Umfjöllun viðtöl og myndir: Valur - Njarðvík 53-75 | Gestirnir höfðu betur gegn andlausum meisturum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2023 21:52 Njarðvíkingar gátu leyft sér að fagna í kvöld. Vísir/Bára Njarðvíkingar unnu öruggan 22 stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 53-75. Vísir/Bára Liðin voru nokkuð hæg í gang, en fundu þó bæði smá takt á sama tíma eftir um þriggja mínútna leik. Gestirnir frá Njarðvík héldu taktinum lengur og náðu sér í níu stiga forskot þegar skammt var eftir af fyrsta leikhluta og staðan 8-17. Njarðvíkingar héldu því forskoti út leikhlutann og staðan var 14-23, Njarðvíkingum í vil, að honum loknum. Vísir/Bára Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta þar sem liðin áttu í erfiðleikum með að koma stigum á töfluna fyrstu mínúturnar. Aftur voru það þó Njarðvíkingar sem tóku frumkvæðið og náði liðið tíu stiga forskoti í stöðunni 20-30 þegar leikhlutinn var um það bil hálfnaður. Vísir/Bára Gestirnir höfðu færi á því að koma sér í alvöru forskot fyrir hálfleikshléið, en fóru illa með seinustu sóknirnar og munurinn var því 13 stig þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu inn til búningsherbergja, 29-42. Vísir/Bára Í raun er lítið hægt að segja um það sem gerðist í þriðja leikhluta eftir að liðin snéru aftur eftir hálfleikshléið, einfaldlega vegna þess að það var ofboðslega lítið sem gerðist. Hvorugt liðið fann leiðir að körfunni og aðeins voru 15 stig sett á töfluna. Njarðvíkingar skoruðu níu stig og Valskonur sex. Vísir/Bára Gestirnir frá Njarðvík fóru því með 16 stiga forskot inn í lokaleikhlutann og hleyptu heimakonum aldrei inn í leikinn eftir það. Mest náðu gestirnir 22 stiga forskoti undir lok leiks og á endanum varð það munurinn á liðunum, lokatölur 53-75, Njarðvík í vil. Af hverju vann Njarðvík? Þegar tölfræðin úr leiknum er skoðuð er nokkuð auðvelt að segja til um af hverju Njarðvík vann leikinn. Gestirnir voru yfir í nánast hverjum einasta tölfræðiþætti, liðið skaut betur, tapaði færri boltum og tók fleiri fráköst svo eitthvað sé nefnt. Það er því nokkuð óhætt að segja að sigurinn hafi verið verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Andela Strize átti góðan leik í liði Njarðvíkur og skoraði 19 stig fyrir liðið ásamt því að taka fjögur fráköst og stela tveimur boltum. Emilie Hesseldal átti einnig gott kvöld og tók 13 fráköst fyrir Njarðvíkurliðið. Í liði Vals var Hildur Kjartansdottir atkvæðamest með 12 stig og níu fráköst. Hvað gekk illa? Á stórum köflum í leiknum gekk báðum liðum illa að koma stigum á töfluna. Sá kafli entist nánast allan leikinn hjá Valskonum og þrátt fyrir að hafa haldið Njaðrvíkingum í aðeins níu stigum í þriðja leikhluta tóks Val samt að tapa þeim leikhluta með þriggja stiga mun. Hvað gerist næst? Bæði lið mæta til leiks í tíundu umferð Subway-deildar kvenna næstkomandi þriðjudag klukkan 19:15. Valskonur taka á móti stigalausum Blikum, en Njarðvíkingar heimsækja taplausa Keflvíkinga í nágrannaslag á toppnum. Rúnar: „Mér fannst þetta svo sem aldrei í hættu“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, viðurkennir að leikurinn hafi ekki verið fallegur, en stigin tvö séu velkomin.Vísir/Bára „Ég geng allavega sáttur með tvö stig frá þessum leik og við klárum þessa fyrri umferð með því að ná í okkar sjöunda sigur. Það er kannski aðalatriðið,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að leik loknum. „Þetta var kannski ekkert rosalega fallegur og örugglega ekki skemmtilegur körfuboltaleikur. Orkan í húsinu var lítil og það var lítil stemning uppi í stúku og lítil stemning í báðum liðunum.“ Þrátt fyrir öruggan sigur Njarðvíkinga segist Rúnar hafa viljað sjá sitt lið slíta sig fyrr frá Valskonum. Honum hafi þó aldrei þótt sigurinn í hættu. „Mér fannst við alveg vera að gera ágætlega á báðum endum í fyrri hálfleik. Við höldum þeim undir 30 stigum og við skorum yfir 40. En mér fannst við samt geta gert betur á báðum endum vallarins.“ „Svo hélt þetta áfram í seinni hálfleik. Mér fannst þetta svo sem aldrei í hættu og mér fannst við alltaf vera með tök á leiknum, en við náðum aldrei að tengja saman fjögur til fimm stopp og fjórar til fimm körfur hinum megin. Við náðum aldrei að taka almennilegt run og skilja þær almennilega eftir. Það kom kannski aðeins í seinni hálfleik þegar við náum þessu í tuttugu stig. En gæðin voru að detta allt of mikið niður á köflum þar sem við erum að taka vondar ákvarðanir.“ Eins og áður segir unnu Njarðvíkingar þriðja leikhluta með þriggja stiga mun, þrátt fyrir að hafa eins skorað níu stig sjálfar í leikhlutanum. „Eins og ég segi þá var þetta bara ekki mjög góður körfuboltaleikur. Við vorum fínar varnarlega eiginlega allan leikinn, en þær fengu nokkra þrista sem ég var aðeins ósáttur við í fyrri hálfleiknum. En við vorum að koma boltanum á þá staði sem við vildum koma honum þannig að heilt yfir er ég ánægður varnarlega, en sóknarlega erum við of hikandi á köflum.“ „Mér fannst vanta bara aðeins meiri töffaraskap og skjóta boltanum í andlitið á þeim í staðin fyrir að vera alltaf að hika. Þá verður allt svo hægt og sendingarnar verða erfiðari og það hægist bara á öllu. Mér fannst það gerast allt of oft á þessum 40 mínútum.“ Njarðvíkingar fara inn í næstu umferð í öðru sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu umferðir og mæta taplausum Keflvíkingum næstkomandi þriðjudag í nágrannaslag. Njarðvíkingar hafa nú unnið þrjá leiki í röð, en Rúnar segir það ekki skipta neinu máli hvernig gengið í deildinni er þegar þessi tvö lið mætast. „Ég held að það skipti ekki máli þótt ég væri búinn að tapa tíu í röð. Við myndum alltaf fara þarna inn og gefa allt til þess að vinna. Þær eru taplausar og frábærlega mannaðar þannig það verður bara verðugt verkefni. Við töpuðum í rosa spennuleik í fyrstu umferð og við erum búin að bíða spennt eftir að fá annað tækifæri til að reyna að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar að lokum. Subway-deild kvenna Valur UMF Njarðvík
Njarðvíkingar unnu öruggan 22 stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 53-75. Vísir/Bára Liðin voru nokkuð hæg í gang, en fundu þó bæði smá takt á sama tíma eftir um þriggja mínútna leik. Gestirnir frá Njarðvík héldu taktinum lengur og náðu sér í níu stiga forskot þegar skammt var eftir af fyrsta leikhluta og staðan 8-17. Njarðvíkingar héldu því forskoti út leikhlutann og staðan var 14-23, Njarðvíkingum í vil, að honum loknum. Vísir/Bára Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta þar sem liðin áttu í erfiðleikum með að koma stigum á töfluna fyrstu mínúturnar. Aftur voru það þó Njarðvíkingar sem tóku frumkvæðið og náði liðið tíu stiga forskoti í stöðunni 20-30 þegar leikhlutinn var um það bil hálfnaður. Vísir/Bára Gestirnir höfðu færi á því að koma sér í alvöru forskot fyrir hálfleikshléið, en fóru illa með seinustu sóknirnar og munurinn var því 13 stig þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu inn til búningsherbergja, 29-42. Vísir/Bára Í raun er lítið hægt að segja um það sem gerðist í þriðja leikhluta eftir að liðin snéru aftur eftir hálfleikshléið, einfaldlega vegna þess að það var ofboðslega lítið sem gerðist. Hvorugt liðið fann leiðir að körfunni og aðeins voru 15 stig sett á töfluna. Njarðvíkingar skoruðu níu stig og Valskonur sex. Vísir/Bára Gestirnir frá Njarðvík fóru því með 16 stiga forskot inn í lokaleikhlutann og hleyptu heimakonum aldrei inn í leikinn eftir það. Mest náðu gestirnir 22 stiga forskoti undir lok leiks og á endanum varð það munurinn á liðunum, lokatölur 53-75, Njarðvík í vil. Af hverju vann Njarðvík? Þegar tölfræðin úr leiknum er skoðuð er nokkuð auðvelt að segja til um af hverju Njarðvík vann leikinn. Gestirnir voru yfir í nánast hverjum einasta tölfræðiþætti, liðið skaut betur, tapaði færri boltum og tók fleiri fráköst svo eitthvað sé nefnt. Það er því nokkuð óhætt að segja að sigurinn hafi verið verðskuldaður. Hverjar stóðu upp úr? Andela Strize átti góðan leik í liði Njarðvíkur og skoraði 19 stig fyrir liðið ásamt því að taka fjögur fráköst og stela tveimur boltum. Emilie Hesseldal átti einnig gott kvöld og tók 13 fráköst fyrir Njarðvíkurliðið. Í liði Vals var Hildur Kjartansdottir atkvæðamest með 12 stig og níu fráköst. Hvað gekk illa? Á stórum köflum í leiknum gekk báðum liðum illa að koma stigum á töfluna. Sá kafli entist nánast allan leikinn hjá Valskonum og þrátt fyrir að hafa haldið Njaðrvíkingum í aðeins níu stigum í þriðja leikhluta tóks Val samt að tapa þeim leikhluta með þriggja stiga mun. Hvað gerist næst? Bæði lið mæta til leiks í tíundu umferð Subway-deildar kvenna næstkomandi þriðjudag klukkan 19:15. Valskonur taka á móti stigalausum Blikum, en Njarðvíkingar heimsækja taplausa Keflvíkinga í nágrannaslag á toppnum. Rúnar: „Mér fannst þetta svo sem aldrei í hættu“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, viðurkennir að leikurinn hafi ekki verið fallegur, en stigin tvö séu velkomin.Vísir/Bára „Ég geng allavega sáttur með tvö stig frá þessum leik og við klárum þessa fyrri umferð með því að ná í okkar sjöunda sigur. Það er kannski aðalatriðið,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að leik loknum. „Þetta var kannski ekkert rosalega fallegur og örugglega ekki skemmtilegur körfuboltaleikur. Orkan í húsinu var lítil og það var lítil stemning uppi í stúku og lítil stemning í báðum liðunum.“ Þrátt fyrir öruggan sigur Njarðvíkinga segist Rúnar hafa viljað sjá sitt lið slíta sig fyrr frá Valskonum. Honum hafi þó aldrei þótt sigurinn í hættu. „Mér fannst við alveg vera að gera ágætlega á báðum endum í fyrri hálfleik. Við höldum þeim undir 30 stigum og við skorum yfir 40. En mér fannst við samt geta gert betur á báðum endum vallarins.“ „Svo hélt þetta áfram í seinni hálfleik. Mér fannst þetta svo sem aldrei í hættu og mér fannst við alltaf vera með tök á leiknum, en við náðum aldrei að tengja saman fjögur til fimm stopp og fjórar til fimm körfur hinum megin. Við náðum aldrei að taka almennilegt run og skilja þær almennilega eftir. Það kom kannski aðeins í seinni hálfleik þegar við náum þessu í tuttugu stig. En gæðin voru að detta allt of mikið niður á köflum þar sem við erum að taka vondar ákvarðanir.“ Eins og áður segir unnu Njarðvíkingar þriðja leikhluta með þriggja stiga mun, þrátt fyrir að hafa eins skorað níu stig sjálfar í leikhlutanum. „Eins og ég segi þá var þetta bara ekki mjög góður körfuboltaleikur. Við vorum fínar varnarlega eiginlega allan leikinn, en þær fengu nokkra þrista sem ég var aðeins ósáttur við í fyrri hálfleiknum. En við vorum að koma boltanum á þá staði sem við vildum koma honum þannig að heilt yfir er ég ánægður varnarlega, en sóknarlega erum við of hikandi á köflum.“ „Mér fannst vanta bara aðeins meiri töffaraskap og skjóta boltanum í andlitið á þeim í staðin fyrir að vera alltaf að hika. Þá verður allt svo hægt og sendingarnar verða erfiðari og það hægist bara á öllu. Mér fannst það gerast allt of oft á þessum 40 mínútum.“ Njarðvíkingar fara inn í næstu umferð í öðru sæti deildarinnar með 14 stig eftir níu umferðir og mæta taplausum Keflvíkingum næstkomandi þriðjudag í nágrannaslag. Njarðvíkingar hafa nú unnið þrjá leiki í röð, en Rúnar segir það ekki skipta neinu máli hvernig gengið í deildinni er þegar þessi tvö lið mætast. „Ég held að það skipti ekki máli þótt ég væri búinn að tapa tíu í röð. Við myndum alltaf fara þarna inn og gefa allt til þess að vinna. Þær eru taplausar og frábærlega mannaðar þannig það verður bara verðugt verkefni. Við töpuðum í rosa spennuleik í fyrstu umferð og við erum búin að bíða spennt eftir að fá annað tækifæri til að reyna að vinna Keflavík,“ sagði Rúnar að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti