Þórdís Kolbrún þarf að útskýra laun 200 forstöðumanna ríkisins Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2023 12:03 Elfa Ýr, forstöðumaður Fjölmiðlanefndar, hafði sigur í héraðsdómi. Hún á rétt á rökstuðningi fyrir því hvernig kjör hennar eru ákvörðuð og skriflegum gögnum þar að lútandi. vísir/vilhelm Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, vann mál gegn ríkinu; Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármála- og efnahagsráðherra þarf að útskýra skriflega hvernig launakjör Elfu Ýrar og annarra forstöðumanna eru ákvörðuð. Björn Jóhannesson varði ríkið í málinu, Kristín Edwald flutti málið fyrir Elfu Ýr en Helgi Sigurðsson kvað upp dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er í stuttu máli á þá leið að Elfa Ýr hafði sigur. „Ég held að ástæða sé til að óska öllum forstöðumönnum ríkisins til hamingju,“ segir Elfa Ýr í samtali við fréttastofu. Um prófmál var að ræða og fellur því málskostnaður á ríkið. Elfa Ýr gerði jafnframt kröfu um miskabætur sem nemur einni og hálfri milljón auk dráttarvaxta en þeirri kröfu var hafnað. Tæplega 200 forstöðumenn sem nú geta krafist gagna Elfa Ýr vildi að viðurkenndur yrði réttur hennar til rökstuðnings fjármála- og efnahagsráðherra fyrir ákvörðun ráðherra um starfskjör hennar sem birt voru 4. september 2019. Jafnframt krafðist hún aðgangs að skriflegum gögnum sem snúa að ákvörðuninni. Elfa Ýr er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem starfar samkvæmt lögum um fjölmiðla. Og sem slík annast hún eftirlit með lögum um fjölmiðla. Hún er þannig forstöðumaður í skilningi laga. Þórdís Kolbrún þarf að bretta upp ermar því um 200 forstöðumenn ríkisstofnana gætu verið á leiðinni með erindi sem snýr að fyrirspurn um hvernig kjör þeirra eru ákvörðuð.vísir/vilhelm Helgi dómari kvað upp þann úrskurð að réttur Elfu Ýrar til rökstuðnings væri gildur og jafnframt aðgangur hennar til aðgangs að skriflegum gögnum er ákvörðunina varðar. Elfa Ýr segir að þó hún hafi tekið þetta á sig þá varði þetta alla forstöðumenn ríkisins, sem eru tæplega 200 að tölu. Málið hefur verið að velkjast í kerfinu í nokkurn tíma núna eða frá 2019. Annasamir tímar fyrirsjáanlegir í fjármálaráðuneytinu Elfa Ýr segir að forstöðumenn geti ekki farið í verkfall, þeir geti ekki samið um sín laun og kjör og tekin hefur verið einhliða ákvörðun um það, í nýja kerfinu, um hver starfskjörin eru. „Forstöðumenn hafa verið að berjast fyrir því að þeir fái þá einhvers konar rökstuðning um hvernig þetta er ákvarðað. Þetta er stjórnvaldsákvörðun að ákvarða laun og að allir forstöðumenn ríkisins fái rökstuðning fyrir því á hverju launaákvörðun byggir á,“ segir Elfa Ýr. Fyrsta skrefið núna er að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað, ráðuneytið hefur fjórar vikur til að ákveða það. „Síðan þurfa þeir að bretta upp ermarnar því nú eru um 200 manns sem geta krafist þess að fá upplýsingar um kjör sín og þeir hafa takmarkaðan tíma til að svara slíkum óskum, tvær vikur held ég að það sé í stjórnsýslulögunum,“ segir Elfa Ýr. Dómsmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Björn Jóhannesson varði ríkið í málinu, Kristín Edwald flutti málið fyrir Elfu Ýr en Helgi Sigurðsson kvað upp dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er í stuttu máli á þá leið að Elfa Ýr hafði sigur. „Ég held að ástæða sé til að óska öllum forstöðumönnum ríkisins til hamingju,“ segir Elfa Ýr í samtali við fréttastofu. Um prófmál var að ræða og fellur því málskostnaður á ríkið. Elfa Ýr gerði jafnframt kröfu um miskabætur sem nemur einni og hálfri milljón auk dráttarvaxta en þeirri kröfu var hafnað. Tæplega 200 forstöðumenn sem nú geta krafist gagna Elfa Ýr vildi að viðurkenndur yrði réttur hennar til rökstuðnings fjármála- og efnahagsráðherra fyrir ákvörðun ráðherra um starfskjör hennar sem birt voru 4. september 2019. Jafnframt krafðist hún aðgangs að skriflegum gögnum sem snúa að ákvörðuninni. Elfa Ýr er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem starfar samkvæmt lögum um fjölmiðla. Og sem slík annast hún eftirlit með lögum um fjölmiðla. Hún er þannig forstöðumaður í skilningi laga. Þórdís Kolbrún þarf að bretta upp ermar því um 200 forstöðumenn ríkisstofnana gætu verið á leiðinni með erindi sem snýr að fyrirspurn um hvernig kjör þeirra eru ákvörðuð.vísir/vilhelm Helgi dómari kvað upp þann úrskurð að réttur Elfu Ýrar til rökstuðnings væri gildur og jafnframt aðgangur hennar til aðgangs að skriflegum gögnum er ákvörðunina varðar. Elfa Ýr segir að þó hún hafi tekið þetta á sig þá varði þetta alla forstöðumenn ríkisins, sem eru tæplega 200 að tölu. Málið hefur verið að velkjast í kerfinu í nokkurn tíma núna eða frá 2019. Annasamir tímar fyrirsjáanlegir í fjármálaráðuneytinu Elfa Ýr segir að forstöðumenn geti ekki farið í verkfall, þeir geti ekki samið um sín laun og kjör og tekin hefur verið einhliða ákvörðun um það, í nýja kerfinu, um hver starfskjörin eru. „Forstöðumenn hafa verið að berjast fyrir því að þeir fái þá einhvers konar rökstuðning um hvernig þetta er ákvarðað. Þetta er stjórnvaldsákvörðun að ákvarða laun og að allir forstöðumenn ríkisins fái rökstuðning fyrir því á hverju launaákvörðun byggir á,“ segir Elfa Ýr. Fyrsta skrefið núna er að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað, ráðuneytið hefur fjórar vikur til að ákveða það. „Síðan þurfa þeir að bretta upp ermarnar því nú eru um 200 manns sem geta krafist þess að fá upplýsingar um kjör sín og þeir hafa takmarkaðan tíma til að svara slíkum óskum, tvær vikur held ég að það sé í stjórnsýslulögunum,“ segir Elfa Ýr.
Dómsmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira