Hafnarfjarðarbær þurfti ekki að greiða matarkostnað einkaskólabarns í Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 12:58 Mikil röskun varð á skólastarfi í kórónuveirufaraldrinum og máttu nemendur til dæmis ekki koma með nesti í sumum skólum. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbæ var heimilt að synja foreldrum grunnskólabarns um greiðslu matarkostnaðar barnsins þeirra á meðan samkomubann vegna Covid-19 varði. Foreldrarnir höfðu farið fram á að bærinn greiddi matarkostnað barnsins, sem var nemandi í einkareknum grunnskóla, eins og það gerði fyrir börn sem gengu í skóla rekna af sveitarfélaginu. Þetta segir í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu sem kveðinn var upp 1. október síðastliðinn. Málið varðar kæru foreldra á ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar þann 9. júní 2020 um að synja þeim um greiðslu matarkostnaðar barns þeirra, sem gekk í einkarekinn grunnskóla, á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020. Hafnarfjarðarbær hafði á þeim tíma greitt matarkostnað grunnskólabarna sem gengu í skóla sem reknir eru á sveitarfélaginu en samkomubann var þá í gildi vegna kórónuveirunnar. Foreldrarnir kærðu fyrst til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem nú er innviðaráðuneytið, sem kvað upp úrskurð í málinu 28. júlí 2021, sem staðfesti ákvörðun Hafnarfjarðar. Foreldrarnir leituðu í kjölfarið til umboðsmanns Alþingis sem lauk meðferð máls þeirra með áliti 8. júní 2022. Þar komst umboðsmaður að því að málið hefði átt heima á borði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Málið fór til endurupptöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu 5. september í fyrra. Samkomutakmarkanir á tímabilinu 16. mars til 4. maí leiddu meðal annars til röskunar á skólastarfi og ákvað Hafnarfjarðarbær að breyta fyrirkomulagi skólamálsverða í grunnskólum sem sveitarfélagið rekur. Breytingarnar fólust í meginatriðum í því að mötuneytum skólanna var lokað, tekin upp neyðarþjónusta á mat sem öllum nemendum skólanna stóð til boða án greiðslu en bannað var að taka nesti með í skólana. Aðrar reglur í skólum sem foreldrar velji að senda börn sín í Á þessum tíma hafði bærinn samning við fyrirtæki um framreiðslu skólamálsverða í öllum grunnskólum reknum af Hafnarfjarðarbæ nema einum. Breyting á fyrirkomulagi málsverðanna var tekin í samráði við fyrirtækið og ákveðið að foreldrar sem greitt höfðu fyrirfram fyrir skólamálsverði í mars 2020 gæti tekið út þá málsverði sem féllu niður vegna ráðstafananna síðar á skólaárinu án greiðslu. Foreldrar barnsins fóru fram á að þetta sama fyrirkomulag myndi gilda fyrir barn þeirra og Hafnarfjarðarbær synjaði beiðninni. Í kæru foreldranna sögðu þau bæinn hafa brotið á jafnræðisreglu. Þau lögðu jafnframt áherslu á að einkaréttarlegur samningur bæjarins við sjálfstætt starfandi skólans leysti sveitarfélagið ekki undan skyldum til að gæta jafnræðis gagnvart börnum sem þar stunduðu nám. Segir í niðurstöðu úrskurðarins að þegar kæmi að gjaldheimtu í sjálfstætt starfandi grunnskólum hafi svigrúm til útfærslu á ákveðnum þáttum skólastarfsins. Um gjaldheimtu í sjálfstætt reknum grunnskólum, sem foreldrar hafi frjálst val um að börn þeirra sæki, gildi janframt í grundvallaratriðum aðrar lagareglur en um gjaldheimtu í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. „Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að gjaldheimta vegna skólamálsverða í skólum sem Hafnarfjarðarbær rekur sé ekki sambærileg í lagalegu tilliti og gjaldheimta vegna skólamálsverða í sjálfstætt reknum skólum sem sveitarfélagið er með þjónustusamning við.“ Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Þetta segir í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu sem kveðinn var upp 1. október síðastliðinn. Málið varðar kæru foreldra á ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar þann 9. júní 2020 um að synja þeim um greiðslu matarkostnaðar barns þeirra, sem gekk í einkarekinn grunnskóla, á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020. Hafnarfjarðarbær hafði á þeim tíma greitt matarkostnað grunnskólabarna sem gengu í skóla sem reknir eru á sveitarfélaginu en samkomubann var þá í gildi vegna kórónuveirunnar. Foreldrarnir kærðu fyrst til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem nú er innviðaráðuneytið, sem kvað upp úrskurð í málinu 28. júlí 2021, sem staðfesti ákvörðun Hafnarfjarðar. Foreldrarnir leituðu í kjölfarið til umboðsmanns Alþingis sem lauk meðferð máls þeirra með áliti 8. júní 2022. Þar komst umboðsmaður að því að málið hefði átt heima á borði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Málið fór til endurupptöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu 5. september í fyrra. Samkomutakmarkanir á tímabilinu 16. mars til 4. maí leiddu meðal annars til röskunar á skólastarfi og ákvað Hafnarfjarðarbær að breyta fyrirkomulagi skólamálsverða í grunnskólum sem sveitarfélagið rekur. Breytingarnar fólust í meginatriðum í því að mötuneytum skólanna var lokað, tekin upp neyðarþjónusta á mat sem öllum nemendum skólanna stóð til boða án greiðslu en bannað var að taka nesti með í skólana. Aðrar reglur í skólum sem foreldrar velji að senda börn sín í Á þessum tíma hafði bærinn samning við fyrirtæki um framreiðslu skólamálsverða í öllum grunnskólum reknum af Hafnarfjarðarbæ nema einum. Breyting á fyrirkomulagi málsverðanna var tekin í samráði við fyrirtækið og ákveðið að foreldrar sem greitt höfðu fyrirfram fyrir skólamálsverði í mars 2020 gæti tekið út þá málsverði sem féllu niður vegna ráðstafananna síðar á skólaárinu án greiðslu. Foreldrar barnsins fóru fram á að þetta sama fyrirkomulag myndi gilda fyrir barn þeirra og Hafnarfjarðarbær synjaði beiðninni. Í kæru foreldranna sögðu þau bæinn hafa brotið á jafnræðisreglu. Þau lögðu jafnframt áherslu á að einkaréttarlegur samningur bæjarins við sjálfstætt starfandi skólans leysti sveitarfélagið ekki undan skyldum til að gæta jafnræðis gagnvart börnum sem þar stunduðu nám. Segir í niðurstöðu úrskurðarins að þegar kæmi að gjaldheimtu í sjálfstætt starfandi grunnskólum hafi svigrúm til útfærslu á ákveðnum þáttum skólastarfsins. Um gjaldheimtu í sjálfstætt reknum grunnskólum, sem foreldrar hafi frjálst val um að börn þeirra sæki, gildi janframt í grundvallaratriðum aðrar lagareglur en um gjaldheimtu í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. „Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að gjaldheimta vegna skólamálsverða í skólum sem Hafnarfjarðarbær rekur sé ekki sambærileg í lagalegu tilliti og gjaldheimta vegna skólamálsverða í sjálfstætt reknum skólum sem sveitarfélagið er með þjónustusamning við.“
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent