Öflugt landris en engin merki um að eldgos sé yfirvofandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2023 22:00 Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Kortið sýnir skjálftana á umbrotasvæðinu síðustu viku. Arnar Halldórsson Engin skýr merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs á Reykjanesi. Landris við fjallið Þorbjörn heldur þó áfram af krafti. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá nýjustu tíðindum af stöðu mála en svæðið í kringum Þorbjörn er núna í gjörgæslu jarðvísindamanna og almannavarna. Kort, sem Veðurstofan birti í hádeginu í dag, sýnir hvar land hefur risið um 4-5 sentímetra vegna uppsöfnunar kviku vestan við Þorbjörn og norðvestan Grindavíkur. Landrisið þar hefur verið hratt og öflugt síðustu fjóra sólarhringa, að sögn Halldórs Geirssonar, jarðeðlisfræðings við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. „Fer svona tiltölulega skarpt af stað en heldur svo áfram bara af töluvert miklum krafti,“ segir Halldór. Mynd Veðurstofunnar af landrisinu norðvestan Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Undanfarin fjögur ár, frá ársbyrjun 2020, hafa hins vegar nokkrir slíkir atburðir gerst á þessu sama svæði við Þorbjörn og Eldvörp án þess að kvika næði til yfirborðs með eldgosi. „Þetta ristímabil hérna við Þorbjörn er fimmta ristímabilið sem við erum með á þessum tíma,“ segir Halldór. Landrisið núna sker sig þó úr sem það hraðasta í umbrotunum til þessa. „Töluvert hraðara heldur en í fyrri hrinum. Og við sjáum líka að nú erum við komin upp fyrir hástöðuna sem var í hinum ristímabilunum.“ Frá orkuveri HS Orku í Svartsengi. Fjær er Bláa lónið.Sigurjón Ólason Skjálftakort markar umbrotasvæðið og gögnin gefa vísbendingu um hve nærri yfirborði kvikan er komin. „Þau dýpi sem koma út eru svona eitthvað í kringum fjóra kílómetra. Og það passar í sjálfu sér mjög vel við dýpið sem megnið af jarðskjálftavirkninni er á.“ Skammvinnt kvikuhlaup í tvær klukkustundir í gærmorgun gæti þó hafa náð ofar upp í jarðskorpuna. „Smáskjálftar sem urðu í þessum atburði náðu mjög grunnt, kannski upp í kílómeters dýpi, eða eitthvað svoleiðis. En í sjálfu sér eru engar vísbendingar út frá aðlögunargögnum um að kvika hafi í raun og veru komist svo grunnt,“ segir Halldór. Og nýjustu gögn gefa ekki til kynna að kvika sé að brjóta sér leið ofar, samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar í dag. -Eins og staðan er núna á þessari stundu, síðdegis í dag, þá er ekkert sem bendir til þess að gos sé beinlínis yfirvofandi? „Nei, það er ekkert, svo ég viti, sem bendir til þess,“ svarar jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Hópur íbúa í Grindavík kvíðinn og óttasleginn Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna. 1. nóvember 2023 13:25 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Með áætlanir gjósi í Svartsengi Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. 30. október 2023 23:53 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá nýjustu tíðindum af stöðu mála en svæðið í kringum Þorbjörn er núna í gjörgæslu jarðvísindamanna og almannavarna. Kort, sem Veðurstofan birti í hádeginu í dag, sýnir hvar land hefur risið um 4-5 sentímetra vegna uppsöfnunar kviku vestan við Þorbjörn og norðvestan Grindavíkur. Landrisið þar hefur verið hratt og öflugt síðustu fjóra sólarhringa, að sögn Halldórs Geirssonar, jarðeðlisfræðings við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. „Fer svona tiltölulega skarpt af stað en heldur svo áfram bara af töluvert miklum krafti,“ segir Halldór. Mynd Veðurstofunnar af landrisinu norðvestan Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Undanfarin fjögur ár, frá ársbyrjun 2020, hafa hins vegar nokkrir slíkir atburðir gerst á þessu sama svæði við Þorbjörn og Eldvörp án þess að kvika næði til yfirborðs með eldgosi. „Þetta ristímabil hérna við Þorbjörn er fimmta ristímabilið sem við erum með á þessum tíma,“ segir Halldór. Landrisið núna sker sig þó úr sem það hraðasta í umbrotunum til þessa. „Töluvert hraðara heldur en í fyrri hrinum. Og við sjáum líka að nú erum við komin upp fyrir hástöðuna sem var í hinum ristímabilunum.“ Frá orkuveri HS Orku í Svartsengi. Fjær er Bláa lónið.Sigurjón Ólason Skjálftakort markar umbrotasvæðið og gögnin gefa vísbendingu um hve nærri yfirborði kvikan er komin. „Þau dýpi sem koma út eru svona eitthvað í kringum fjóra kílómetra. Og það passar í sjálfu sér mjög vel við dýpið sem megnið af jarðskjálftavirkninni er á.“ Skammvinnt kvikuhlaup í tvær klukkustundir í gærmorgun gæti þó hafa náð ofar upp í jarðskorpuna. „Smáskjálftar sem urðu í þessum atburði náðu mjög grunnt, kannski upp í kílómeters dýpi, eða eitthvað svoleiðis. En í sjálfu sér eru engar vísbendingar út frá aðlögunargögnum um að kvika hafi í raun og veru komist svo grunnt,“ segir Halldór. Og nýjustu gögn gefa ekki til kynna að kvika sé að brjóta sér leið ofar, samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar í dag. -Eins og staðan er núna á þessari stundu, síðdegis í dag, þá er ekkert sem bendir til þess að gos sé beinlínis yfirvofandi? „Nei, það er ekkert, svo ég viti, sem bendir til þess,“ svarar jarðeðlisfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Hópur íbúa í Grindavík kvíðinn og óttasleginn Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna. 1. nóvember 2023 13:25 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Með áætlanir gjósi í Svartsengi Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. 30. október 2023 23:53 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Hópur íbúa í Grindavík kvíðinn og óttasleginn Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna. 1. nóvember 2023 13:25
„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01
Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00
Með áætlanir gjósi í Svartsengi Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. 30. október 2023 23:53