Hjallastefnan ekki innleidd á Árbæ fyrr en næsta skólaár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 11:59 Bóas segir foreldra ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að breytingar verði á leikskólastarfinu það sem eftir lifir vetrar. árborg/af vefsíðu hjallastefnunnar „Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hjallastefnunar, um yfirtökuna á leikskólanum Árbæ á Selfossi. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa nokkrar umræður skapast um breytinguna, ekki síst þar sem hugmyndin um Hjallastefnuleikskóla á Selfossi var upphaflega kynnt foreldrum sem viðbót við þá sex leikskóla sem Árborg á og rekur. Foreldrar gagnrýndu skort á upplýsingagjöf og að vera settir í þá stöðu að þurfa að sætta sig við breytta stefnu á leikskólanum eða taka börnin úr umhverfinu sem þau þekkja. Bóas segir umleitanir foreldra eftir auknum fjölbreytileika í leikskólamálum í Árborg ná aftur til 2007 en það hafi ekki verið fyrr en miklu seinna sem Árborg óskaði eftir samtali við Hjallastefnuna um aðkomu hennar að málum. Umræður um yfirtöku Árbæjar hafi hafist fyrr á þessu ári. Foreldrum var tilkynnt með tölvupósti í síðustu viku að Hjallastefnan tæki við rekstri leikskólans frá og með mánaðamótum en hafa ekki fengið upplýsingar um það hvort breytingin myndi strax hafa áhrif á leikskólastarfið. Bóas segir ekki svo vera; kynjaskiptingin og skólabúningarnir sem Hjallastefnan sé þekkt fyrir séu ekki á dagskrá núna. „Við erum ekki að fara þangað,“ segir Bóas. „Það verður ekki fyrr en á nýju skólaári.“ Það sem liggi fyrir sé að kynna Hjallastefnuna vel fyrir öllum sem að málinu koma. Þá sé fyrirsjáanlegt að einhverjir muni vilja færa börnin sín á leikskólann næsta haust og aðrir eftir vill að leita annað. „Nú er bara nýr leikskólastjóri að fara að kynnast hópnum og það verður enginn grundvallarbreyting á skólastarfinu, heldur kemur sú skólastýra sem kemur til með að fara fyrir innleiðingaferlinu og ætlar að kynna Hjallastefnuna fyrir starfsfólkinu og foreldrunum hægt og rólega og svara spurningum. En aðalleg bara að kynnast hópnum; starfshópnum, foreldrahópnum og börnunum auðvitað. Það verður engin stefnubreyting; Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas. Breytingarnar voru kynntar starfsfólki í vikunni og segir Bóas að engar athugasemdir hafi borist. Hann segist vonast til þess að sem flestir vilji starfa áfram á leikskólanum. Fulltrúar Hjallastefnunar verða til svara á fundi sem boðað hefur verið til með foreldrum í kvöld. Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa nokkrar umræður skapast um breytinguna, ekki síst þar sem hugmyndin um Hjallastefnuleikskóla á Selfossi var upphaflega kynnt foreldrum sem viðbót við þá sex leikskóla sem Árborg á og rekur. Foreldrar gagnrýndu skort á upplýsingagjöf og að vera settir í þá stöðu að þurfa að sætta sig við breytta stefnu á leikskólanum eða taka börnin úr umhverfinu sem þau þekkja. Bóas segir umleitanir foreldra eftir auknum fjölbreytileika í leikskólamálum í Árborg ná aftur til 2007 en það hafi ekki verið fyrr en miklu seinna sem Árborg óskaði eftir samtali við Hjallastefnuna um aðkomu hennar að málum. Umræður um yfirtöku Árbæjar hafi hafist fyrr á þessu ári. Foreldrum var tilkynnt með tölvupósti í síðustu viku að Hjallastefnan tæki við rekstri leikskólans frá og með mánaðamótum en hafa ekki fengið upplýsingar um það hvort breytingin myndi strax hafa áhrif á leikskólastarfið. Bóas segir ekki svo vera; kynjaskiptingin og skólabúningarnir sem Hjallastefnan sé þekkt fyrir séu ekki á dagskrá núna. „Við erum ekki að fara þangað,“ segir Bóas. „Það verður ekki fyrr en á nýju skólaári.“ Það sem liggi fyrir sé að kynna Hjallastefnuna vel fyrir öllum sem að málinu koma. Þá sé fyrirsjáanlegt að einhverjir muni vilja færa börnin sín á leikskólann næsta haust og aðrir eftir vill að leita annað. „Nú er bara nýr leikskólastjóri að fara að kynnast hópnum og það verður enginn grundvallarbreyting á skólastarfinu, heldur kemur sú skólastýra sem kemur til með að fara fyrir innleiðingaferlinu og ætlar að kynna Hjallastefnuna fyrir starfsfólkinu og foreldrunum hægt og rólega og svara spurningum. En aðalleg bara að kynnast hópnum; starfshópnum, foreldrahópnum og börnunum auðvitað. Það verður engin stefnubreyting; Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas. Breytingarnar voru kynntar starfsfólki í vikunni og segir Bóas að engar athugasemdir hafi borist. Hann segist vonast til þess að sem flestir vilji starfa áfram á leikskólanum. Fulltrúar Hjallastefnunar verða til svara á fundi sem boðað hefur verið til með foreldrum í kvöld.
Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira