Hlakkar alls ekki í Þorvaldi í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 22:27 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að stutt sé í eldgos á Reykjanesi; það sé frekar spurning um klukkustundir en daga að hans mati. Þá er hann ekki þeirrar skoðunar að hann hafi verið of djarfur í greiningu sinni á atburðum síðustu daga. Þorvaldur telur langlíklegast að kvika komi upp þar sem skjálftavirknin er mest í augnablikinu, rétt norðan við miðju Sundhnjúkagígasprungunnar. „Til að byrja með færi hraunrennslið þá frekar til norðurs og þá vesturs. Og ef það fer í vesturátt er það áhyggjuefni gagnvart Svartsengi og Bláa lóninu og því svæði. Hún [sprungan] þarf nú ekki að teygja sig mikið lengra til suðurs þannig að hraun fari að flæða líka í suðurátt. En því lengra sem hraunsprungan er frá Grindavík og öðrum innviðum því betra. Því lengur tekur það fyrir hraun að ná þessum innviðum og þéttbýlinu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi nú í kvöld. Þannig að það er í það minnsta ekki bráð hætta sem steðjar að fólki? „Ekki ef það kemur upp þarna, þá ætti það nú ekki að vera. En svo er spurning hversu hratt kvika kemur upp og hversu hratt hraunið flæðir.“ Klukkustundir frekar en dagar Er þetta að fara að gerast núna í kvöld? Í nótt? Eftir einhverja dagar? Eða gæti slokknað alveg í þessu? „Allt þetta er mögulegt. En mér finnst atburðarásin vera þannig að það sé frekar stutt í þetta gos ef af því verður. Ég hef nú sagt það áður, mér finnst það nær því að vera einhverjar klukkustundir heldur en dagar. [...] Það virðist vera meira afl í þessu og þetta er að gerast hratt því yfirþrýstingurinn hefur verið töluverður. Það gæti bent til þess að við fáum verulega kvikustrókavirkni og tiltölulega hratt hraunflæði, allavega til að byrja með. En svo gæti það dottið niður.“ Nú hefur þú verið sá hefur talið mestar líkur á gosi og þá að það gerist innan tiltölulega skamms tíma. Hlakkar nú í þér í kvöld? „Alls ekki. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Þetta snýst ekki um hverjir hafa rétt fyrir sér og rangt fyrir sér. Þetta snýst um að tryggja almannaheill og verja innviði og vera með gott og rétt viðbragð. Ég hef hugsanlega meiri áhyggjur af þessu en margur annar.“ Finnst þér þú hafa verið of djarfur í yfirlýsingum síðustu daga? „Persónulega finnst mér það ekki en ég virði það við fólk ef því finnst það. Og það hefur alveg fullan rétt á því að hafa sína skoðun á þessu. En ég vil frekar láta heyra í mér, vara við og líta kannski út eins og kjáni í fjölmiðlum því ég fór skrefinu of langt frekar en að lenda í þeirri stöðu að fólk sé í hættu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Þorvaldur telur langlíklegast að kvika komi upp þar sem skjálftavirknin er mest í augnablikinu, rétt norðan við miðju Sundhnjúkagígasprungunnar. „Til að byrja með færi hraunrennslið þá frekar til norðurs og þá vesturs. Og ef það fer í vesturátt er það áhyggjuefni gagnvart Svartsengi og Bláa lóninu og því svæði. Hún [sprungan] þarf nú ekki að teygja sig mikið lengra til suðurs þannig að hraun fari að flæða líka í suðurátt. En því lengra sem hraunsprungan er frá Grindavík og öðrum innviðum því betra. Því lengur tekur það fyrir hraun að ná þessum innviðum og þéttbýlinu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi nú í kvöld. Þannig að það er í það minnsta ekki bráð hætta sem steðjar að fólki? „Ekki ef það kemur upp þarna, þá ætti það nú ekki að vera. En svo er spurning hversu hratt kvika kemur upp og hversu hratt hraunið flæðir.“ Klukkustundir frekar en dagar Er þetta að fara að gerast núna í kvöld? Í nótt? Eftir einhverja dagar? Eða gæti slokknað alveg í þessu? „Allt þetta er mögulegt. En mér finnst atburðarásin vera þannig að það sé frekar stutt í þetta gos ef af því verður. Ég hef nú sagt það áður, mér finnst það nær því að vera einhverjar klukkustundir heldur en dagar. [...] Það virðist vera meira afl í þessu og þetta er að gerast hratt því yfirþrýstingurinn hefur verið töluverður. Það gæti bent til þess að við fáum verulega kvikustrókavirkni og tiltölulega hratt hraunflæði, allavega til að byrja með. En svo gæti það dottið niður.“ Nú hefur þú verið sá hefur talið mestar líkur á gosi og þá að það gerist innan tiltölulega skamms tíma. Hlakkar nú í þér í kvöld? „Alls ekki. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Þetta snýst ekki um hverjir hafa rétt fyrir sér og rangt fyrir sér. Þetta snýst um að tryggja almannaheill og verja innviði og vera með gott og rétt viðbragð. Ég hef hugsanlega meiri áhyggjur af þessu en margur annar.“ Finnst þér þú hafa verið of djarfur í yfirlýsingum síðustu daga? „Persónulega finnst mér það ekki en ég virði það við fólk ef því finnst það. Og það hefur alveg fullan rétt á því að hafa sína skoðun á þessu. En ég vil frekar láta heyra í mér, vara við og líta kannski út eins og kjáni í fjölmiðlum því ég fór skrefinu of langt frekar en að lenda í þeirri stöðu að fólk sé í hættu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira