Körfubolti

Haukar komust aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tinna Alexandersdóttir skoraði 31 stig fyrir Hauka.
Tinna Alexandersdóttir skoraði 31 stig fyrir Hauka. Vísir/Hulda Margrét

Eftir fjögur töp í röð eru Haukar aftur komnir á sigurbraut í Subway-deild kvenna í körfubolta eftir nauman fimm stiga útisigur gegn Fjölni í kvöld, 77-82.

Haukakonur byrjuðu af miklum krafti og höfðu góð tök á leiknum í fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Hafnarfirði skoruðu 24 stig gegn aðeins tíu stigum heimakvenna og liðið leiddi því með 14 stigum þegar komið var að öðrum leikhluta.

Þar snérist dæmið hins vegar algjörlega við og Fjölniskonur tóku öll völd á vellinum. Heimakonur unnu leikhlutann með 18 stiga mun og fóru því með fjögurra sitga forskot inn í hálfleikhléið, staðan 45-41.

Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og báðum liðum gekk illa að skora í þriðja leikhluta. Samtals settu liðin aðeins 25 stig á töfluna og munaði aðeins einu stigi fyrir lokaleikhlutann, staðan 56-55, Fjölni í vil. Það voru þó Haukakönur sem reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu þær að lokum mikilvægan fimm stiga sigur, 77-82, en eins og áður segir hafði liðið tapað seinustu fjórum leikjum sínum í deildinni.

Tinna Alexandersdóttir var stigahæst í liði Hauka með 31 stig, líkt og Raquel Laneiro sem skoraði 31 stig fyrir Fjölni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×