„Ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2023 21:23 Jordan Semple var mikilvægur í liði Þórs í kvöld. Vísir/Diego Jordan Semple var stigahæsti maður Þórsara er liðið vann nauman fimm stiga sigur gegn nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Okkur leið vel og við vorum tilbúnir. Við byrjuðum leikinn vel og mættum tilbúnir til leiks og mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik,“ sagði Semple að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins. Liðið lennti þó undir í fjórða leikhluta, en Semple var stoltur af sér og liðsfélögum sínum að hafa haldið ró sinni og snúið taflinu við á nýjan leik. „Við héldum bara einbeitingu og héldum áfram að spila okkar leik. Við komum skotmönnunum okkar og okkar leikmönnum í sínar bestu stöður. Þetta er leikur áhlaupa og við héldum ró okkar. Þá náðum við aðeins betri einbeitingu varnarlega og náðum góðum stoppum sem skópu þennan sigur fyrir okkur.“ Semple var sem áður segir stigahæsti leikmaður Þórs með 25 stig, en sex af hans stigum voru gríðarlega mikilvæg. Hann skoraði tvær flautukörfur í leiknum og kom heimamönnum í sex stiga forystu þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. „Þessar flautukörfur, sérstaklega þegar ég blakaði honum ofan í eftir lay-up frá Darwin Davis, höfðu kannski smá heppni með sér. En ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast.“ „Svo þetta skot í lokin þá er það aftur bara fullkomin sending frá Davis og ég þurfti bara að klára færið. Þannig það var allt honum að þakka.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og eru á góðri siglingu. „Þetta eru búnar að vera góðar vikur. Sumir sigrarnir hafa kannski ekki verið jafn öruggir og við hefðum viljað, en þetta er góð byrjun. Við tökum þessa sigra og nú förum við bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Semple að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Tengdar fréttir leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
„Okkur leið vel og við vorum tilbúnir. Við byrjuðum leikinn vel og mættum tilbúnir til leiks og mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik,“ sagði Semple að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins. Liðið lennti þó undir í fjórða leikhluta, en Semple var stoltur af sér og liðsfélögum sínum að hafa haldið ró sinni og snúið taflinu við á nýjan leik. „Við héldum bara einbeitingu og héldum áfram að spila okkar leik. Við komum skotmönnunum okkar og okkar leikmönnum í sínar bestu stöður. Þetta er leikur áhlaupa og við héldum ró okkar. Þá náðum við aðeins betri einbeitingu varnarlega og náðum góðum stoppum sem skópu þennan sigur fyrir okkur.“ Semple var sem áður segir stigahæsti leikmaður Þórs með 25 stig, en sex af hans stigum voru gríðarlega mikilvæg. Hann skoraði tvær flautukörfur í leiknum og kom heimamönnum í sex stiga forystu þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. „Þessar flautukörfur, sérstaklega þegar ég blakaði honum ofan í eftir lay-up frá Darwin Davis, höfðu kannski smá heppni með sér. En ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast.“ „Svo þetta skot í lokin þá er það aftur bara fullkomin sending frá Davis og ég þurfti bara að klára færið. Þannig það var allt honum að þakka.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og eru á góðri siglingu. „Þetta eru búnar að vera góðar vikur. Sumir sigrarnir hafa kannski ekki verið jafn öruggir og við hefðum viljað, en þetta er góð byrjun. Við tökum þessa sigra og nú förum við bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Semple að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Tengdar fréttir leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn