Innlent

Í­búar og fyrir­tæki mega fara til Grinda­víkur

Árni Sæberg skrifar
Björgunarsveitarfólk heldur utan um ferðir íbúa inn í bæinn.
Björgunarsveitarfólk heldur utan um ferðir íbúa inn í bæinn. Vísir/Vilhelm

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15.

Í tilkynningu þess efnis segir að búið sé að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag. „Búið er að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag. Vakin er athygli á því að þeir einir fá að fara inn í bæinn sem hafa fengið boð um það. Skráning er í gegnum island.is.“

Aðkomuleið fyrir íbúa til verðmætabjörgunar í dag verði einungis um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut. Heimildin taki til yfir eitt hundrað fasteigna í Grindavík. Aðgerðin hefjist klukkan 09. Eftir klukkan 15 í dag verði fyrirtækjum hleypt inn á svæðið. 

Samhliða þessu verði viðbragðsaðilar í sérverkefnum. Vel hafi gengið að hringja í þá íbúa sem eiga þess kost að fara til Grindavíkur í dag.

„Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum. Fyrst og fremst þarf að huga að öryggi viðbragðsaðila sem flestir eru sjálfboðaliðar. Þeirra öryggi þarf ávallt að tryggja. Áfram eru miklar líkur taldar á eldgosi.“

Hér að neðan má lesa tilkynninguna frá Almannavörnum í heild sinni:

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um eftirfarandi aðgang íbúa að Grindavík í dag, 19. nóvember. Þetta getur breyst án fyrirvara. Aðgerðum er stýrt af lögreglu.

Búið er að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag. Vakin er athygli á því að þeir einir fá að fara inn í bæinn sem hafa fengið boð um það. Skráning er í gegnum island.is

Aðkomuleið fyrir íbúa til verðmætabjörgunar í dag er um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut. Heimildin tekur til yfir 100 fasteigna í Grindavík. Aðgerðin hefst kl. 9. Eftir kl. 15 í dag verður fyrirtækjum hleypt inn á svæðið. Ítrekað er að þeir einir fara inn í Grindavík sem hafa fengið boð um það. Samhliða þessu er viðbragðsaðilar í sérverkefnum.

Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum. Fyrst og fremst þarf að huga að öryggi viðbragðsaðila sem flestir eru sjálfboðaliðar. Þeirra öryggi þarf ávallt að tryggja. Áfram eru miklar líkur taldar á eldgosi.

Íbúar eru upplýstir um framkvæmdina og hvenær þeir eiga að mæta við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Íbúar verða fluttir með björgunarsveitarbifreiðum frá söfnunarstað utan Grindavíkur og frá heimilum í Grindavík til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×