Slagsmál og reiður Messi þegar Argentína vann sögulegan sigur í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 07:32 Lionel Messi fagnar sigri agentínska landsliðsins í Rio de Janeiro í nótt. AP/Silvia Izquierdo Síðasti landsleikur Lionel Messi í Brasilíu varð sögulegur í nótt þegar Argentína vann 1-0 sigur á nágrönnum sínum og erkifjendum í undankeppni HM 2026. Messi var samt reiður eftir leikinn. Spilað var á hinum heimsfræga Maracana leikvangi í Rio de Janeiro. Þetta er fyrsta tap Brasilíumanna í sögunni á heimavelli í undankeppni HM en liðið var búið að spila 64 fyrstu leikina án þess að tapa. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Nicolás Otamendi í seinni hálfleiknum. Argentína er á toppnum í Suður-Ameríku riðlinum með fimmtán stig en Brasilíumenn bara í sjötta sæti með sjö stig. Otamendi puts Argentina ahead! Beautiful header! pic.twitter.com/4c4my1Gc2i— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023 69 þúsund manns voru á leiknum og var uppselt. Uppákoma rétt fyrir leik setti ljótan svip á hann. Stuðningsmenn Argentínu byrjuðu að slást við heimamenn í þjóðsöngvunum og í framhaldinu braut fólk sér leið inn á leikvöllinn til að flýja slagsmálin. This looks like a movie scene.Bloody Brazil vs Argentina pic.twitter.com/NOLIgOj1XM— MegaTired (@MegaTiredHuman) November 22, 2023 Leiknum seinkaði um næstum því hálftíma en argentínsku leikmennirnir biðluðu til stuðningsmenn sinna að róa sig. Þeir fóru síðan inn í klefa og neituðu að koma aftur fyrr en allt róaðist. Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hljóp áður upp að stúkunni á einum stað og reyndi að fá brasilísku lögregluna til að hætta ofbeldi sínu gegn argentínsku stuðningsmönnunum. Lionel Messi var reiður eftir leikinn enda mjög ósáttur með framgöngu brasilísku lögreglunnar. Hoy, tras lo vivido previo al Brasil-Argentina, vale la pena recordar las palabras que dijo Messi hace un año. pic.twitter.com/J8URGslOiY— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 22, 2023 „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi. Brazil have only TWO defeats in their home in 70 years. Both against Argentina, both against Messi. pic.twitter.com/udwKH8tLU5— L/M Football (@lmfootbalI) November 22, 2023 Argentína Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Spilað var á hinum heimsfræga Maracana leikvangi í Rio de Janeiro. Þetta er fyrsta tap Brasilíumanna í sögunni á heimavelli í undankeppni HM en liðið var búið að spila 64 fyrstu leikina án þess að tapa. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Nicolás Otamendi í seinni hálfleiknum. Argentína er á toppnum í Suður-Ameríku riðlinum með fimmtán stig en Brasilíumenn bara í sjötta sæti með sjö stig. Otamendi puts Argentina ahead! Beautiful header! pic.twitter.com/4c4my1Gc2i— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023 69 þúsund manns voru á leiknum og var uppselt. Uppákoma rétt fyrir leik setti ljótan svip á hann. Stuðningsmenn Argentínu byrjuðu að slást við heimamenn í þjóðsöngvunum og í framhaldinu braut fólk sér leið inn á leikvöllinn til að flýja slagsmálin. This looks like a movie scene.Bloody Brazil vs Argentina pic.twitter.com/NOLIgOj1XM— MegaTired (@MegaTiredHuman) November 22, 2023 Leiknum seinkaði um næstum því hálftíma en argentínsku leikmennirnir biðluðu til stuðningsmenn sinna að róa sig. Þeir fóru síðan inn í klefa og neituðu að koma aftur fyrr en allt róaðist. Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hljóp áður upp að stúkunni á einum stað og reyndi að fá brasilísku lögregluna til að hætta ofbeldi sínu gegn argentínsku stuðningsmönnunum. Lionel Messi var reiður eftir leikinn enda mjög ósáttur með framgöngu brasilísku lögreglunnar. Hoy, tras lo vivido previo al Brasil-Argentina, vale la pena recordar las palabras que dijo Messi hace un año. pic.twitter.com/J8URGslOiY— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 22, 2023 „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi. Brazil have only TWO defeats in their home in 70 years. Both against Argentina, both against Messi. pic.twitter.com/udwKH8tLU5— L/M Football (@lmfootbalI) November 22, 2023
Argentína Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti