Flóttamannastraumur vekur harðar deilur Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. október 2023 17:01 Hópur flóttamanna kemur á land á eyjunni Fuerteventura eftir að hafa verið bjargað úr báti á hafi úti. Að meðaltali koma 100 börn á dag til Kanaríeyja í hópi flóttamannanna. Getty Images Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Stjórnvöld ráðgera að dreifa fólkinu um Spán við mikla andstöðu hægri flokkanna sem fyrir vikið eru sakaðir um lóðbeint kynþáttahatur. Hundruð flóttamanna koma frá Afríku til Kanaríeyja dag hvern um þessar mundir á yfirfullum skektum og gúmmíbátum svo illa búnum til siglinga að menn geta rétt gert sér í hugarlund hversu margir ná aldrei á áfangastað og hvíla nú á hafsbotni. Stjórnvöld eru örmagna Stjórnvöld á Kanaríeyjum eru nánast örmagna, segjast engan veginn ráða við vandann, enda sé vandinn ekki bara þeirra, hann sé líka vandamál spænskra stjórnvalda og í raun vandi allrar Evrópu. Kanaríeyjar séu í raun bara forstofan, þetta sé einungis fyrsti viðkomustaður þessa fólks í leit sinni að mannsæmandi lífi. Flóttamenn koma að landi á Tenerife á Kanaríeyjum.Andreas Jütte/Getty Images) Þúsundir flóttamanna fluttar upp á meginlandið Spænsk stjórnvöld gripu til þess ráðs í vikunni að flytja nokkur þúsund flóttamenn frá Kanaríeyjum upp á meginlandið; til Granada, Málaga, Madrid, Cartagena og fleiri borga. Þau ráðgera að flytja um 6.000 manns upp á meginlandið á næstu dögum. Stjórnarandstaðan hefur brugðist hart við, Isabel Ayuso, forseti Madrid og einn af leiðtogum Lýðflokksins, segir að hér sé um hreina og klára innrás að ræða, það sé verið að planta óvelkomnum kippum af fólki um allt landið. Alberto Núñez Feijóo, forseti Lýðflokksins, segir aðgerðir stjórnvalda handahófskenndar; fólkið sé sent hingað og þangað um Spán þar sem það sé nánast skilið eftir umkomulaust á strætisvagnastöðvum. Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX hefur krafist þess að herinn verði kallaður til og sjái hreinlega til þess að þetta fólk nái aldrei landi og verði gert afturreka til Afríku. Sakar stjórnarandstöðuna um kynþáttahatur José Luis Escrivá, aðlögunar- og innflytjendaráðherra Spánar, sakar stjórnarandstöðuna um tækifærismennsku og kynþáttahatur sem ætlað sé að kynda undir hatur og óvild í garð flóttafólksins. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi Spánn tekið á móti tæplega 200.000 flóttamönnum frá Úkraínu. Þeim hafi verið dreift um allan Spán, enginn hafi mótmælt þeim mikla fjölda og að það hafi gengið ljómandi vel fyrir sig. Spánn Flóttamenn Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hundruð flóttamanna koma frá Afríku til Kanaríeyja dag hvern um þessar mundir á yfirfullum skektum og gúmmíbátum svo illa búnum til siglinga að menn geta rétt gert sér í hugarlund hversu margir ná aldrei á áfangastað og hvíla nú á hafsbotni. Stjórnvöld eru örmagna Stjórnvöld á Kanaríeyjum eru nánast örmagna, segjast engan veginn ráða við vandann, enda sé vandinn ekki bara þeirra, hann sé líka vandamál spænskra stjórnvalda og í raun vandi allrar Evrópu. Kanaríeyjar séu í raun bara forstofan, þetta sé einungis fyrsti viðkomustaður þessa fólks í leit sinni að mannsæmandi lífi. Flóttamenn koma að landi á Tenerife á Kanaríeyjum.Andreas Jütte/Getty Images) Þúsundir flóttamanna fluttar upp á meginlandið Spænsk stjórnvöld gripu til þess ráðs í vikunni að flytja nokkur þúsund flóttamenn frá Kanaríeyjum upp á meginlandið; til Granada, Málaga, Madrid, Cartagena og fleiri borga. Þau ráðgera að flytja um 6.000 manns upp á meginlandið á næstu dögum. Stjórnarandstaðan hefur brugðist hart við, Isabel Ayuso, forseti Madrid og einn af leiðtogum Lýðflokksins, segir að hér sé um hreina og klára innrás að ræða, það sé verið að planta óvelkomnum kippum af fólki um allt landið. Alberto Núñez Feijóo, forseti Lýðflokksins, segir aðgerðir stjórnvalda handahófskenndar; fólkið sé sent hingað og þangað um Spán þar sem það sé nánast skilið eftir umkomulaust á strætisvagnastöðvum. Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX hefur krafist þess að herinn verði kallaður til og sjái hreinlega til þess að þetta fólk nái aldrei landi og verði gert afturreka til Afríku. Sakar stjórnarandstöðuna um kynþáttahatur José Luis Escrivá, aðlögunar- og innflytjendaráðherra Spánar, sakar stjórnarandstöðuna um tækifærismennsku og kynþáttahatur sem ætlað sé að kynda undir hatur og óvild í garð flóttafólksins. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi Spánn tekið á móti tæplega 200.000 flóttamönnum frá Úkraínu. Þeim hafi verið dreift um allan Spán, enginn hafi mótmælt þeim mikla fjölda og að það hafi gengið ljómandi vel fyrir sig.
Spánn Flóttamenn Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira