Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2023 23:09 Tvær bandarískar F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. EPA/DAVE NOLAN Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. AP fréttaveitan hefur eftir Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að árásirnar hafi verið gerðar með tveimur F-15 herþotum og þær hafi beinst að vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst hafa tugir árása verið gerðar á hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi og í Írak og hafa hópar sem tengjast Íran gert þær árásir. Austin sagði í yfirlýsingu í kvöld að Bandaríkjamenn muni gera frekari loftárásir, hætti árásirnar á herstöðvar Bandaríkjanna ekki. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Following a series of attacks against U.S. persons in Iraq and Syria, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces conducted an air strike against a facility in Syria used by Iran s Islamic Revolutionary Guard Corps (IRGC) and affiliated groups. We will take all necessary measures to pic.twitter.com/KoLGWbnaxo— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Skutu niður dróna Bandarískur dróni af gerðinni MQ-9 Reaper var skotinn niður yfir Rauðahafi í dag. Dróninn er sagður hafa verið skotinn niður af Hútum í Jemen. Hútar hafa skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að Ísrael undanfarinn mánuð. Áhöfn bandarísks herskip skaut niður nokkrar af þessum eldflaugum í síðasta mánuði. Hútar, sem eru studdir af Íran, eins og Hamas-samtökin og Hezbollah, hafa háð blóðuga uppreisn gegn yfirvöldum í Jemen um árabil. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Talsmaður Húta skrifaði á X í kvöld að dróninn hefði verið skotinn niður með ótilgreindu loftvarnarkerfi. Bandaríkjamenn segja drónann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi, samkvæmt frétt CBS News. The drone was shot down by an appropriate weapon. The Yemeni Armed Forces affirm its legitimate right to defend the country and confront all hostile threats.— Yahya Sare'e (@Yahya_Saree) November 8, 2023 MQ-9 drónar eru þessa dagana að mestu notaðir til eftirlits og upplýsingasöfnunar en þeir geta verið notaðir til að gera loftárásir. Drónarnir kosta um þrjátíu milljónir dala en þetta er í minnst annað sinn sem Hútar skjóta slíkan dróna niður. Síðast gerðu þeir það árið 2019. Hnykla vöðvana Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sent tvö flugmóðurskip til austurhluta Miðjarðarhafsins. Hann og aðrir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað varað Íran og vígahópa sem Íranar styðja við því að reyna að nýta sér stríðið milli Ísrael og Hamas. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum tilkynntu fyrr í vikunni að kafbáti sem getur borið kjarnorkuvopn hefði verið siglt á svæðið og fyrr í kvöld voru birtar myndir af sprengjuflugvél og tveimur herþotum á flugi, einhversstaðar í heimshlutanum. On November 8, 2023, and for the second time in three days, a U.S. B-1 Lancer conducted a mission over the U.S. Central Command area of responsibility. U.S. F-16s escorted the bomber. pic.twitter.com/VsXYPyEWsZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að árásirnar hafi verið gerðar með tveimur F-15 herþotum og þær hafi beinst að vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst hafa tugir árása verið gerðar á hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi og í Írak og hafa hópar sem tengjast Íran gert þær árásir. Austin sagði í yfirlýsingu í kvöld að Bandaríkjamenn muni gera frekari loftárásir, hætti árásirnar á herstöðvar Bandaríkjanna ekki. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Following a series of attacks against U.S. persons in Iraq and Syria, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces conducted an air strike against a facility in Syria used by Iran s Islamic Revolutionary Guard Corps (IRGC) and affiliated groups. We will take all necessary measures to pic.twitter.com/KoLGWbnaxo— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Skutu niður dróna Bandarískur dróni af gerðinni MQ-9 Reaper var skotinn niður yfir Rauðahafi í dag. Dróninn er sagður hafa verið skotinn niður af Hútum í Jemen. Hútar hafa skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að Ísrael undanfarinn mánuð. Áhöfn bandarísks herskip skaut niður nokkrar af þessum eldflaugum í síðasta mánuði. Hútar, sem eru studdir af Íran, eins og Hamas-samtökin og Hezbollah, hafa háð blóðuga uppreisn gegn yfirvöldum í Jemen um árabil. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Talsmaður Húta skrifaði á X í kvöld að dróninn hefði verið skotinn niður með ótilgreindu loftvarnarkerfi. Bandaríkjamenn segja drónann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi, samkvæmt frétt CBS News. The drone was shot down by an appropriate weapon. The Yemeni Armed Forces affirm its legitimate right to defend the country and confront all hostile threats.— Yahya Sare'e (@Yahya_Saree) November 8, 2023 MQ-9 drónar eru þessa dagana að mestu notaðir til eftirlits og upplýsingasöfnunar en þeir geta verið notaðir til að gera loftárásir. Drónarnir kosta um þrjátíu milljónir dala en þetta er í minnst annað sinn sem Hútar skjóta slíkan dróna niður. Síðast gerðu þeir það árið 2019. Hnykla vöðvana Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sent tvö flugmóðurskip til austurhluta Miðjarðarhafsins. Hann og aðrir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað varað Íran og vígahópa sem Íranar styðja við því að reyna að nýta sér stríðið milli Ísrael og Hamas. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum tilkynntu fyrr í vikunni að kafbáti sem getur borið kjarnorkuvopn hefði verið siglt á svæðið og fyrr í kvöld voru birtar myndir af sprengjuflugvél og tveimur herþotum á flugi, einhversstaðar í heimshlutanum. On November 8, 2023, and for the second time in three days, a U.S. B-1 Lancer conducted a mission over the U.S. Central Command area of responsibility. U.S. F-16s escorted the bomber. pic.twitter.com/VsXYPyEWsZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023
Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira