Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 15:03 Mynd tekin úr geymslunni í Sóltúni 20. Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) til Vy-þrifa þann 31. október. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Nagað sig í gegnum matvælasekki Heilbrigðiseftirlitið tók yfirlitsmyndir af vörum og húsnæði. Minnisbók sem fannst á staðnum var tekin til frekari skoðunar. Matvæli voru bæði í sekkjum og kössum, að minnsta kosti 28 bretti með sekki og að minnsta kosti 26 bretti af matvælum í kössum. Einnig voru átján frystikistur fullar af ýmis konar matvælum. Á staðnum voru einnig ýmis matvælaáhöld, borðbúnaður, eldunarbúnaður, stór suðupottur, panna, þvottavél, bíldekk, kælar, handklæði í pokum, stólar, borð og fleira. Eftirlitið telur ljóst að nagdýr hafi nagað göt á marga sekki í geymslunni. „Rýmið var óhreint bæði gólf og veggir og búnaður. Ekki var lýsing í öllum rýmum og því ekki hægt að meta ástand allra rýma. Rýmið var ekki meindýrahelt, vörumóttökuhurð var óþétt og ekki voru ristar á niðurföllum. Alls staðar voru ummerki um meindýr. Meindýraspörð og meindýraþvag var víða um rýmið, upp á matvælakössum, ofan í ílátum og um allt gólf. Greinilegt var að meindýr höfðu nagað sig í gegnum matvælasekki því matvæli höfðu lekið úr þeim á gólfið. Megn lykt af meindýrum var í rýminu. Aðstæður á staðnum voru með öllu óviðunandi fyrir matvælageymslu,“ segir í eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Skýringar fulltrúa Vy-þrifa voru þær að um væri að ræða afgang af lager sem hann átti frá verslun sem hann hafði selt á árinu áður. Óskaði hann eftir að fá að flytja matvælin annað. Að hans sögn stóð til að farga hluta þeirra en fyrst þyrfti að flokka þau. Rottuskítur innan um kassa með matvæli. Þarna má sjá Mung baunir í kassa. Heilbrigðiseftirlitið segir fulltrúa Vy-þrifa á staðnum hafa óskað eftir því að fá að nýta hluta matvælanna. Mat eftirlitsins hafi verið að þau gætu öll verið hættuleg heilsu manna enda geymd við óheilsusamlegar aðstæður. Ákvað eftirlitið að stöðva alla matvælastarfsemi og farga öllum matnum. Var húsnæðið innsiglað. Daginn eftir fundaði eftirlitið með forsvarsmönnum Vy-þrifa þar sem farið var yfir framkvæmd förgunar. Fyrirtækið óskaði eftir því að fá að sjá um það sjálft og var fallist á það með þeim fyrirvara að heilbrigðiseftirlit stýrði aðgerðum og starfsmenn Vy-þrifa færu að fyrirmælum. Frystivara í kistu í kjallaranum í Sóltúni 20. Þann 29. september fór eftirlitið í Sóltún til að hafa eftirlit með förgun, skrá upplýsingar, gefa fyrirmæli og staðfesta förgun. „Förgunin gekk hægt, starfsmenn Vy-þrifa fóru ekki að fyrirmælum HER og þegar nokkuð var liðið á förgunina uppgötvaðist að starfsmenn voru að koma matvælum undan. Því var tekin ákvörðun um að stöðva förgunina.“ Dýna í geymslunni sem talin er meðal vísbendinga um að fólk hafi sofið í geymslunni. Þann 2. október var svo haldið áfram með förgun matvæla með aðstoð verktaka sem fenginn var í verkið. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í húsnæðinu voru meðal annars geymd 4912 kíló af matvælum sem voru nýlega innflutt til landsins. Það er mat eftirlitsins að matvælin hafi verið ætluð til dreifingar enda magnið slíkt að ólíklegt væri að þau væru ætluð til einkanota. Dauð mús eða rotta á gólfinu í Sóltúni. Ljóst sé því að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að húsnæðið var notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu. Sú skýringar Vy-þrifa að matvælin hafi verið geymd fyrir förgun er ekki talin trúverðug. Þá segir í bréfi eftirlitsins að Vy-þrif hafi brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða. Matvælafyrirtæki séu ekki ætluð til íbúðar eða gistingar. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, sagði í skriflegri orðsendingu til fréttastofu á dögunum ekki ætla að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík. Að neðan má sjá fleiri myndir frá vettvangi í kjallaranum í Sóltúni 20 sem Vy-þrif hafði á leigu. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Fréttin er í vinnslu. Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Ætlar ekki að tjá sig fyrr en að rannsókn lokinni Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, ætlar ekki að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. 10. október 2023 15:53 Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) til Vy-þrifa þann 31. október. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Nagað sig í gegnum matvælasekki Heilbrigðiseftirlitið tók yfirlitsmyndir af vörum og húsnæði. Minnisbók sem fannst á staðnum var tekin til frekari skoðunar. Matvæli voru bæði í sekkjum og kössum, að minnsta kosti 28 bretti með sekki og að minnsta kosti 26 bretti af matvælum í kössum. Einnig voru átján frystikistur fullar af ýmis konar matvælum. Á staðnum voru einnig ýmis matvælaáhöld, borðbúnaður, eldunarbúnaður, stór suðupottur, panna, þvottavél, bíldekk, kælar, handklæði í pokum, stólar, borð og fleira. Eftirlitið telur ljóst að nagdýr hafi nagað göt á marga sekki í geymslunni. „Rýmið var óhreint bæði gólf og veggir og búnaður. Ekki var lýsing í öllum rýmum og því ekki hægt að meta ástand allra rýma. Rýmið var ekki meindýrahelt, vörumóttökuhurð var óþétt og ekki voru ristar á niðurföllum. Alls staðar voru ummerki um meindýr. Meindýraspörð og meindýraþvag var víða um rýmið, upp á matvælakössum, ofan í ílátum og um allt gólf. Greinilegt var að meindýr höfðu nagað sig í gegnum matvælasekki því matvæli höfðu lekið úr þeim á gólfið. Megn lykt af meindýrum var í rýminu. Aðstæður á staðnum voru með öllu óviðunandi fyrir matvælageymslu,“ segir í eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Skýringar fulltrúa Vy-þrifa voru þær að um væri að ræða afgang af lager sem hann átti frá verslun sem hann hafði selt á árinu áður. Óskaði hann eftir að fá að flytja matvælin annað. Að hans sögn stóð til að farga hluta þeirra en fyrst þyrfti að flokka þau. Rottuskítur innan um kassa með matvæli. Þarna má sjá Mung baunir í kassa. Heilbrigðiseftirlitið segir fulltrúa Vy-þrifa á staðnum hafa óskað eftir því að fá að nýta hluta matvælanna. Mat eftirlitsins hafi verið að þau gætu öll verið hættuleg heilsu manna enda geymd við óheilsusamlegar aðstæður. Ákvað eftirlitið að stöðva alla matvælastarfsemi og farga öllum matnum. Var húsnæðið innsiglað. Daginn eftir fundaði eftirlitið með forsvarsmönnum Vy-þrifa þar sem farið var yfir framkvæmd förgunar. Fyrirtækið óskaði eftir því að fá að sjá um það sjálft og var fallist á það með þeim fyrirvara að heilbrigðiseftirlit stýrði aðgerðum og starfsmenn Vy-þrifa færu að fyrirmælum. Frystivara í kistu í kjallaranum í Sóltúni 20. Þann 29. september fór eftirlitið í Sóltún til að hafa eftirlit með förgun, skrá upplýsingar, gefa fyrirmæli og staðfesta förgun. „Förgunin gekk hægt, starfsmenn Vy-þrifa fóru ekki að fyrirmælum HER og þegar nokkuð var liðið á förgunina uppgötvaðist að starfsmenn voru að koma matvælum undan. Því var tekin ákvörðun um að stöðva förgunina.“ Dýna í geymslunni sem talin er meðal vísbendinga um að fólk hafi sofið í geymslunni. Þann 2. október var svo haldið áfram með förgun matvæla með aðstoð verktaka sem fenginn var í verkið. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í húsnæðinu voru meðal annars geymd 4912 kíló af matvælum sem voru nýlega innflutt til landsins. Það er mat eftirlitsins að matvælin hafi verið ætluð til dreifingar enda magnið slíkt að ólíklegt væri að þau væru ætluð til einkanota. Dauð mús eða rotta á gólfinu í Sóltúni. Ljóst sé því að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að húsnæðið var notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu. Sú skýringar Vy-þrifa að matvælin hafi verið geymd fyrir förgun er ekki talin trúverðug. Þá segir í bréfi eftirlitsins að Vy-þrif hafi brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða. Matvælafyrirtæki séu ekki ætluð til íbúðar eða gistingar. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, sagði í skriflegri orðsendingu til fréttastofu á dögunum ekki ætla að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík. Að neðan má sjá fleiri myndir frá vettvangi í kjallaranum í Sóltúni 20 sem Vy-þrif hafði á leigu. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Fréttin er í vinnslu.
Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51 Ætlar ekki að tjá sig fyrr en að rannsókn lokinni Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, ætlar ekki að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. 10. október 2023 15:53 Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18 Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35 Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. 7. nóvember 2023 11:51
Ætlar ekki að tjá sig fyrr en að rannsókn lokinni Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, ætlar ekki að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. 10. október 2023 15:53
Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. 9. október 2023 15:18
Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. 7. október 2023 13:35
Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. 6. október 2023 22:25