Rory McIlroy sagði af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 11:01 Rory McIlroy hefur sagt sig úr áhrifamikilli nefnd á vegum PGA. Getty/ Warren Little Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sagt sig úr hinni áhrifamiklu nefnd um stefnumál hjá bandarísku PGA-mótaröðinni, „PGA Tour policy board.“ McIlroy er næstefstur á heimslistanum í golfi en hann sendi nefndarmönnum bréf í gær þar sem hann tilkynnti þessa ákvörðun sína. Ástæðan er bæði persónuleg sem og faglegs eðlis samkvæmt heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla. Rory McIlroy resigns from PGA Tour's Policy Board amid funding negotiations https://t.co/GMtM5zNY3W— BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2023 Menn eru auðvitað fljótir að tengja þessa ákvörðun McIlroy við það að bandaríska mótaröðin fór í samningaviðræður við höfuðandstæðing sinn á markaðnum. McIlroy var alltaf mjög harður gagnrýnandi sádí-arabísku LIV mótaraðarinnar og hann vissi ekkert af því að PGA og LIV væru að semja á bak við tjöldin. 6. júní var það tilkynnt að PGA væri að ganga frá samkomulagi við Sádana sem höfðu þá keypt til síns marga af bestu kylfingum heims, stórstjörnur eins og þá Dustin Johnson, Brooks Koepka, Bryson DeChambeau og Phil Mickelson. PGA bannaði þessum LIV kylfingum að keppa á sínum mótum en nú breyttist það allt skyndilega. McIlroy viðurkenndi á blaðamannafundi í kringum þessa tilkynningu að þessar fréttir væru áfall fyrir sig enda hafði hann talað gegn LIV allan tímann. „Þegar þú ert að tala um einn af stærstu peningasjóðum heims viltu þá ekki frekar vera í samvinnu heldur en að vera óvinur? Þegar upp er staðið þá tala peningarnir og þú vilt frekar vera í samvinnu við slíka menn,“ sagði McIlroy á þeim tíma. „Það er erfitt fyrir mig að sitja hér og líða ekki eins og lamb sem hefur verið leitt til slátrunar. Mér finnst eins og ég hafði sett höfuð mitt að veði og að þetta séu launin,“ sagði McIlroy. "Not particularly no, not what I signed up for" Speaking to media yesterday, Rory McIlroy gave his thoughts on being part of the board pic.twitter.com/cbBosIc68b— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 15, 2023 Golf Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
McIlroy er næstefstur á heimslistanum í golfi en hann sendi nefndarmönnum bréf í gær þar sem hann tilkynnti þessa ákvörðun sína. Ástæðan er bæði persónuleg sem og faglegs eðlis samkvæmt heimildarmönnum bandarískra fjölmiðla. Rory McIlroy resigns from PGA Tour's Policy Board amid funding negotiations https://t.co/GMtM5zNY3W— BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2023 Menn eru auðvitað fljótir að tengja þessa ákvörðun McIlroy við það að bandaríska mótaröðin fór í samningaviðræður við höfuðandstæðing sinn á markaðnum. McIlroy var alltaf mjög harður gagnrýnandi sádí-arabísku LIV mótaraðarinnar og hann vissi ekkert af því að PGA og LIV væru að semja á bak við tjöldin. 6. júní var það tilkynnt að PGA væri að ganga frá samkomulagi við Sádana sem höfðu þá keypt til síns marga af bestu kylfingum heims, stórstjörnur eins og þá Dustin Johnson, Brooks Koepka, Bryson DeChambeau og Phil Mickelson. PGA bannaði þessum LIV kylfingum að keppa á sínum mótum en nú breyttist það allt skyndilega. McIlroy viðurkenndi á blaðamannafundi í kringum þessa tilkynningu að þessar fréttir væru áfall fyrir sig enda hafði hann talað gegn LIV allan tímann. „Þegar þú ert að tala um einn af stærstu peningasjóðum heims viltu þá ekki frekar vera í samvinnu heldur en að vera óvinur? Þegar upp er staðið þá tala peningarnir og þú vilt frekar vera í samvinnu við slíka menn,“ sagði McIlroy á þeim tíma. „Það er erfitt fyrir mig að sitja hér og líða ekki eins og lamb sem hefur verið leitt til slátrunar. Mér finnst eins og ég hafði sett höfuð mitt að veði og að þetta séu launin,“ sagði McIlroy. "Not particularly no, not what I signed up for" Speaking to media yesterday, Rory McIlroy gave his thoughts on being part of the board pic.twitter.com/cbBosIc68b— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 15, 2023
Golf Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira