Erlent

Vopna­hlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ísraelskir hermenn við landamörkin að Gasa.
Ísraelskir hermenn við landamörkin að Gasa. AP/Ohad Zwigenberg

Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt.

Á næstu fjórum sólarhringum er síðan gert ráð fyrir að Hamas sleppi 50 gíslum og að 150 palestínskum konum og unglingum verði sleppt úr ísraelskum fangelsum. 

Þá verður flutningabílum hleypt inn á Gasa með hjálpargögn og eldsneyti. 

Í nótt var hinsvegar hart barist á svæðinu og fréttamenn á staðnum heyrðu skothvelli og sprengingar í nokkra stund eftir að vopnahléið átti að taka gildi. Síðan færðist ró yfir og nú virðist sem átökum hafi verið hætt, að sögn fréttaritara BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×