„Prógrammerað í mann að kaupa hluti til að gera vel við sig“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. nóvember 2023 12:00 Þorgerður María mælir með því að vera með lista yfir það sem manni vantar. Ef það er ekki á listanum þá þarf ekki að kaupa það. Vísir/Vilhelm Samhliða tilboðsdögum nær átak Landverndar, Nægjusamur nóvember, hámarki um í vikunni. Formaður segir mikilvægt að hugsa vel um það sem maður kaupir. Það sé á sama tíma gott að nýta tilboðin í það sem manni raunverulega vantar. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir mikilvægt að taka sér smá tíma og hugsa sig vel um áður en maður kaupir sér nýtt. Landvernd stendur í þessum mánuði fyrir átakinu Nægjusömum nóvember sem nær einskonar hámarki í vikunni samhliða Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi. „Það eru margir viðburðir í þessari og næstu viku til að marka þetta,“ segir Þorgerður María og nefnir sem dæmi viðburð með Neytendasamtökunum á mánudag þar sem sálfræðingur fer yfir áhrifin af tilboðum á fólk. Á morgun er viðburður sem skipulagður er af 66°Norður og Festu – miðstöð um sjálfbærni þar sem á að ræða það hvort að við séum að kaupa til henda. Þar verða auk Þorgerðar Maríu, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, einnig frá Landvernd, Hrefna Sigurðardóttir, hönnuður hjá Studio Fléttu, hönnuðirnir Valdís Steinarsdóttir og Arnar Ingi Viðarsson, Kristín Vala Ragnarsdóttir, umhverfisverkfræðingur og prófessor hjá Háskóla Íslands, Bjarney Harðardóttir eigandi 66°Norður og Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu. Freyr Eyjólfsson stýrir fundi og pallborðsumræðum í kjölfar erinda. „Þetta átak nær hámarki í vikunni með öllum þessum viðburðum. Við höfum í mánuðinum reynt að vekja fólk til umhugsunar um neyslumynstur og hverju við raunverulega þurfum á að halda,“ segir Þorgerður María en hún hefur skrifað nokkrar greinar um málið sem má lesa hér. „Við getum ekki haldið áfram með þetta neyslumynstur til framtíðar. Það er ósjálfbært og gengur of hratt á náttúrulegar auðlindir.“ Svartur föstudagur er formlega á föstudag en víða eru tilboð alla vikuna. Vísir/Vilhelm Þorgerður María segir að henni finnist eins og fleiri séu að reyna að breyta sinni neysluhegðun, það séu fleiri að tala um þetta en breytingin nái kannski ekki til nógu margra. Hún segir að almennt sé neysluhegðun á Vesturlöndum að aukast og það sé mikið áhyggjuefni. „Fólk í kringum mig er mjög meðvitað en ég lifi kannski í ákveðinni búbblu. Og þótt svo að fólk sé meðvitað þá er alltaf þessi púki innan í manni sem vill gera vel við sig. Kaupa hluti, græjur eða föt. Það er prógrammerað í mann að kaupa hluti til að gera vel við sig.“ Ekki til að fá samviskubit Hún segir það þó alls ekki þannig að fólk þurfi alltaf að hundsa tilboðsdagana sem nú ganga yfir okkur einn af öðrum. „Átakið er ekki hugsað þannig að fólk fái samviskubit yfir því að nýta sér tilboðsdaga. Tilboð eru þannig að þau láta manni líða eins og ef maður notar þau ekki missir maður af. Að maður fer að leita að einhverju sem manni vantar. En kannski vantar manni ekkert. En það er um að gera að nýta tilboð, það hafa ekkert allir efni á því að sleppa því og eiga misjafnlega erfitt með að ná endum saman,“ segir Þorgerður María sem mælir frekar með því að vera með lista skrifaðan niður þar sem kemur fram hvað manni vantar. Svo reglulega sé farið yfir miðann. „Ég er með lista hvað vantar í íbúðina mína. Þegar ég sé eitthvað á listanum sem ég var búin að gleyma að er á honum, þá stroka ég það bara út án þess að kaupa það. En ef það er eitthvað sem tilfinnanlega vantar aftur og aftur þá getur maður til dæmis nýtt svona tilboðsdaga,“ segir hún og hlær. Hún segir annað sem skipta máli sé tíminn sem fólk hefur. Neyslan létti okkur lífið en ef við gefum okkur betri tíma þá oft megi leysa málin með öðrum hætti og ekki leita eins mikið í skyndilausnir. Hún segir að auk þess verði seinnipartinn í dag viðburður um COP28 þar sem fjallað verður um málið í stærra samhengi við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst seinna í þessum mánuði. „Við sendum fulltrúa á ráðstefnuna í ár og erum með Ungum umhverfisverndarsinnum og Náttúruverndarsamtökum Íslands búin að koma okkur saman um lykilskilaboð sem við viljum fara með á ráðstefnuna,“ segir Þorgerður María og að þessi skilaboð verði til umræðu á fundinum í kvöld. Umhverfismál Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00 Það er vandlifað í henni neysluveröld Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. 22. nóvember 2023 11:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir mikilvægt að taka sér smá tíma og hugsa sig vel um áður en maður kaupir sér nýtt. Landvernd stendur í þessum mánuði fyrir átakinu Nægjusömum nóvember sem nær einskonar hámarki í vikunni samhliða Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi. „Það eru margir viðburðir í þessari og næstu viku til að marka þetta,“ segir Þorgerður María og nefnir sem dæmi viðburð með Neytendasamtökunum á mánudag þar sem sálfræðingur fer yfir áhrifin af tilboðum á fólk. Á morgun er viðburður sem skipulagður er af 66°Norður og Festu – miðstöð um sjálfbærni þar sem á að ræða það hvort að við séum að kaupa til henda. Þar verða auk Þorgerðar Maríu, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, einnig frá Landvernd, Hrefna Sigurðardóttir, hönnuður hjá Studio Fléttu, hönnuðirnir Valdís Steinarsdóttir og Arnar Ingi Viðarsson, Kristín Vala Ragnarsdóttir, umhverfisverkfræðingur og prófessor hjá Háskóla Íslands, Bjarney Harðardóttir eigandi 66°Norður og Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu. Freyr Eyjólfsson stýrir fundi og pallborðsumræðum í kjölfar erinda. „Þetta átak nær hámarki í vikunni með öllum þessum viðburðum. Við höfum í mánuðinum reynt að vekja fólk til umhugsunar um neyslumynstur og hverju við raunverulega þurfum á að halda,“ segir Þorgerður María en hún hefur skrifað nokkrar greinar um málið sem má lesa hér. „Við getum ekki haldið áfram með þetta neyslumynstur til framtíðar. Það er ósjálfbært og gengur of hratt á náttúrulegar auðlindir.“ Svartur föstudagur er formlega á föstudag en víða eru tilboð alla vikuna. Vísir/Vilhelm Þorgerður María segir að henni finnist eins og fleiri séu að reyna að breyta sinni neysluhegðun, það séu fleiri að tala um þetta en breytingin nái kannski ekki til nógu margra. Hún segir að almennt sé neysluhegðun á Vesturlöndum að aukast og það sé mikið áhyggjuefni. „Fólk í kringum mig er mjög meðvitað en ég lifi kannski í ákveðinni búbblu. Og þótt svo að fólk sé meðvitað þá er alltaf þessi púki innan í manni sem vill gera vel við sig. Kaupa hluti, græjur eða föt. Það er prógrammerað í mann að kaupa hluti til að gera vel við sig.“ Ekki til að fá samviskubit Hún segir það þó alls ekki þannig að fólk þurfi alltaf að hundsa tilboðsdagana sem nú ganga yfir okkur einn af öðrum. „Átakið er ekki hugsað þannig að fólk fái samviskubit yfir því að nýta sér tilboðsdaga. Tilboð eru þannig að þau láta manni líða eins og ef maður notar þau ekki missir maður af. Að maður fer að leita að einhverju sem manni vantar. En kannski vantar manni ekkert. En það er um að gera að nýta tilboð, það hafa ekkert allir efni á því að sleppa því og eiga misjafnlega erfitt með að ná endum saman,“ segir Þorgerður María sem mælir frekar með því að vera með lista skrifaðan niður þar sem kemur fram hvað manni vantar. Svo reglulega sé farið yfir miðann. „Ég er með lista hvað vantar í íbúðina mína. Þegar ég sé eitthvað á listanum sem ég var búin að gleyma að er á honum, þá stroka ég það bara út án þess að kaupa það. En ef það er eitthvað sem tilfinnanlega vantar aftur og aftur þá getur maður til dæmis nýtt svona tilboðsdaga,“ segir hún og hlær. Hún segir annað sem skipta máli sé tíminn sem fólk hefur. Neyslan létti okkur lífið en ef við gefum okkur betri tíma þá oft megi leysa málin með öðrum hætti og ekki leita eins mikið í skyndilausnir. Hún segir að auk þess verði seinnipartinn í dag viðburður um COP28 þar sem fjallað verður um málið í stærra samhengi við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst seinna í þessum mánuði. „Við sendum fulltrúa á ráðstefnuna í ár og erum með Ungum umhverfisverndarsinnum og Náttúruverndarsamtökum Íslands búin að koma okkur saman um lykilskilaboð sem við viljum fara með á ráðstefnuna,“ segir Þorgerður María og að þessi skilaboð verði til umræðu á fundinum í kvöld.
Umhverfismál Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00 Það er vandlifað í henni neysluveröld Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. 22. nóvember 2023 11:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00
Það er vandlifað í henni neysluveröld Jólin eru handan við hornið og stærstu útsöludagar ársins yfirvofandi. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ vanalega hnút í magann mörgum vikum áður en þeir skella á. Pressan til að stökkva á tilboð og nýta mér afslætti við kaup á hlutum sem ég þarf ekki, í þeim eina tilgangi að spara kannski nokkra þúsundkalla, verður mér einfaldlega ofviða. 22. nóvember 2023 11:30