Innlent

Áverki á dauðum hesti ekki skotsár líkt og talið var

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú dauðdaga hests sem fannst dauður á Héraði. Áverki á hrossinu benti í fyrstu til skotsárs, en rannsókn dýralæknis bendir til annars.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi, en þar kemur fram að henni hafi borist ábendingu um hestshræið síðastliðinn sunnudag, 22. október.

Dýralæknir á vegum MAST og lögregla rannsökuðu vettvanginn og dýrið, en tekið er fram að sýni hafi verið tekin og þau verði rannsökuð frekar. Á meðal þess sem verður rannsakað er hvort dýrið hafi verið skotið.

Bráðabirgðaniðurstaða dýralæknis liggur nú fyrir, en í henni segir að ekki séu líkur á því að um skotáverka sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×