Gert að endurgreiða gjald vegna afhendingar sjúkraskrár Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 13:37 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan muni að sjálfsögðu fara eftir úrskurði heilbrigðisráðuneytins. Vísir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið gert að endurgreiða manni 15.791 krónur eftir að hafa rukkað viðkomandi um upphæðina vegna afhendingar á sjúkraskrá hjá heilsugæslunni. Þetta kemur fram í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins sem kveðinn var upp í gær, en málið snýr að afhendingu sjúkraskrár í desember 2021. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir farið verði eftir niðurstöðu úrskurðar ráðuneytisins. Kærandinn vildi meina að gjaldtaka vegna afhendingar á sjúkraskrá ætti sér ekki stoð í lögum og gengi í berhögg við ákvæði laga um sjúkraskár. Í þeim lögum væri kveðið á um almennan rétt sjúklinga til afrits af sjúkraskrám sínum en í lögunum væri hvergi kveðið á um gjaldtöku. Heilsugæslan vísaði hins vegar til þess að innheimta gjaldsins byggi á ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Snýr að sjúkraskrá, ekki læknisvottorði Fram kemur í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að við málsins verði að líta til þeirrar meginreglu að gjald verði ekki innheimt fyrir þjónustu stjórnvalda nema heimild sé til gjaldtökunnar í lögum. „Ljóst er að lög um sjúkraskrár veita sjúklingi eða umboðsmanni hans rétt á að fá afrit af sjúkraskrá afhenta í heild eða hluta. Í lögunum er engin heimild til stjórnvalda til að innheimta gjald af sjúklingi í tengslum við beiðni um afhendingu á sjúkraskrá,“ segir í úrskurðinum. Þó að heimild sé til gjaldtöku vegna útgáfu læknisvottorða á heilsugæslu er bent á að beiðni mannsins hafi einungis lotið að afhendingu á sjúkraskrá en ekki læknisvottorði. „Þótt skilja megi orðalag 9. tölul. 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar á þann veg að heimilt sé að taka gjald fyrir vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, án þess að vinnan sé í tengslum við útgáfu læknisvottorðs, verður að horfa til þess að engin heimild er til slíkrar gjaldtöku í lögum um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldtakan ógild Ennfremur segir að þannig liggi ekki fyrir með skýrum hætti vilji löggjafans til að krefja sjúklinga um sérstakt gjald vegna vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu. „Með vísan til þeirra meginreglna sem raktar hafa verið um lagastoð fyrir gjaldtöku vegna þjónustu sem stjórnvöld veita er það mat ráðuneytisins að sjúklingar verði ekki krafðir um gjald vegna afhendingar á sjúkraskrá ef vinnan lýtur ekki að útgáfu læknisvottorðs skv. 14. gr. reglugerðar nr. 1551/2022. Á þetta við jafnvel þó svo afhendingin hafi í för með sér vinnu læknis við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, svo sem til að gæta að 2. mgr. 14. gr. laga um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldataka Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna afhendingar á sjúkraskrá er ógilt og leggur heilbrigðisráðuneytið fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að endurgreiða kæranda útlagðan kostnað vegna afhendingar á sjúkraskrá. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að Heilsugæslan muni að sjálfsögðu endurgreiða gjaldið til kæranda. „Við munum fara eftir úrskurðinum og við sjáum fyrir okkur að þessi niðurstaða muni svo flýta fyrir því ferli að afhenda fólki sjúkraskrár,“ segir Sigríður Dóra. Heilsugæsla Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins sem kveðinn var upp í gær, en málið snýr að afhendingu sjúkraskrár í desember 2021. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir farið verði eftir niðurstöðu úrskurðar ráðuneytisins. Kærandinn vildi meina að gjaldtaka vegna afhendingar á sjúkraskrá ætti sér ekki stoð í lögum og gengi í berhögg við ákvæði laga um sjúkraskár. Í þeim lögum væri kveðið á um almennan rétt sjúklinga til afrits af sjúkraskrám sínum en í lögunum væri hvergi kveðið á um gjaldtöku. Heilsugæslan vísaði hins vegar til þess að innheimta gjaldsins byggi á ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Snýr að sjúkraskrá, ekki læknisvottorði Fram kemur í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að við málsins verði að líta til þeirrar meginreglu að gjald verði ekki innheimt fyrir þjónustu stjórnvalda nema heimild sé til gjaldtökunnar í lögum. „Ljóst er að lög um sjúkraskrár veita sjúklingi eða umboðsmanni hans rétt á að fá afrit af sjúkraskrá afhenta í heild eða hluta. Í lögunum er engin heimild til stjórnvalda til að innheimta gjald af sjúklingi í tengslum við beiðni um afhendingu á sjúkraskrá,“ segir í úrskurðinum. Þó að heimild sé til gjaldtöku vegna útgáfu læknisvottorða á heilsugæslu er bent á að beiðni mannsins hafi einungis lotið að afhendingu á sjúkraskrá en ekki læknisvottorði. „Þótt skilja megi orðalag 9. tölul. 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar á þann veg að heimilt sé að taka gjald fyrir vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, án þess að vinnan sé í tengslum við útgáfu læknisvottorðs, verður að horfa til þess að engin heimild er til slíkrar gjaldtöku í lögum um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldtakan ógild Ennfremur segir að þannig liggi ekki fyrir með skýrum hætti vilji löggjafans til að krefja sjúklinga um sérstakt gjald vegna vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu. „Með vísan til þeirra meginreglna sem raktar hafa verið um lagastoð fyrir gjaldtöku vegna þjónustu sem stjórnvöld veita er það mat ráðuneytisins að sjúklingar verði ekki krafðir um gjald vegna afhendingar á sjúkraskrá ef vinnan lýtur ekki að útgáfu læknisvottorðs skv. 14. gr. reglugerðar nr. 1551/2022. Á þetta við jafnvel þó svo afhendingin hafi í för með sér vinnu læknis við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, svo sem til að gæta að 2. mgr. 14. gr. laga um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldataka Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna afhendingar á sjúkraskrá er ógilt og leggur heilbrigðisráðuneytið fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að endurgreiða kæranda útlagðan kostnað vegna afhendingar á sjúkraskrá. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að Heilsugæslan muni að sjálfsögðu endurgreiða gjaldið til kæranda. „Við munum fara eftir úrskurðinum og við sjáum fyrir okkur að þessi niðurstaða muni svo flýta fyrir því ferli að afhenda fólki sjúkraskrár,“ segir Sigríður Dóra.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira