Haukar reka stigahæsta leikmann deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 15:32 Jalen Moore í sínum síðasta leik með Haukum sem var í tapi í tvíframlengdum leik á móti Val. Vísir/Hulda Margrét Bandaríski bakvörðurinn Jalen Moore hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hauka í Subway deild karla í körfubolta. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann er látinn taka pokann sinn. Haukarnir eru þar með þriðja liðið í deildinni til að gera breytingar á erlendum leikmönnum sínum í upphafi tímabils en áður höfðu Tindastóll og Breiðablik sent leikmenn heim. Subway Körfuboltakvöld Extra fékk fréttirnar af Jalen Moore staðfestar í dag en þessi óvænta ákvörðun Maté Dalmay og Haukanna verður einmitt tekin fyrir í þætti kvöldsins. „Það er búið að reka hann samkvæmt mínum heimildarmönnum sem ég tel nokkuð trausta. Ef maður rýnir í hráa tölfræði þá skýtur það skökku við að hann sé að fara. Einn stoðsendinga- og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Aftur á móti þá hafa Haukarnir lítið verið að vinna,“ sagði Tómas Steindórsson. Jalen Moore skoraði 34 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í sínum síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu þar sem Haukarnir töpuðu á móti Val í tvíframlengdum leik. Í sex leikjum með liðinu var Moore með 27,3 stig, 9,1 frákast og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur en liðinu hefur ekki gengið vel. Hann er samt stigahæsti leikmaðurinn í deildinni til þessa með tæpum þremur stigum meira að meðaltali en næsti maður. Moore er líka með flesta stolna bolta í leik (3,3) og er í þriðja sæti í stoðsendingum í leik. Tölfræðin úr leikjum Jalen Moore. Hann gaf fjórtán stoðsendingar í fyrsta leik, tólf stoðsendingar (og þrenna) í sigri á Hamar og hefur skorað 29 stig eða meira í þremur af sex leikjum sínum. Haukaliðið hefur aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð og er í tíunda sæti deildarinnar með tvo sigra og fjögur töp. Subway Körfuboltakvöld Extra er á dagskránni á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst þátturinn klukkan 20.00. Gestur kvöldsins hjá Stefán Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni er Mikael Nikulásson. Það má sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra - Jalen Moore sendur heim Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Haukarnir eru þar með þriðja liðið í deildinni til að gera breytingar á erlendum leikmönnum sínum í upphafi tímabils en áður höfðu Tindastóll og Breiðablik sent leikmenn heim. Subway Körfuboltakvöld Extra fékk fréttirnar af Jalen Moore staðfestar í dag en þessi óvænta ákvörðun Maté Dalmay og Haukanna verður einmitt tekin fyrir í þætti kvöldsins. „Það er búið að reka hann samkvæmt mínum heimildarmönnum sem ég tel nokkuð trausta. Ef maður rýnir í hráa tölfræði þá skýtur það skökku við að hann sé að fara. Einn stoðsendinga- og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Aftur á móti þá hafa Haukarnir lítið verið að vinna,“ sagði Tómas Steindórsson. Jalen Moore skoraði 34 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í sínum síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu þar sem Haukarnir töpuðu á móti Val í tvíframlengdum leik. Í sex leikjum með liðinu var Moore með 27,3 stig, 9,1 frákast og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur en liðinu hefur ekki gengið vel. Hann er samt stigahæsti leikmaðurinn í deildinni til þessa með tæpum þremur stigum meira að meðaltali en næsti maður. Moore er líka með flesta stolna bolta í leik (3,3) og er í þriðja sæti í stoðsendingum í leik. Tölfræðin úr leikjum Jalen Moore. Hann gaf fjórtán stoðsendingar í fyrsta leik, tólf stoðsendingar (og þrenna) í sigri á Hamar og hefur skorað 29 stig eða meira í þremur af sex leikjum sínum. Haukaliðið hefur aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð og er í tíunda sæti deildarinnar með tvo sigra og fjögur töp. Subway Körfuboltakvöld Extra er á dagskránni á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst þátturinn klukkan 20.00. Gestur kvöldsins hjá Stefán Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni er Mikael Nikulásson. Það má sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra - Jalen Moore sendur heim
Subway-deild karla Haukar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn