Erlent

Gátu loksins komið sér saman um þing­for­seta

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mike Johnson er nýr þingforseti fulltrúadeildarinnar.
Mike Johnson er nýr þingforseti fulltrúadeildarinnar. AP Photo/Jose Luis Magana

Þing­flokkur Repúblikana­flokksins í full­trúa­deildinni tókst í dag að koma sér saman um þing­for­seta eftir þrjár mis­heppnaðar til­raunir. Mike John­son, þing­maður Lou­isiana ríkis, er nýr þing­for­seti. Hann er ötull stuðnings­maður fyrr­verandi Banda­ríkja­for­setans Donald Trump.

Eins og fram hefur komið var Kevin Mc­­Cart­hy vikið úr em­bætti þing­­for­­seta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þing­­menn Demó­krata­­flokksins greiddu at­­kvæði með van­­trausts­til­lögu gegn honum. Þing­­mennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði for­­seti í upp­­hafi kjör­­tíma­bilsins.

Þá upp­hófst nokkurra vikna þref á milli ó­líkra fylkinga innan flokksins um val á nýjum þing­for­seta. Áður höfðu Repúblikanar til­nefnt Ste­ve Scalise, Jim Jordan og síðast Tim Em­mer. Enginn þeirra hlaut hins vegar náð fyrir augum Donald Trump, Banda­ríkja­for­seta, og hörðustu stuðnings­manna hans innan flokksins.

Mike John­son var til­nefndur í gær af þing­mönnum flokksins. Hann hlaut á endanum 220 at­kvæði en 217 þarf til þess að verða þing­for­seti. Ó­líkt Em­mer sem hafnað var í gær studdi John­son til­raunir Trump til þess að snúa úr­slitum for­seta­kosninga 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×