Haraldur Franklín á enn möguleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 08:25 Haraldur Franklín Magnús er í baráttunni um sæti á DP World atvinnumótaröðinni í golfi. Getty/Oliver Hardt Íslenski kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu fyrir DP World atvinnumótaröðina í karlaflokki. Hann á því enn möguleika á að komast inn á mótaröðina og bætast í hópi fárra íslenskra kylfinga sem hafa náð því. Haraldur hefur spilað fjóra fyrstu hringina á sex höggum undir pari en það skilar honum í 53. sætið. Haraldur byrjaði mótið frábærlega og lék fyrstu tvo hringina á 66 og 69 höggum og var þá á átta höggum undir pari en hann átti síðan ekki nógu góðan þriðja hring. Haraldur lék aðeins betur í gær en kláraði á 71 höggi eða á pari. Haraldur hefði getað endað hringinn betur ef ekki hefði komið til fimmtánda holan þar sem hann fékk tvöfaldan skolla með því að leika par fjögur holuna á sex höggum. Framundan eru tveir síðustu hringirnir þar sem að 25 efstu tryggja sér keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili. Ef keppendur eru jafnir í 25. sætinu þá komast þeir allir áfram. Á næstu tveimur dögum er að miklu að keppa fyrir Harald Franklín þar sem hann er fjórum höggum frá 25. sætinu. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu tryggði Haraldur Franklín sér keppnisrétt á flestum mótum á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða Evrópu. Haraldur Franklín, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir með keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast leikið á lokaúrtökumótinu eða alls þrettán sinnum en hann tók tuttugu sinnum þátt á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Eftirtaldir hafa komist inn á lokaúrtökumótið og í sviganum er fjöldi skipta á lokamótinu: Birgir Leifur Hafþórsson (13), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2), Bjarki Pétursson (2), Andri Þór Björnsson (1), Haraldur Franklín Magnús (1) og Björgvin Sigurbergsson (1). Aðeins tveir íslenskir kylfingar frá Íslandi hafa tryggt sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu en það eru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Haraldur hefur spilað fjóra fyrstu hringina á sex höggum undir pari en það skilar honum í 53. sætið. Haraldur byrjaði mótið frábærlega og lék fyrstu tvo hringina á 66 og 69 höggum og var þá á átta höggum undir pari en hann átti síðan ekki nógu góðan þriðja hring. Haraldur lék aðeins betur í gær en kláraði á 71 höggi eða á pari. Haraldur hefði getað endað hringinn betur ef ekki hefði komið til fimmtánda holan þar sem hann fékk tvöfaldan skolla með því að leika par fjögur holuna á sex höggum. Framundan eru tveir síðustu hringirnir þar sem að 25 efstu tryggja sér keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili. Ef keppendur eru jafnir í 25. sætinu þá komast þeir allir áfram. Á næstu tveimur dögum er að miklu að keppa fyrir Harald Franklín þar sem hann er fjórum höggum frá 25. sætinu. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu tryggði Haraldur Franklín sér keppnisrétt á flestum mótum á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða Evrópu. Haraldur Franklín, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir með keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast leikið á lokaúrtökumótinu eða alls þrettán sinnum en hann tók tuttugu sinnum þátt á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Eftirtaldir hafa komist inn á lokaúrtökumótið og í sviganum er fjöldi skipta á lokamótinu: Birgir Leifur Hafþórsson (13), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2), Bjarki Pétursson (2), Andri Þór Björnsson (1), Haraldur Franklín Magnús (1) og Björgvin Sigurbergsson (1). Aðeins tveir íslenskir kylfingar frá Íslandi hafa tryggt sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu en það eru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira