Um vernd mikilvægra innviða Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar 16. nóvember 2023 09:01 Þeirri spurningu hefur verið velt upp að undanförnu hvort einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið eigi að greiða fyrir varnargarða vegna mögulegrar náttúruvár. Því miður hefur í gegnum tíðina heyrst svipuð umræða varðandi uppbyggingu snjóflóðavarnargarða en sem betur fer hefur mér að vitandi ekki verið lagt til að einstaka fyrirtæki greiði þann kostnað ef þau njóta verndar þeirra mannvirkja. Varnargarðar á Reykjanesi eru hugsaðir til varnar mikilvægum innviðum og almannahagsmunum. Leiðargarður fyrir Orkuverið í Svartsengi er hannaður á hæsta punkt í landslagi. Svo vill til að Bláa lónið fellur þar innan. Önnur fyrirtæki sem hafa starfsemi í Orkugarðinum eru til dæmis ekki innan varnargarðs. Tilgangur garðsins er að verja þá strauma sem koma frá orkuverinu og eru íbúum nauðsynlegir. Alvarleiki aðstæðna Nú er komin upp sú staða að eitt öflugasta sveitarfélag landsins er óstarfhæft um óákveðinn tíma. Sú staða að 3.700 íbúar eru á flótta í eigin landi og náttúruvá ógnar lífsviðurværi íbúa á Suðurnesjum sem telur nú um 30.000 manns er staðreynd. Ef starfsemi í orkuverinu í Svartsengi lamast, er ekkert kalt vatn, ekkert heitt vatn og mjög takmarkað rafmagn á Suðurnesjum. Margt er undir í þeim grafalvarlega atburði og má þar sem dæmi nefna skóla, heilbrigðisstofnanir, varnarmannvirki, alþjóðaflugvöll, hafnir og aðrar stofnanir, þó einhver starfsemi verði með varaafl til skemmri tíma. Án þessara nauðsynja kæmi upp mjög alvarlegt almannavarnarástand á svæðinu í heild, ofan í það alvarlega ástand sem nú þegar er komið upp hjá íbúum í Grindavík. Veitufyrirtækið HS veitur, sem er í meirihlutaeigu sveitarfélaga, veitir heitu vatni, köldu vatni og rafmagni til Suðurnesjamanna. Eins og gefur að skilja verður sú þjónusta mjög takmörkuð ef eitt stærsta orkuver landsins er úti. Öxlum ábyrgð Til samanburðar má nefna að Ofanflóðasjóður fjármagnar fyrst og fremst forvarnaraðgerðir gegn ofanflóðum og er talsverð reynsla komin á þá vinnu í gegnum tíðina. Þó er enn verið að vinna að ákveðnum breytingum á sjóðnum. Í lok ágúst samþykkti ríkisstjórnin að vinna frumvarp um að útvíkka hlutverk Ofanflóðasjóðs þannig að hann kosti einnig varnir gegn ofanflóðum á atvinnusvæðum. Þá var samþykkt tillaga um að flýta upphafi framkvæmda við ofanflóðavarnir í Neskaupstað og hraða vinnu sem nú er í gangi við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði. Aldrei hef ég heyrt neinar mótbárur gegn þessum hugmyndum enda grunar mig að allir séu sammála um að þær séu samfélaginu öllu gríðarlega mikilvægar. Ég hef nefnt þá skoðun mína að nauðsynlegt sé að stofna hér á landi Náttúruvársjóð sem sameinar hlutverk Ofanflóðasjóðs og Náttúruhamfaratrygginga og tæki til varna gegn ofanflóðum (skriðum og snjóflóðum), jarðhræringum (jarðskjálftum og eldgosum) og flóðavörnum (sjávarflóðum og flóðum í ám og vötnum). Sú hugmynd að einstaka fyrirtæki falli ekki undir varnir eða væri gert að sinna þeim á eigin kostnað er í besta falli fjarstæðukennd. Þess má geta að lífeyrissjóðir landsins eiga stóra hluti bæði í Bláa lóninu og HS Orku en það er í mínum huga aukaatriði. Í umræðu um frumvarp um Vernd mikilvægra innviða á Alþingi kom hvergi fram að einstaka fyrirtæki ættu að vera undanskilin þeirri vernd þó svo ekki hafi verið einhugur um útfærslu forvarnargjalds í frumvarpinu. Það var því táknrænt og gleðilegt þegar þingmenn samþykktu frumvarpið einróma. Saman verðum við að axla ábyrgð og reyna eftir fremsta megni að lágmarka tjón af völdum náttúruhamfara, sé þess einhver kostur. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Framsóknarflokkurinn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Jóhann Friðrik Friðriksson Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þeirri spurningu hefur verið velt upp að undanförnu hvort einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið eigi að greiða fyrir varnargarða vegna mögulegrar náttúruvár. Því miður hefur í gegnum tíðina heyrst svipuð umræða varðandi uppbyggingu snjóflóðavarnargarða en sem betur fer hefur mér að vitandi ekki verið lagt til að einstaka fyrirtæki greiði þann kostnað ef þau njóta verndar þeirra mannvirkja. Varnargarðar á Reykjanesi eru hugsaðir til varnar mikilvægum innviðum og almannahagsmunum. Leiðargarður fyrir Orkuverið í Svartsengi er hannaður á hæsta punkt í landslagi. Svo vill til að Bláa lónið fellur þar innan. Önnur fyrirtæki sem hafa starfsemi í Orkugarðinum eru til dæmis ekki innan varnargarðs. Tilgangur garðsins er að verja þá strauma sem koma frá orkuverinu og eru íbúum nauðsynlegir. Alvarleiki aðstæðna Nú er komin upp sú staða að eitt öflugasta sveitarfélag landsins er óstarfhæft um óákveðinn tíma. Sú staða að 3.700 íbúar eru á flótta í eigin landi og náttúruvá ógnar lífsviðurværi íbúa á Suðurnesjum sem telur nú um 30.000 manns er staðreynd. Ef starfsemi í orkuverinu í Svartsengi lamast, er ekkert kalt vatn, ekkert heitt vatn og mjög takmarkað rafmagn á Suðurnesjum. Margt er undir í þeim grafalvarlega atburði og má þar sem dæmi nefna skóla, heilbrigðisstofnanir, varnarmannvirki, alþjóðaflugvöll, hafnir og aðrar stofnanir, þó einhver starfsemi verði með varaafl til skemmri tíma. Án þessara nauðsynja kæmi upp mjög alvarlegt almannavarnarástand á svæðinu í heild, ofan í það alvarlega ástand sem nú þegar er komið upp hjá íbúum í Grindavík. Veitufyrirtækið HS veitur, sem er í meirihlutaeigu sveitarfélaga, veitir heitu vatni, köldu vatni og rafmagni til Suðurnesjamanna. Eins og gefur að skilja verður sú þjónusta mjög takmörkuð ef eitt stærsta orkuver landsins er úti. Öxlum ábyrgð Til samanburðar má nefna að Ofanflóðasjóður fjármagnar fyrst og fremst forvarnaraðgerðir gegn ofanflóðum og er talsverð reynsla komin á þá vinnu í gegnum tíðina. Þó er enn verið að vinna að ákveðnum breytingum á sjóðnum. Í lok ágúst samþykkti ríkisstjórnin að vinna frumvarp um að útvíkka hlutverk Ofanflóðasjóðs þannig að hann kosti einnig varnir gegn ofanflóðum á atvinnusvæðum. Þá var samþykkt tillaga um að flýta upphafi framkvæmda við ofanflóðavarnir í Neskaupstað og hraða vinnu sem nú er í gangi við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði. Aldrei hef ég heyrt neinar mótbárur gegn þessum hugmyndum enda grunar mig að allir séu sammála um að þær séu samfélaginu öllu gríðarlega mikilvægar. Ég hef nefnt þá skoðun mína að nauðsynlegt sé að stofna hér á landi Náttúruvársjóð sem sameinar hlutverk Ofanflóðasjóðs og Náttúruhamfaratrygginga og tæki til varna gegn ofanflóðum (skriðum og snjóflóðum), jarðhræringum (jarðskjálftum og eldgosum) og flóðavörnum (sjávarflóðum og flóðum í ám og vötnum). Sú hugmynd að einstaka fyrirtæki falli ekki undir varnir eða væri gert að sinna þeim á eigin kostnað er í besta falli fjarstæðukennd. Þess má geta að lífeyrissjóðir landsins eiga stóra hluti bæði í Bláa lóninu og HS Orku en það er í mínum huga aukaatriði. Í umræðu um frumvarp um Vernd mikilvægra innviða á Alþingi kom hvergi fram að einstaka fyrirtæki ættu að vera undanskilin þeirri vernd þó svo ekki hafi verið einhugur um útfærslu forvarnargjalds í frumvarpinu. Það var því táknrænt og gleðilegt þegar þingmenn samþykktu frumvarpið einróma. Saman verðum við að axla ábyrgð og reyna eftir fremsta megni að lágmarka tjón af völdum náttúruhamfara, sé þess einhver kostur. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun