Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 21:05 Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir að hún hafi heyrt um mögulegt ofbeldi sr. Friðriks áður en hún hóf störf hjá Stígamótum. Vísir/Egill Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. Fleiri en einn þolandi séra Friðriks Friðrikssonar hafa leitað til Stígamóta. Því greindi talskona Stígamóta, Drífa Snædal, frá í Kastljósi í kvöld. Í samtali við Vísi segir Drífa að gerendur séu ekki sérstaklega skráðir niður hjá samtökunum en að hún hafi heyrt það frá ráðgjöfum Stígamóta að fleiri en einn þolandi hafi leitað til samtakanna vegna sr. Friðriks. „Við höfum upplýsingar um að það séu fleiri en einn. En það er ekkert yfirlit eða tölfræði,“ segir Drífa. Hún segir að þegar svona mál komi upp í umræðuna þá geti það haft þær afleiðingar að fleiri leita til Stígamóta en ella. „Við eigum alveg von á því þegar svona mál eru í mikilli opinberri umræðu. Það má alveg gera ráð fyrir því að ef hann hefur verið að níðast á börnum þá er það ekki eitt. Það eru líklega fleiri. Sagan hefur kennt okkur það. Sérstaklega þar sem hann hafði ótakmarkað aðgengi að börnum. Hann valdi sér þannig starfsvettvang,“ segir Drífa. Mikið hefur verið fjallað um málið í dag en fjallað er um kynferðisbrot Friðriks gegn einu barni í nýrri ævisögu hans sem er skrifuð af Guðmundi Magnússyni sagnfræðingi. Sr. Friðrik stofnaði KFUM, KFUK og íþróttafélögin Hauka og Val. KFUM sendi frá sér yfirlýsingu um málið í dag þar sem þau sögðust ekki vilja breiða yfir sannleikann eða söguna. Á heimasíðu Vals segir að félagið fordæmi allt ofbeldi og að Hlíðarendi eigi að vera öruggur staður fyrir alla sem þangað koma. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Valur Haukar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Fleiri en einn þolandi séra Friðriks Friðrikssonar hafa leitað til Stígamóta. Því greindi talskona Stígamóta, Drífa Snædal, frá í Kastljósi í kvöld. Í samtali við Vísi segir Drífa að gerendur séu ekki sérstaklega skráðir niður hjá samtökunum en að hún hafi heyrt það frá ráðgjöfum Stígamóta að fleiri en einn þolandi hafi leitað til samtakanna vegna sr. Friðriks. „Við höfum upplýsingar um að það séu fleiri en einn. En það er ekkert yfirlit eða tölfræði,“ segir Drífa. Hún segir að þegar svona mál komi upp í umræðuna þá geti það haft þær afleiðingar að fleiri leita til Stígamóta en ella. „Við eigum alveg von á því þegar svona mál eru í mikilli opinberri umræðu. Það má alveg gera ráð fyrir því að ef hann hefur verið að níðast á börnum þá er það ekki eitt. Það eru líklega fleiri. Sagan hefur kennt okkur það. Sérstaklega þar sem hann hafði ótakmarkað aðgengi að börnum. Hann valdi sér þannig starfsvettvang,“ segir Drífa. Mikið hefur verið fjallað um málið í dag en fjallað er um kynferðisbrot Friðriks gegn einu barni í nýrri ævisögu hans sem er skrifuð af Guðmundi Magnússyni sagnfræðingi. Sr. Friðrik stofnaði KFUM, KFUK og íþróttafélögin Hauka og Val. KFUM sendi frá sér yfirlýsingu um málið í dag þar sem þau sögðust ekki vilja breiða yfir sannleikann eða söguna. Á heimasíðu Vals segir að félagið fordæmi allt ofbeldi og að Hlíðarendi eigi að vera öruggur staður fyrir alla sem þangað koma.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Trúmál Valur Haukar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira