„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 13. nóvember 2023 19:00 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Stjórnsýsla bæjarins er komin með aðsetur í ráðhúsi Reykjavíkur, svo áfram megi reka sveitarfélagið. Vísir Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. „Við verðum að halda áfram rekstri bæjarfélagsins og stjórnsýslan er náttúrulega lykilaðili í því. Við erum með marga starfsmenn hjá bænum, margar deildir og mörg svið,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í beinni útsendingu frá ráðhúsi Reykjavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Borga þurfi laun og sjá um að fjárreiður gangi upp. Því mætir starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar í ráðhúsið klukkan átta á morgun. Fannar segir fjölda sveitarfélaga hafa lagt Grindavíkurbæ lið. Búið sé að setja upp starfsstöðvar fyrir 20 manns í ráðhúsinu. Leita lausna í húsnæðis- og skólamálum Húsnæðismál séu í forgangi hjá stjórnsýslunni. „Þó að það hafi ekki verið margir sem gistu í fjöldahjálparstöðvum, sem betur fer.“ Þrátt fyrir að ekki margir hafi gist í fjöldahjálparstöðvum og fólk sé komið með gistingu til skemmri eða lengri tíma, þá séu margir Grindvíkingar upp á vini og ættingja komnir, eða gisti þá á hótelum. „Þannig að við erum að reyna að finna meiri festu í það og lengri tíma fyrir fólk til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum.“ Mikil vinna og tími hafi farið í slíka vinnu, og fundað með ráðuneytum og stéttarfélögum, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafi boðið fram mikla aðstoð. „Skólamálin eru líka í öndvegi hjá okkur. En það þýðir kannski ekki að ætlast til þess að börn fari í skóla nema foreldrarnir viti hvað er fram undan. Ekki að byrja í einum skóla og svo kannski viku eða tíu dögum síðar að taka barnið upp aftur,“ segir Fannar. Stefnt sé að því að árgangar haldi hópinn. Eins þurfi að huga að félagsmálum, og unnið sé með ríki og fjármálastofnunum til að létta undir fjárhagsáhyggjum Grindvíkinga á erfiðum tímum. Öryggi íbúa ofar öllu Fannar segir ljóst að atburðir síðustu daga muni sitja í mörgum. „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu. Þetta er eitt af því sem þarf að reyna að bregðast við með skjótum hætti og koma öllu fólki til aðstoðar eins og mögulegt er.“ Mörgum hafi létt við að komast inn á heimili sín til að sækja nauðsynlegustu eigur sínar. Mikil ánægja ríki meðal Grindvíkinga sem hafi komist heim til sín til að ná í eigur og athuga með skemmdir. „Vonandi verður hægt að gera þetta áfram en auðvitað er öryggi íbúanna algjörlega í forgrunni hvað þetta varðar,“ sagði Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Við verðum að halda áfram rekstri bæjarfélagsins og stjórnsýslan er náttúrulega lykilaðili í því. Við erum með marga starfsmenn hjá bænum, margar deildir og mörg svið,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í beinni útsendingu frá ráðhúsi Reykjavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Borga þurfi laun og sjá um að fjárreiður gangi upp. Því mætir starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar í ráðhúsið klukkan átta á morgun. Fannar segir fjölda sveitarfélaga hafa lagt Grindavíkurbæ lið. Búið sé að setja upp starfsstöðvar fyrir 20 manns í ráðhúsinu. Leita lausna í húsnæðis- og skólamálum Húsnæðismál séu í forgangi hjá stjórnsýslunni. „Þó að það hafi ekki verið margir sem gistu í fjöldahjálparstöðvum, sem betur fer.“ Þrátt fyrir að ekki margir hafi gist í fjöldahjálparstöðvum og fólk sé komið með gistingu til skemmri eða lengri tíma, þá séu margir Grindvíkingar upp á vini og ættingja komnir, eða gisti þá á hótelum. „Þannig að við erum að reyna að finna meiri festu í það og lengri tíma fyrir fólk til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum.“ Mikil vinna og tími hafi farið í slíka vinnu, og fundað með ráðuneytum og stéttarfélögum, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafi boðið fram mikla aðstoð. „Skólamálin eru líka í öndvegi hjá okkur. En það þýðir kannski ekki að ætlast til þess að börn fari í skóla nema foreldrarnir viti hvað er fram undan. Ekki að byrja í einum skóla og svo kannski viku eða tíu dögum síðar að taka barnið upp aftur,“ segir Fannar. Stefnt sé að því að árgangar haldi hópinn. Eins þurfi að huga að félagsmálum, og unnið sé með ríki og fjármálastofnunum til að létta undir fjárhagsáhyggjum Grindvíkinga á erfiðum tímum. Öryggi íbúa ofar öllu Fannar segir ljóst að atburðir síðustu daga muni sitja í mörgum. „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu. Þetta er eitt af því sem þarf að reyna að bregðast við með skjótum hætti og koma öllu fólki til aðstoðar eins og mögulegt er.“ Mörgum hafi létt við að komast inn á heimili sín til að sækja nauðsynlegustu eigur sínar. Mikil ánægja ríki meðal Grindvíkinga sem hafi komist heim til sín til að ná í eigur og athuga með skemmdir. „Vonandi verður hægt að gera þetta áfram en auðvitað er öryggi íbúanna algjörlega í forgrunni hvað þetta varðar,“ sagði Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira