Varar við því að ala óþarflega á ótta vegna mögulegs eldgoss Lovísa Arnardóttir skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Otti Rafn Sigmarsson er nýr formaður Landsbjargar. Landsbjörg Formaður Landsbjargar varar við því að ala of á ótta íbúa í Grindavík. Ástandið sé alvarlegt en viðbragðsaðila tilbúna og sérfræðinga fylgjast vel með stöðunni allan sólarhringinn. Skjálftavirkni er stöðug við Þorbjörn og landris sömuleiðis. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Landsbjargar, er jafnframt íbúi í Grindavík og meðlimur björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.. Hann segir að þó svo að ástandið sé óþolandi núna þá verði að huga að líðan fólks og ala ekki óþarflega á ótta. Viðbragðsaðilar séu tilbúnir og fylgist með allan aðstæðum allan sólarhringinn. Upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 15 í dag og verður í beinni á vef Vísis. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að það sé fjallað um þessar hættur frá öllum hliðum en það er eins og það gleymist að taka inn í upplifun íbúa, eða þeirra sem eru að upplifa þetta með beinum hætti þessa dagana,“ segir Otti í samtali við fréttastofu en hann fjallaði um það sama í færslu á Facebook sem hefur farið nokkuð víða. Hann segir þetta stóra málið. Það sé mögulega erfitt fyrir aðra að setja sig í spor Grindvíkinga sem mörgum finnist staðan orðin ansi óþægileg. „Þau eru með eitthvað hangandi yfir sér og það eru bara hamfaraspár í fréttum. Þá fer auðvitað fólk að hugsa hvað þau eigi að gera á meðan það er kannski óþarfi. Það er ekki óþarfi að bregðast við en þetta er valda óþarfa áhyggjum.“ Af því viðbragðsaðilar eru vel undirbúnir? „Bara klárlega. Viðbragðsaðilar og kerfið. Það eru allir vel undirbúnir og eins vel undirbúnir og hægt er og á meðan okkur er ekki sagt að yfirgefa heimilin þá er engin ástæða til að óttast.“ Rýmingaráætlanir voru kynntar í gær og eru aðgengilegar á vef bæjarins. Þar má finna upplýsingar um flóttaleiðir innan bæjar auk úr bænum, en þær eru þrjár. Þá er þar einnig að finna upplýsingar um söfnunarmiðstöð sem gert er ráð fyrir að verði í íþróttamiðstöðinni við Austurveg og undirbúning og frágang húsa. Otti segir áætlanirnar þó alls ekki nýjar og hafa legið fyrir frá fyrsta gosi og hafa verið birtar þá. „Rýmingaráætlunin sem var fjallað um í gær er sama rýmingaráætlun og var birt árið 2020. Það hefur ekkert breyst síðan við byrjuðum á þessu verkefni.“ Skjálftavirkni stöðug Skjálftavirkni virðist enn nokkuð stöðug en á vef Veðurstofunnar má sjá að nokkrir skjálftar hafa mælst yfir tveimur að stærð frá miðnætti. Sá stærsti var á áttunda tímanum og var 3,6 að stærð. Otti segist alls ekki vilja gera lítið úr aðstæðum en ítrekar að líðan fólks á staðnum verði að ganga fyrir. Það sé eðlilegt að fjalla um málið út frá öllum mögulegum sviðsmyndum en það verði að taka alla sviðsmyndina með, ekki bara þá verstu. En það sem er ólíkt núna er hversu nálægt byggð þetta er? Fyrri gos hafa verið á svona „þægilegri stöðum“ hvað innviði varðar? Þetta virðist einhvern veginn aðeins meira núna, svona fyrir utanaðkomandi. „Það er allt eðlilegt við það. Það er mikilvægt að ræða málin. Að upplýsa fólk er bara lykilatriði í þessari vegferð sem er í gangi. En það sem hefur gerst er að það er verið að ala á ótta fólks. Með svona hamfaraspám eins og fyrirsögn sem birtist í morgun um að fólk hefði bara nokkrar mínútur til að forða sér,“ segir Otti og á við frétt sem birtist á vef mbl.is og fjallaði um mögulegt eldgos nærri Bláa lóninu. „Svona fyrirsagnir og fréttaflutningur er byggður á túlkun vísindamanns á gögnum. Við viljum ekkert sópa neinu undir teppið en það er kannski hægt að fara milliveginn og bera hag bæjarbúa sem verða fyrir þessu fyrir brjósti.“ Það yrði gagnrýnt ef þessari verstu mögulegu sviðsmynd yrði ekki miðlað til fólks. „Já, en það má kannski miðla því þannig að fólk lesi ekki að það sé yfirvofandi á næstu mínútum. Það þarf að byggja sviðsmyndina upp frá grunni. Það eru ákveðnir fyrirvarar á því að þessi sviðsmynd geti orðið að veruleika. Til dæmis að skjálftarnir færast nær yfirborðinu eða það er eitthvað merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá klingir einhverjum bjöllum og kerfið fer í gang og þá hækkar viðbragðsstigið. Þetta gleymist oft, heildarmyndin. Þetta birtist oft eins og þetta gerist bara á einhverju mínútuspursmáli. En reynslan á eldgosum hérna á Reykjanesskaganum undanfarið hefur ekki verið þannig,“ segir Otti. Hann nefnir sem dæmi stöðuna í sumar þar sem fjallað var um það í viku hvernig kvikan færðist nær yfirborðinu og kom svo loks upp. Þá segir að hann sem dæmi hafi verið með sömu sviðsmynd í aðdraganda fyrsta gossins, en svo hafi kvikan komið upp nær Fagradalsfjalli. „Það er algjört lykilatriði að fjalla um málið og velta fram öllum steinum, en verkefnið er að sýna heildarmyndina en ekki bara verstu sviðsmyndina. Það er mjög gott og mikilvægt fyrir íbúa að vita að kerfið er eins tilbúið og það verður og búið er að yfirfara allar áætlanir. Það er verið að hugsa um fólk fyrst og fremst. Það er algert lykilatriði í þessu, það er verið að hugsa um fólkið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. 5. nóvember 2023 12:01 Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00 Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður Landsbjargar, er jafnframt íbúi í Grindavík og meðlimur björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.. Hann segir að þó svo að ástandið sé óþolandi núna þá verði að huga að líðan fólks og ala ekki óþarflega á ótta. Viðbragðsaðilar séu tilbúnir og fylgist með allan aðstæðum allan sólarhringinn. Upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 15 í dag og verður í beinni á vef Vísis. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að það sé fjallað um þessar hættur frá öllum hliðum en það er eins og það gleymist að taka inn í upplifun íbúa, eða þeirra sem eru að upplifa þetta með beinum hætti þessa dagana,“ segir Otti í samtali við fréttastofu en hann fjallaði um það sama í færslu á Facebook sem hefur farið nokkuð víða. Hann segir þetta stóra málið. Það sé mögulega erfitt fyrir aðra að setja sig í spor Grindvíkinga sem mörgum finnist staðan orðin ansi óþægileg. „Þau eru með eitthvað hangandi yfir sér og það eru bara hamfaraspár í fréttum. Þá fer auðvitað fólk að hugsa hvað þau eigi að gera á meðan það er kannski óþarfi. Það er ekki óþarfi að bregðast við en þetta er valda óþarfa áhyggjum.“ Af því viðbragðsaðilar eru vel undirbúnir? „Bara klárlega. Viðbragðsaðilar og kerfið. Það eru allir vel undirbúnir og eins vel undirbúnir og hægt er og á meðan okkur er ekki sagt að yfirgefa heimilin þá er engin ástæða til að óttast.“ Rýmingaráætlanir voru kynntar í gær og eru aðgengilegar á vef bæjarins. Þar má finna upplýsingar um flóttaleiðir innan bæjar auk úr bænum, en þær eru þrjár. Þá er þar einnig að finna upplýsingar um söfnunarmiðstöð sem gert er ráð fyrir að verði í íþróttamiðstöðinni við Austurveg og undirbúning og frágang húsa. Otti segir áætlanirnar þó alls ekki nýjar og hafa legið fyrir frá fyrsta gosi og hafa verið birtar þá. „Rýmingaráætlunin sem var fjallað um í gær er sama rýmingaráætlun og var birt árið 2020. Það hefur ekkert breyst síðan við byrjuðum á þessu verkefni.“ Skjálftavirkni stöðug Skjálftavirkni virðist enn nokkuð stöðug en á vef Veðurstofunnar má sjá að nokkrir skjálftar hafa mælst yfir tveimur að stærð frá miðnætti. Sá stærsti var á áttunda tímanum og var 3,6 að stærð. Otti segist alls ekki vilja gera lítið úr aðstæðum en ítrekar að líðan fólks á staðnum verði að ganga fyrir. Það sé eðlilegt að fjalla um málið út frá öllum mögulegum sviðsmyndum en það verði að taka alla sviðsmyndina með, ekki bara þá verstu. En það sem er ólíkt núna er hversu nálægt byggð þetta er? Fyrri gos hafa verið á svona „þægilegri stöðum“ hvað innviði varðar? Þetta virðist einhvern veginn aðeins meira núna, svona fyrir utanaðkomandi. „Það er allt eðlilegt við það. Það er mikilvægt að ræða málin. Að upplýsa fólk er bara lykilatriði í þessari vegferð sem er í gangi. En það sem hefur gerst er að það er verið að ala á ótta fólks. Með svona hamfaraspám eins og fyrirsögn sem birtist í morgun um að fólk hefði bara nokkrar mínútur til að forða sér,“ segir Otti og á við frétt sem birtist á vef mbl.is og fjallaði um mögulegt eldgos nærri Bláa lóninu. „Svona fyrirsagnir og fréttaflutningur er byggður á túlkun vísindamanns á gögnum. Við viljum ekkert sópa neinu undir teppið en það er kannski hægt að fara milliveginn og bera hag bæjarbúa sem verða fyrir þessu fyrir brjósti.“ Það yrði gagnrýnt ef þessari verstu mögulegu sviðsmynd yrði ekki miðlað til fólks. „Já, en það má kannski miðla því þannig að fólk lesi ekki að það sé yfirvofandi á næstu mínútum. Það þarf að byggja sviðsmyndina upp frá grunni. Það eru ákveðnir fyrirvarar á því að þessi sviðsmynd geti orðið að veruleika. Til dæmis að skjálftarnir færast nær yfirborðinu eða það er eitthvað merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá klingir einhverjum bjöllum og kerfið fer í gang og þá hækkar viðbragðsstigið. Þetta gleymist oft, heildarmyndin. Þetta birtist oft eins og þetta gerist bara á einhverju mínútuspursmáli. En reynslan á eldgosum hérna á Reykjanesskaganum undanfarið hefur ekki verið þannig,“ segir Otti. Hann nefnir sem dæmi stöðuna í sumar þar sem fjallað var um það í viku hvernig kvikan færðist nær yfirborðinu og kom svo loks upp. Þá segir að hann sem dæmi hafi verið með sömu sviðsmynd í aðdraganda fyrsta gossins, en svo hafi kvikan komið upp nær Fagradalsfjalli. „Það er algjört lykilatriði að fjalla um málið og velta fram öllum steinum, en verkefnið er að sýna heildarmyndina en ekki bara verstu sviðsmyndina. Það er mjög gott og mikilvægt fyrir íbúa að vita að kerfið er eins tilbúið og það verður og búið er að yfirfara allar áætlanir. Það er verið að hugsa um fólk fyrst og fremst. Það er algert lykilatriði í þessu, það er verið að hugsa um fólkið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. 5. nóvember 2023 12:01 Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00 Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. 5. nóvember 2023 12:01
Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11
Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00
Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52