Vísað úr landi vegna fíkniefnaframleiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2023 10:50 Koma verður í ljós hvort Eimantas áfrýi niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Vísir/Vilhelm Karlmanni frá Litháen sem hlaut þungan dóm fyrir fíkniefnaframleiðslu hér á landi árið 2021 verður vísað úr landi. Hann má ekki snúa aftur til Íslands næstu fjórtán árin. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli mannsins, Eimantas Strole, á hendur kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og íslenska ríkinu. Hann krafðist þess að úrskurður kærunefndar og ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann yrðu felld úr gildi. Eimantas hefur búið á Íslandi frá árinu 2016 en faðir hans hefur búið hér í lengri tíma. Eimantas var í apríl 2021 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann játaði brot sitt en dómurinn horfði til magns og hve hættuleg efnin voru. Sjö og hálfur lítri af amfetamínbasa auk tóla og tækja fundust við húsleit í bílskúr sem Eimantas leigði. Útlendingastofnun tilkynnti honum í október 2021 að brottvísun hans væri til skoðunar og var því bréfi ekki mótmælt. Í janúar 2022 ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu í fjórtán ár. Dómurinn féllst á það með Útlendingastofnun að alvarleiki brota Eimantas hefði verið slíkur að alvarlegar ástæður á grundvelli allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis hefðu legið til að brottvísa honum. Háttsemin bendi til þess að hann gæti framið refsivert brot á ný þótt þetta hafi verið hans fyrsti dómur. Þar hjálpaði ekki nýlegar upplýsingar um að Eimantas starfi nú sem einyrki við verktöku í iðngrein sem ekkert bendi til að hann hafi fagmenntun til að stunda. Raunar væru þær síst til þess fallnar að draga úr hættu á ítrekun brota. Eimantas tiltók ýmsar ástæður fyrir því af hverju ekki ætti að vísa honum úr landi. Meðal annars að það væri ósanngjarnt gagnvart honum og nánasta aðstandanda hans. Ekki var fallist á að faðir hans væri hans nánasti aðstandandi þannig að brottvísunin fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart föðurnum. Þá var ekki fallist á varakröfu Eimantas um styttingu á fjórtán ára endurkomubanni. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli mannsins, Eimantas Strole, á hendur kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og íslenska ríkinu. Hann krafðist þess að úrskurður kærunefndar og ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann yrðu felld úr gildi. Eimantas hefur búið á Íslandi frá árinu 2016 en faðir hans hefur búið hér í lengri tíma. Eimantas var í apríl 2021 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann játaði brot sitt en dómurinn horfði til magns og hve hættuleg efnin voru. Sjö og hálfur lítri af amfetamínbasa auk tóla og tækja fundust við húsleit í bílskúr sem Eimantas leigði. Útlendingastofnun tilkynnti honum í október 2021 að brottvísun hans væri til skoðunar og var því bréfi ekki mótmælt. Í janúar 2022 ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu í fjórtán ár. Dómurinn féllst á það með Útlendingastofnun að alvarleiki brota Eimantas hefði verið slíkur að alvarlegar ástæður á grundvelli allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis hefðu legið til að brottvísa honum. Háttsemin bendi til þess að hann gæti framið refsivert brot á ný þótt þetta hafi verið hans fyrsti dómur. Þar hjálpaði ekki nýlegar upplýsingar um að Eimantas starfi nú sem einyrki við verktöku í iðngrein sem ekkert bendi til að hann hafi fagmenntun til að stunda. Raunar væru þær síst til þess fallnar að draga úr hættu á ítrekun brota. Eimantas tiltók ýmsar ástæður fyrir því af hverju ekki ætti að vísa honum úr landi. Meðal annars að það væri ósanngjarnt gagnvart honum og nánasta aðstandanda hans. Ekki var fallist á að faðir hans væri hans nánasti aðstandandi þannig að brottvísunin fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart föðurnum. Þá var ekki fallist á varakröfu Eimantas um styttingu á fjórtán ára endurkomubanni.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira