Spænska kirkjan: 440 þúsund börn beitt kynferðislegu ofbeldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. október 2023 14:31 Frá biskupsvígslu í San Sebastian á Norður-Spáni í desember 2022. Biskuparáðið á Spáni kemur saman á mánudag til að ræða skýrslu Umboðsmanns almennings sem kynnt var í gær, en þar er líkum leitt að því að kirkjunnar menn hafi frá því árið 1930 brotið kynferðislega á rúmlega 440.000 börnum. Getty Images Meira en 400.000 börn hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af kirkjunnar mönnum á Spáni á síðustu áratugum. Þetta er mesti fjöldi fórnarlamba í nokkru landi í hinum kaþólska heimi. Prestar nauðguðu helming barnanna Umboðsmaður almennings kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar í gær en hún hefur staðið yfir í 18 mánuði. Í rannsóknarskýrslunni, sem telur 779 blaðsíður, kemur fram að samkvæmt umfangsmikilli könnun á meðal núlifandi Spánverja á aldrinum 18 til 90 ára, hefur 1,13% af spænsku þjóðinni orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kirkjunnar manna. Það jafngildir því að 440.000 börn hafi verið beitt ofbeldi. Þar af hafa 220.000 börn verið beitt kynferðislegu ofbeldi af prestum og hinn helmingurinn af leikmönnum kirkjunnar, flest af kennurum, en kirkjan rekur þúsundir skóla í landinu. Úrtak könnunarinnar voru 8.000 manns. Meirihluta barnanna voru drengir, eða um 65%. Umboðsmaður almennings, Ángel Gabilondo, kynnir skýrslu um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í spænska þinginu í gær.Jesus Hellin/Europa Press via Getty Images Viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar Í skýrslunni eru rakin viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar manna og segir umboðsmaður almennings að ljóst sé að lífi og tilveru fjölda barna hafi bókstaflega verið rústað af þessum körlum sem falið var að gæta barnanna og velferðar þeirra. Hann leggur til við stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem falið verði að greiða fórnarlömbum kirkjunnar bætur. Hvergi í hinum kaþólska heimi hefur verið upplýst um viðlíka fjölda fórnarlamba kirkjunnar. Fyrir tveimur árum var sambærileg könnun gerð opinber í Frakklandi og þar reyndust fórnarlömbin vera um 330.000 börn. Kirkjan hefur alltaf hafnað ásökunum um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Spáni hefur um langt árabil barist gegn því að kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar verði rannsakað og borið því við að tilfellin séu svo fá að ekki taki því að rannsaka það. Umboðsmaður almennings sagði á fundinum í gær þegar skýrslan var kynnt að margir biskupar kirkjunnar hafi verið afar tregir til samstarfs við þessa rannsókn. Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar hefur boðað til fundar á mánudag til að ræða skýrsluna. Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Prestar nauðguðu helming barnanna Umboðsmaður almennings kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar í gær en hún hefur staðið yfir í 18 mánuði. Í rannsóknarskýrslunni, sem telur 779 blaðsíður, kemur fram að samkvæmt umfangsmikilli könnun á meðal núlifandi Spánverja á aldrinum 18 til 90 ára, hefur 1,13% af spænsku þjóðinni orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu kirkjunnar manna. Það jafngildir því að 440.000 börn hafi verið beitt ofbeldi. Þar af hafa 220.000 börn verið beitt kynferðislegu ofbeldi af prestum og hinn helmingurinn af leikmönnum kirkjunnar, flest af kennurum, en kirkjan rekur þúsundir skóla í landinu. Úrtak könnunarinnar voru 8.000 manns. Meirihluta barnanna voru drengir, eða um 65%. Umboðsmaður almennings, Ángel Gabilondo, kynnir skýrslu um kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í spænska þinginu í gær.Jesus Hellin/Europa Press via Getty Images Viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar Í skýrslunni eru rakin viðtöl við tæplega 500 fórnarlömb kirkjunnar manna og segir umboðsmaður almennings að ljóst sé að lífi og tilveru fjölda barna hafi bókstaflega verið rústað af þessum körlum sem falið var að gæta barnanna og velferðar þeirra. Hann leggur til við stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem falið verði að greiða fórnarlömbum kirkjunnar bætur. Hvergi í hinum kaþólska heimi hefur verið upplýst um viðlíka fjölda fórnarlamba kirkjunnar. Fyrir tveimur árum var sambærileg könnun gerð opinber í Frakklandi og þar reyndust fórnarlömbin vera um 330.000 börn. Kirkjan hefur alltaf hafnað ásökunum um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Spáni hefur um langt árabil barist gegn því að kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar verði rannsakað og borið því við að tilfellin séu svo fá að ekki taki því að rannsaka það. Umboðsmaður almennings sagði á fundinum í gær þegar skýrslan var kynnt að margir biskupar kirkjunnar hafi verið afar tregir til samstarfs við þessa rannsókn. Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar hefur boðað til fundar á mánudag til að ræða skýrsluna.
Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira