„Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2023 21:06 Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir óvissuna mikla um framhald á starfsemi deildarinnar. Vísir/Sigurjón Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. „Dagarnir hafa bara verið hræðilegir. Það er bara óvissa, það er lítið sofið og maður hugsar ekki um neitt annað. Ég er hjá góðu fólki í Kópavogi en fyrstu næturnar hjá mér voru bara þannig að ég vaknaði á hálftíma fresti og byrjaði að endurhlaða einhverja vefmyndavél til að sjá hvort bærinn minn væri kominn undir hraun,“ segir Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur um fyrstu dagana eftir rýmingu Grindavíkurbæjar á föstudagskvöldið var. Ekki hafi verið auðveldara að koma inn í bæinn þegar íbúum var hleypt þangað að sækja eigur. „Ég fór heim í gær og ég bara brotnaði saman þegar ég labbaði inn á heimilið. Ég veit ekki alveg hvernig tilfinningar það voru, það er margt sem maður hugsaði: „Er þetta síðasta skiptið sem að ég kem þangað?“ Það var rosalega erfitt að fara,“ „En ég er rosalega þakklátur björgunarsveitunum fyrir að gera þetta fyrir okkur. Þeir fóru inn í íþróttahúsið fyrir okkur og sóttu búninga fyrir körfuboltaliðin okkar og eiga ofboðslega miklar þakkir fyrir,“ segir Ingibergur. Klippa: Kannski er þetta síðasta tímabilið sem við spilum undir nafni Grindavíkur Hræddur um að hann komi aldrei aftur til Grindavíkur „Ég fór aftur í dag að vinna með slökkviliðinu og það var mjög erfitt á leiðinni heim. Það sem ég hugsaði var að þetta er örugglega í síðasta skiptið [sem hann fer til Grindavíkur]. Það varð rýming þarna og maður veit ekkert hvað er að fara gerast,“ segir Ingibergur. Ingibergur nefnir þarna erfiða heimferð í dag. En hvað fór í gegnum huga hans á þeim tíma? „Ég er búinn að hitta fullt af fólki sem er jákvætt og ég held það sé fólk sem kannski hefur ekki séð almennilega hvað er ofboðslega mikið búið að ganga á í bænum. Það er flæðandi hraun undir okkur og jarðfræðingar búnir að segja að það sé komið eitthvað svona skeið á Reykjanesskaga. Ég er ekki að reyna að hræða neinn og get verið jákvæður líka en allavega fyrir mig er tilfinningin ekki góð,“ segir Ingibergur. Íþróttahúsið illa úti sem og híbýlið Ingibergur segir ljóst að glænýtt íþróttahús Grindavíkur, sem situr beint ofan á sprungunni sem myndast hefur í gegnum bæinn, hafi orðið illa úti vegna sigs. „Ég fór ekki inn í það en það er metra sig út frá Túngötunni, framhjá kirkjunni og undir norðvesturhornið á íþróttahúsinu og svo inn á fótboltavöllinn og uppeftir hjá húsinu mínu. Það getur ekki verið að það sé allt í lagi þarna inni. Ég trúi því ekki.“ Þú nefnir að húsið þitt sé við sprunguna. Hvernig er ástandið á því? „Hún er ekki góð. Ég sneri minn í hálfan hring í gær og ég held ég hafi talið einhver fimm, sex hús þar sem voru farin að síga. Mér er sagt af góðum vini mínum sem ég bý núna hjá í Kópavogi, sem byggir hús, hann segir mér að þegar hús er farið að síga um einhverja tommu er það bara ónýtt. Það var það sem ég sá í dag og í gær. Mér fannst staðan aðeins verri en í dag og smá breytingar frá því í gær,“ Stjórnin hugsi um bæinn en ekki sigra Leikmenn körfuboltaliðs Grindavíkur eru líkt og aðrir íbúar bæjarins á vergangi. Mörg símtöl og fundir hafa átt sér stað síðustu daga vegna framhaldsins hvað áframhaldandi starfsemi varðar. En hvað er þar efst í forgangsröðuninni? „Okkur langar bara að halda sjó. Við erum með nokkra viðburði, fótboltaleiki á sumrin, nokkrar íþróttagreinar, körfuna á veturna, þorrablót og sjómannadaginn. Þetta er eitthvað sem bindur bæinn saman. Við í stjórn körfunnar erum bara að hugsa um bæinn okkar og heildina,“ „Við erum ekki að hugsa um að vinna alla leiki. Okkur langar bara að halda áfram og halda sjó og reyna að gera eitthvað fyrir bæinn okkar.“ „Við fórum í Hallgrímskirkjuna og það var ofboðslega gott og hlýtt að sjá öll þessi andlit sem maður sér þegar maður fer í búðina eða á æfingu heima eða slíkt. Það er rosalega tómlegt núna, búandi inni á einhverjum og maður sér ekki fólkið sem maður sér dagsdaglega. Það er það sem við erum að hugsa með að halda áfram,“ segir Ingibergur. Erlendur leikmaður vildi heim - „Einmana og vill fá fjölskylduna hingað“ Ingibergur og stjórn körfuknattleiksdeildarinnar ber ábyrgð á erlendum leikmönnum sem hafa verið fengnir til bæði karla- og kvennaliðs félagsins. Þeir eru margir hverjir óvanir jarðskjálftum og hvað þá rýmingu bæjar, sem varla er fordæmi fyrir hérlendis. „Þetta er mikil óvissa og það er búið að rífa þá upp með rótum eins og alla aðra í Grindavík. Ég er auðvitað bara í forsvari fyrir körfuna og þess vegna erum við að ræða það, sem er kaldhæðnislegt þar sem það er örugglega fullt af fólki sem finnur ekki húsnæði,“ segir Ingibergur. Málefni körfuboltaliðs Grindavíkur séu því eðlilega neðar á forgangslista en húsnæðisöryggi íbúa bæjarins. Engu að síður hafi hann skyldu gagnvart leikmönnunum og þeir séu nú í slæmri stöðu þar sem félagið eigi erfitt með að útvega þeim húsnæði, líkt og segir í samningum þeirra við körfuknattleiksdeildina. „Mín skylda og ábyrgð er að hugsa um þá. Við náðum að róa þá niður og erum búnir að segja þeim hvað okkar plan er og það er nákvæmlega þetta, að gera þetta með hjartanu og gera þetta fyrir Grindavík. Þá kom annað hljóð í menn og það er bara dagsatt, það var einn sem vildi bara fara heim í gær,“ „Hann er einn hérna, hann er einmana og langar að fá fjölskylduna sína. Við erum ekki með húsnæði fyrir hann þar sem hann getur tekið á móti þeim. Hann trúði því að við erum að reyna að vinna að því hörðum höndum að finna fyrir hann húsnæði, og það er satt. Vonandi tekst það og við getum haldið honum,“ „Ég er búinn að ræða við fyrirliðann í kvennaliðinu og hún var alveg skýr á því að þær vildu halda áfram. Auðvitað ráða þjálfararnir og liðið þessu og við bara fylgjum þeim. Ég sagði við þjálfarana í gær á fundi að þeir stjórni þessu, við fylgjum með og bökkum þá upp, það er bara þannig,“ segir Ingibergur. Lið á vergangi Unnið hefur þá verið að praktískum málum hvað varðar æfingar og leiki Grindavíkur. Bæði karla- og kvennaliðið eiga leik á laugardaginn kemur og gátu í fyrsta sinn æft í dag. „Það er æfing í dag, stelpurnar í ÍR-heimilinu og strákarnir í Smáranum. Planið sem við byggjum á núna er bara að hugsa um þennan laugardag. Takk til allra þessara félaga sem komu til okkar strax á fyrsta degi, við þurftum ekki að biðja um neitt og það verður ekki vandamál að finna húsnæði og tíma. En spurningin er hvort allir séu til í þetta,“ „Þetta er ekkert auðvelt. Það er glænýtt íþróttahús, búið að ganga vel hjá okkur, búið að bíða eftir þessu rosalega lengi. Það er ekkert sama, við erum ekkert að fara að gera eitthvað hús að okkar heimavelli. Þetta verður líka erfitt hvað það varðar.“ Þakklátur Blikum Leikir liðanna á laugardag fara fram í Smáranum í Kópavogi, húsi Breiðabliks. Þar æfði karlaliðið í dag og er Ingibergur Blikum þakklátur. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks. „Það væri gott að æfa og spila á sama stað. Eysteinn, framkvæmdastjóri Breiðabliks, er góður vinur minn. Mér fannst það góð hugmynd þegar hann bauð mér þetta sem var fyrir rýmingu, hann vissi bara í hvað stefndi. Mér fannst það ofboðslega gott og sagði bara já takk. En Breiðablik er líka með lið og með yngri flokka og það þarf einhvern veginn að stilla þessu öllu saman. Þetta verður ekkert auðvelt, en eins og er erum við til í þetta og til í að taka slaginn.“ Bakhjarlarnir illa settir Í eðlilegu árferði myndi körfuknattleiksdeildin leita á náðir bakhjarla sinna í bænum þegar liðið væri komið í öngstræti. Fyrirtæki í Grindavík eru hins vegar litlu betur sett en félagið og því erfitt að fjármagna starfið. „Þetta er mjög einfalt. Við tökum þennan laugardag og ef allir eru til og hoppa með okkur í bátana, þá bara áfram gakk. Við ætluðum okkur stóra hluti og ætlum okkur enn, við erum með tvö frábær lið og frábært fólk á bakvið okkur, þessa bakhjarla. Það er mjög erfitt að leita til þeirra núna, það eru öll fyrirtækin á hliðinni heima,“ segir Ingibergur. Subway hafi stokkið til og styrkt leikina á laugardaginn. „Það verður samt frítt á þennan leik og sennilega bara í boði Subway. Ég verð örugglega skammaður fyrir að segja þetta en þeir komu til okkar og þetta átti ekki að vera nein auglýsing. Þeir vildu bara styðja við okkur, ekki til að monta sig eða vera stórir, bara samhugur og það mun ekki kosta neitt inn á þennan leik og allir eru velkomnir.“ Hægt að byggja bæinn upp burt frá virkum eldstöðvum En hvað verður gert ef hið versta gerist - að það gjósi í eða við Grindavíkurbæ? „Ég vil ekki einu sinni hugsa þetta, en ef allt fer á versta veg og Grindavík fer undir hraun. Ætlum við þá ekki að spila lengur undir nafni Grindavíkur? Hvað verður um það?“ Ertu þá hræddur um að leikurinn á laugardaginn verði sá síðasti undir þessum merkjum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Vonandi blessast þetta. En óvissan er þannig að við vitum það ekki. Ef það er áfram gakk, allir jákvæðir og það verður ekkert eldgos, þá að sjálfsögðu ekki. En kannski er þetta síðasta tímabilið sem við spilum undir nafni Grindavíkur. En þá getum við kannski byggt þennan bæ upp annars staðar þar sem við verðum ekki innan um eldfjöll,“ segir Ingibergur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Viljir þú styrkja körfuknattleiksdeild Grindavíkur er hægt að leggja inn á kt. 550591-1039, rk. 0143-26-1039. Grindavík UMF Grindavík Subway-deild karla Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
„Dagarnir hafa bara verið hræðilegir. Það er bara óvissa, það er lítið sofið og maður hugsar ekki um neitt annað. Ég er hjá góðu fólki í Kópavogi en fyrstu næturnar hjá mér voru bara þannig að ég vaknaði á hálftíma fresti og byrjaði að endurhlaða einhverja vefmyndavél til að sjá hvort bærinn minn væri kominn undir hraun,“ segir Ingibergur Þ. Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur um fyrstu dagana eftir rýmingu Grindavíkurbæjar á föstudagskvöldið var. Ekki hafi verið auðveldara að koma inn í bæinn þegar íbúum var hleypt þangað að sækja eigur. „Ég fór heim í gær og ég bara brotnaði saman þegar ég labbaði inn á heimilið. Ég veit ekki alveg hvernig tilfinningar það voru, það er margt sem maður hugsaði: „Er þetta síðasta skiptið sem að ég kem þangað?“ Það var rosalega erfitt að fara,“ „En ég er rosalega þakklátur björgunarsveitunum fyrir að gera þetta fyrir okkur. Þeir fóru inn í íþróttahúsið fyrir okkur og sóttu búninga fyrir körfuboltaliðin okkar og eiga ofboðslega miklar þakkir fyrir,“ segir Ingibergur. Klippa: Kannski er þetta síðasta tímabilið sem við spilum undir nafni Grindavíkur Hræddur um að hann komi aldrei aftur til Grindavíkur „Ég fór aftur í dag að vinna með slökkviliðinu og það var mjög erfitt á leiðinni heim. Það sem ég hugsaði var að þetta er örugglega í síðasta skiptið [sem hann fer til Grindavíkur]. Það varð rýming þarna og maður veit ekkert hvað er að fara gerast,“ segir Ingibergur. Ingibergur nefnir þarna erfiða heimferð í dag. En hvað fór í gegnum huga hans á þeim tíma? „Ég er búinn að hitta fullt af fólki sem er jákvætt og ég held það sé fólk sem kannski hefur ekki séð almennilega hvað er ofboðslega mikið búið að ganga á í bænum. Það er flæðandi hraun undir okkur og jarðfræðingar búnir að segja að það sé komið eitthvað svona skeið á Reykjanesskaga. Ég er ekki að reyna að hræða neinn og get verið jákvæður líka en allavega fyrir mig er tilfinningin ekki góð,“ segir Ingibergur. Íþróttahúsið illa úti sem og híbýlið Ingibergur segir ljóst að glænýtt íþróttahús Grindavíkur, sem situr beint ofan á sprungunni sem myndast hefur í gegnum bæinn, hafi orðið illa úti vegna sigs. „Ég fór ekki inn í það en það er metra sig út frá Túngötunni, framhjá kirkjunni og undir norðvesturhornið á íþróttahúsinu og svo inn á fótboltavöllinn og uppeftir hjá húsinu mínu. Það getur ekki verið að það sé allt í lagi þarna inni. Ég trúi því ekki.“ Þú nefnir að húsið þitt sé við sprunguna. Hvernig er ástandið á því? „Hún er ekki góð. Ég sneri minn í hálfan hring í gær og ég held ég hafi talið einhver fimm, sex hús þar sem voru farin að síga. Mér er sagt af góðum vini mínum sem ég bý núna hjá í Kópavogi, sem byggir hús, hann segir mér að þegar hús er farið að síga um einhverja tommu er það bara ónýtt. Það var það sem ég sá í dag og í gær. Mér fannst staðan aðeins verri en í dag og smá breytingar frá því í gær,“ Stjórnin hugsi um bæinn en ekki sigra Leikmenn körfuboltaliðs Grindavíkur eru líkt og aðrir íbúar bæjarins á vergangi. Mörg símtöl og fundir hafa átt sér stað síðustu daga vegna framhaldsins hvað áframhaldandi starfsemi varðar. En hvað er þar efst í forgangsröðuninni? „Okkur langar bara að halda sjó. Við erum með nokkra viðburði, fótboltaleiki á sumrin, nokkrar íþróttagreinar, körfuna á veturna, þorrablót og sjómannadaginn. Þetta er eitthvað sem bindur bæinn saman. Við í stjórn körfunnar erum bara að hugsa um bæinn okkar og heildina,“ „Við erum ekki að hugsa um að vinna alla leiki. Okkur langar bara að halda áfram og halda sjó og reyna að gera eitthvað fyrir bæinn okkar.“ „Við fórum í Hallgrímskirkjuna og það var ofboðslega gott og hlýtt að sjá öll þessi andlit sem maður sér þegar maður fer í búðina eða á æfingu heima eða slíkt. Það er rosalega tómlegt núna, búandi inni á einhverjum og maður sér ekki fólkið sem maður sér dagsdaglega. Það er það sem við erum að hugsa með að halda áfram,“ segir Ingibergur. Erlendur leikmaður vildi heim - „Einmana og vill fá fjölskylduna hingað“ Ingibergur og stjórn körfuknattleiksdeildarinnar ber ábyrgð á erlendum leikmönnum sem hafa verið fengnir til bæði karla- og kvennaliðs félagsins. Þeir eru margir hverjir óvanir jarðskjálftum og hvað þá rýmingu bæjar, sem varla er fordæmi fyrir hérlendis. „Þetta er mikil óvissa og það er búið að rífa þá upp með rótum eins og alla aðra í Grindavík. Ég er auðvitað bara í forsvari fyrir körfuna og þess vegna erum við að ræða það, sem er kaldhæðnislegt þar sem það er örugglega fullt af fólki sem finnur ekki húsnæði,“ segir Ingibergur. Málefni körfuboltaliðs Grindavíkur séu því eðlilega neðar á forgangslista en húsnæðisöryggi íbúa bæjarins. Engu að síður hafi hann skyldu gagnvart leikmönnunum og þeir séu nú í slæmri stöðu þar sem félagið eigi erfitt með að útvega þeim húsnæði, líkt og segir í samningum þeirra við körfuknattleiksdeildina. „Mín skylda og ábyrgð er að hugsa um þá. Við náðum að róa þá niður og erum búnir að segja þeim hvað okkar plan er og það er nákvæmlega þetta, að gera þetta með hjartanu og gera þetta fyrir Grindavík. Þá kom annað hljóð í menn og það er bara dagsatt, það var einn sem vildi bara fara heim í gær,“ „Hann er einn hérna, hann er einmana og langar að fá fjölskylduna sína. Við erum ekki með húsnæði fyrir hann þar sem hann getur tekið á móti þeim. Hann trúði því að við erum að reyna að vinna að því hörðum höndum að finna fyrir hann húsnæði, og það er satt. Vonandi tekst það og við getum haldið honum,“ „Ég er búinn að ræða við fyrirliðann í kvennaliðinu og hún var alveg skýr á því að þær vildu halda áfram. Auðvitað ráða þjálfararnir og liðið þessu og við bara fylgjum þeim. Ég sagði við þjálfarana í gær á fundi að þeir stjórni þessu, við fylgjum með og bökkum þá upp, það er bara þannig,“ segir Ingibergur. Lið á vergangi Unnið hefur þá verið að praktískum málum hvað varðar æfingar og leiki Grindavíkur. Bæði karla- og kvennaliðið eiga leik á laugardaginn kemur og gátu í fyrsta sinn æft í dag. „Það er æfing í dag, stelpurnar í ÍR-heimilinu og strákarnir í Smáranum. Planið sem við byggjum á núna er bara að hugsa um þennan laugardag. Takk til allra þessara félaga sem komu til okkar strax á fyrsta degi, við þurftum ekki að biðja um neitt og það verður ekki vandamál að finna húsnæði og tíma. En spurningin er hvort allir séu til í þetta,“ „Þetta er ekkert auðvelt. Það er glænýtt íþróttahús, búið að ganga vel hjá okkur, búið að bíða eftir þessu rosalega lengi. Það er ekkert sama, við erum ekkert að fara að gera eitthvað hús að okkar heimavelli. Þetta verður líka erfitt hvað það varðar.“ Þakklátur Blikum Leikir liðanna á laugardag fara fram í Smáranum í Kópavogi, húsi Breiðabliks. Þar æfði karlaliðið í dag og er Ingibergur Blikum þakklátur. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks. „Það væri gott að æfa og spila á sama stað. Eysteinn, framkvæmdastjóri Breiðabliks, er góður vinur minn. Mér fannst það góð hugmynd þegar hann bauð mér þetta sem var fyrir rýmingu, hann vissi bara í hvað stefndi. Mér fannst það ofboðslega gott og sagði bara já takk. En Breiðablik er líka með lið og með yngri flokka og það þarf einhvern veginn að stilla þessu öllu saman. Þetta verður ekkert auðvelt, en eins og er erum við til í þetta og til í að taka slaginn.“ Bakhjarlarnir illa settir Í eðlilegu árferði myndi körfuknattleiksdeildin leita á náðir bakhjarla sinna í bænum þegar liðið væri komið í öngstræti. Fyrirtæki í Grindavík eru hins vegar litlu betur sett en félagið og því erfitt að fjármagna starfið. „Þetta er mjög einfalt. Við tökum þennan laugardag og ef allir eru til og hoppa með okkur í bátana, þá bara áfram gakk. Við ætluðum okkur stóra hluti og ætlum okkur enn, við erum með tvö frábær lið og frábært fólk á bakvið okkur, þessa bakhjarla. Það er mjög erfitt að leita til þeirra núna, það eru öll fyrirtækin á hliðinni heima,“ segir Ingibergur. Subway hafi stokkið til og styrkt leikina á laugardaginn. „Það verður samt frítt á þennan leik og sennilega bara í boði Subway. Ég verð örugglega skammaður fyrir að segja þetta en þeir komu til okkar og þetta átti ekki að vera nein auglýsing. Þeir vildu bara styðja við okkur, ekki til að monta sig eða vera stórir, bara samhugur og það mun ekki kosta neitt inn á þennan leik og allir eru velkomnir.“ Hægt að byggja bæinn upp burt frá virkum eldstöðvum En hvað verður gert ef hið versta gerist - að það gjósi í eða við Grindavíkurbæ? „Ég vil ekki einu sinni hugsa þetta, en ef allt fer á versta veg og Grindavík fer undir hraun. Ætlum við þá ekki að spila lengur undir nafni Grindavíkur? Hvað verður um það?“ Ertu þá hræddur um að leikurinn á laugardaginn verði sá síðasti undir þessum merkjum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Vonandi blessast þetta. En óvissan er þannig að við vitum það ekki. Ef það er áfram gakk, allir jákvæðir og það verður ekkert eldgos, þá að sjálfsögðu ekki. En kannski er þetta síðasta tímabilið sem við spilum undir nafni Grindavíkur. En þá getum við kannski byggt þennan bæ upp annars staðar þar sem við verðum ekki innan um eldfjöll,“ segir Ingibergur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Viljir þú styrkja körfuknattleiksdeild Grindavíkur er hægt að leggja inn á kt. 550591-1039, rk. 0143-26-1039.
Grindavík UMF Grindavík Subway-deild karla Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti