann hefur ekki sést opinberlega frá því hann hóf afplánun sína. Móðir Steenkamp lagði gegn því að Pistoriusi yrði veitt reynslulausn í mars og sagðist hún ekki telja að Pistorius hefði sýnt iðrun eða að hann væri endurhæfður. June Steenkamp, móðir Reevu Steenkamp, í dómsal í Suður-Afríku árið 2017. Hún lagðist gegn því í mars að Pistorius yrði sleppt úr fangelsi á reynslulausn.AP Suður-Afríka Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistoriusi neitað um reynslulausn Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. 31. mars 2023 14:42 „Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01 „Ég hef alltaf trúað honum“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 15. apríl 2021 11:30 Dómur yfir Oscar Pistorius þyngdur í rúm þrettán ár Oscar Pistorius hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, árið 2013. 24. nóvember 2017 08:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Talsmaður fangelsisyfirvalda segir að reynslulausninni fylgi skilyrði. Pistorius megi ekki fara frá Pretoriu, þar sem hann mun búa, án leyfis yfirvalda. Þá muni hann sækja reiðimeðferð. Hann verður á reynslulausn í fimm ár. Steenkamp og Pistorius í nóvember 2012.AP/Lucky Nxumalo Meira en tíu ár eru liðin frá því Pistoius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana í febrúar 2013. Hann skaut hana í gegnum hurð að baðherbergi þeirra og hefur haldið því fram að hann hafi talið að innbrotsþjófur hefði verið þar inni um miðja nótt. Hann og Steenkamp höfðu verið að rífast. Pistorius, sem varð 37 ára gamall í vikunni, hefur setið í fangelsi frá árinu 2014, þegar hann var fyrst dæmdur og það fyrir manndráp. Dómur hans var svo árið 2017 þyngdur í þrettán ár og fimm mánuði. Hann sótti um reynslulausn fyrr á þessu ári en umsókninni var hafnað í mars. Henni var hafnað á þeim grundvelli að hann hafði ekki afplánað nóg af dómi sínum til að eiga rétt á reynslulausn. Var honum tjáð að hann gæti fyrst sótt um í ágúst 2024. Í Suður-Afríku geta fangar, sem dæmdir eru fyrir alvarleg brot eins og morð, sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst helming af dómi þeirra. Úrskurðurinn í mars reyndist þó rangur vegna mistaka sem gerð voru af Hæstarétti Suður-Afríku og fékk hann því að sækja aftur um reynslulausn. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall en notaðist við stoðtæki, meðal annars frá Össuri. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Sjá einnig: Oscar Pistorius gæti verið sleppt úr fangelsi í dag Hann hefur ekki sést opinberlega frá því hann hóf afplánun sína. Móðir Steenkamp lagði gegn því að Pistoriusi yrði veitt reynslulausn í mars og sagðist hún ekki telja að Pistorius hefði sýnt iðrun eða að hann væri endurhæfður. June Steenkamp, móðir Reevu Steenkamp, í dómsal í Suður-Afríku árið 2017. Hún lagðist gegn því í mars að Pistorius yrði sleppt úr fangelsi á reynslulausn.AP
Suður-Afríka Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistoriusi neitað um reynslulausn Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. 31. mars 2023 14:42 „Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01 „Ég hef alltaf trúað honum“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 15. apríl 2021 11:30 Dómur yfir Oscar Pistorius þyngdur í rúm þrettán ár Oscar Pistorius hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, árið 2013. 24. nóvember 2017 08:18 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Pistoriusi neitað um reynslulausn Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. 31. mars 2023 14:42
„Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01
„Ég hef alltaf trúað honum“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 15. apríl 2021 11:30
Dómur yfir Oscar Pistorius þyngdur í rúm þrettán ár Oscar Pistorius hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, árið 2013. 24. nóvember 2017 08:18