„Það mun reyna á hópinn á margan hátt“ Aron Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2023 15:36 Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta hefur nú verið opinberaður. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá átján leikmenn sem halda til Noregs á mót sem hann segir gríðarlega mikilvægt fyrir þá vegferð sem liðið er á. „Það sem við viljum fá úr þessu móti er fyrst og fremst að það nýtist okkur til framtíðar,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við erum, eins og oft hefur komið fram, á ákveðinni vegferð. Fyrir þá vegferð er þetta mót ofboðslega mikilvægt.“ Þetta er í fyrsta skipti í tólf ár sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í handbolta. Íslenska landsliðið mun spila í D-riðli mótsins og er þar með í Frakklandi, Angóla og Slóveníu. Riðillinn verður spilaður í Stavangri í Noregi og fer fyrsti leikur Íslands, gegn Slóveníu, fram þann 30. nóvember næstkomandi. Ljóst er að allt í allt mun íslenska landsliðið fá um níu leiki hið minnsta á HM en á hvaða stigi mótsins það verður ræðst af úrslitum liðsins í riðlakeppninni. „Við erum að fá þarna níu alvöru leiki. Erum að fá góðan tíma saman. Eftir þessa leiki, mótið í heild sinni, munum við fá fullt af svörum sem ég vonast til og er alveg sannfærður um að munu hjálpa okkur alveg gríðarlega í næstu verkefnum.“ Markmiðin séu áfram þau sömu og þau hafa verið hjá liðinu. „Við förum inn í alla þessa leiki til þess að horfa aðeins á okkur, horfa á það sem við erum að gera. Horfa í frammistöðu. Við viljum að leikmenn leggi allt sitt í verkefnið og fáum svör við þeim leik sem við erum að leggja upp með.“ Reynslan sem verður til við það að spila á svona stórmóti muni nýtast vel í framhaldinu. Það mun reyna á hópinn á margan hátt. Það mun vera krefjandi að eiga við þessi lið. Það mun vera, á einhverjum tímapunkti, erfitt. Fyrir okkur er það ágætis skóli sem við höfum gott af því að fá. “ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
„Það sem við viljum fá úr þessu móti er fyrst og fremst að það nýtist okkur til framtíðar,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við erum, eins og oft hefur komið fram, á ákveðinni vegferð. Fyrir þá vegferð er þetta mót ofboðslega mikilvægt.“ Þetta er í fyrsta skipti í tólf ár sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í handbolta. Íslenska landsliðið mun spila í D-riðli mótsins og er þar með í Frakklandi, Angóla og Slóveníu. Riðillinn verður spilaður í Stavangri í Noregi og fer fyrsti leikur Íslands, gegn Slóveníu, fram þann 30. nóvember næstkomandi. Ljóst er að allt í allt mun íslenska landsliðið fá um níu leiki hið minnsta á HM en á hvaða stigi mótsins það verður ræðst af úrslitum liðsins í riðlakeppninni. „Við erum að fá þarna níu alvöru leiki. Erum að fá góðan tíma saman. Eftir þessa leiki, mótið í heild sinni, munum við fá fullt af svörum sem ég vonast til og er alveg sannfærður um að munu hjálpa okkur alveg gríðarlega í næstu verkefnum.“ Markmiðin séu áfram þau sömu og þau hafa verið hjá liðinu. „Við förum inn í alla þessa leiki til þess að horfa aðeins á okkur, horfa á það sem við erum að gera. Horfa í frammistöðu. Við viljum að leikmenn leggi allt sitt í verkefnið og fáum svör við þeim leik sem við erum að leggja upp með.“ Reynslan sem verður til við það að spila á svona stórmóti muni nýtast vel í framhaldinu. Það mun reyna á hópinn á margan hátt. Það mun vera krefjandi að eiga við þessi lið. Það mun vera, á einhverjum tímapunkti, erfitt. Fyrir okkur er það ágætis skóli sem við höfum gott af því að fá. “
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira