Erlent

TikTok eyði­leggi sam­hljóm þjóðarinnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ekki mega allir nota TikTok. 
Ekki mega allir nota TikTok.  Getty/Drew Angerer

Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar.

The Guardian greinir frá þessu. Þar kemur fram að ráðherrann Rekja Sharma hafi tilkynnt þetta í gær. Hann tók ekki fram hvort eitthvað einstakt atvik hafi gert útslagið. 

Gagan Thapa, leiðtogi flokksins Nepalski þingflokkurinn, segir að þarna sé verið að kæfa niður tjáningarfrelsi Nepala. 

„Reglugerðir eru mikilvægar til þess að fækka þeim sem misnota samfélagsmiðla, en að loka alfarið á ákveðinn samfélagsmiðil í nafni reglugerðar er alfarið rangt,“ sagði Thapa á Twitter. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kemur til þess að TikTok sé bannað hjá ákveðnum hópi. Til að mynda mega starfsmenn margra stærstu fjölmiðla samsteypa heims, svo sem BBC og DR, ekki nota miðilinn. Þá hafa opinberir starfsmenn í Bretlandi, Hollandi, Bandaríkjunum, Belgíu og Kanada verið beðnir um að eyða forritinu. 


Tengdar fréttir

Danskir þing­menn beðnir um að hætta á TikTok

Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið.

Ráð­herrar geti notað TikTok á­hyggju­lausir

Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut

„Að sjálfsögðu á að banna þetta“

Í Íslandi í dag á miðvikudag var farið yfir umræðu um öryggismál þingmanna í tengslum við kínverska samfélagsmiðilinn TikTok. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur gefið út að hann hafi ekki áhyggjur af því að eigendur samfélagsmiðilsins hafi aðgang að gögnum hans. Innslagið má sjá hér að ofan og er þar farið um víðan völl í öðrum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×