Bregðast þurfi við fjárhagsvanda bænda svo þeir séu ekki „þrælar á eigin búi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 10:15 Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar og bóndi. Hann segir íslenskan landbúnað hanga á bláþræði. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði. Grípa þurfi til aðgerða hratt og örugglega til að koma til móts við skuldavanda bænda og leggur hann til dæmis til hlutdeildarlán fyrir unga bændur. „Það er stundum þannig að það tekur svolítinn tíma að á öll ljós til að kvikna á vissum stöðum og það á nú stundum við okkur á Alþingi líka. Mér finnst eins og núna séu menn að velta þessu verulega fyrir sér,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og bóndi, í umræðu um landbúnað í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórarinn skrifaði í síðustu viku grein um stöðu bænda sem birtist á Vísi. Yfirskrift greinarinnar var „Líf íslensks landbúnaðar hangir á bláþræði“ og fer hann í greininni yfir það að rekstrargrundvöllur bænda sé hverfandi, nýliðun lítil sem engin og afkoma bænda með öllu óviðunandi. Þórarinn segir gleðilegt að í kjölfar greinarinnar hafi verið skipaður ráðuneytisstjórahópur til að fara yfir skuldamál bænda. Sjálfur er hann bóndi og veit vel af þessum vandræðum stéttarinnar en vonar að nú verði slæmri þróun snúið við. „Það er nú þannig að stýrivaxtahækkanirnar og þessi verðbólga bítur alla, ekki bara landbúnaðinn,“ segir Þórarinn og bendir á að jafnvel vel rekin bú eigi í fjárhagsvanda. „Fjárfestingin við meðalstórt kúabú getur numið rúmum þrjú til fjögur hundruð milljónum en veltan er bara 60 milljónir. Þegar verða þessar breytingar, hækkun aðfanga, hækkun vaxta, þá er rekstrargrundvöllur vel rekinna búa algjörlega farinn,“ segir Þórarinn. Varhugaverð staða að bændur verði að vinna utan bús Skuldsett bú, nýliðar og aðrir sem hafi verið í uppbyggingu á búum sínum eigi í miklum vanda. „Við þekkjum ágætlega að sauðfjárbændur vinna utan bús til að hafa tekjur fyrir fjölskylduna en nú er staðan bara orðin þannig í mjólkurframleiðslunni líka. Mjólkurframleiðslan er allt annars eðlis en er í sauðfénu, þar hefur verið meiri sveigjanleiki þó ég mæli nú ekki með því að menn vinni endalaust utan bús,“ segir Þórarinn. „Þegar er komið svo í mjólkurframleiðslunni að bændur eru farnir að vinna utan bús þá fer maður að spyrja sig: Á hvaða vegferð erum við?“ Til umræðu hefur komið að bjóða bændum hlutdeildarlán, sem Þórarinn segir góðan kost. „Ef við setjum þetta í samhengi, bú sem kostar 300 milljónir, að hið opinbera komi þarna inn í til að koma fólki af stað af því að þetta er alveg ógerlegt í dag að gera þetta,“ segir Þórarinn. Skoða aðkomu Byggðastofnunar Sömuleiðis mætti kanna að Byggðastofnun kæmi einhvern vegin að málum þar sem stofnunin láni þegar mikið til landbúnaðar. „En við þurfum að fá lánaflokk fyrir landbúnað, þar sem við erum með lán til mjög langs tíma með lágum afborgunum. Til að menn geti haft sómasamlegt líf fyrir sína fjölskyldu en ekki vera eigin þrælar á eigin búi,“ segir Þórarinn. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag, að tími sé kominn til aðgerða og ekki eigi að þurfa að skipa starfshópa um málið sem taki marga mánuði að komast að niðurstöðum. Þórarinn tekur að hluta undir þetta, enda liggi öll gögn um vanda landbúnaðarins fyrir. „Það vill nú stundum þannig til að við erum svolítið glöð við það að skipa hópa til að vinna hin og þessi verkefni sem kemur kannski ekkert út úr þannig að ég skil áhyggjur Vigdísar. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að menn vinni hratt og vel en það er þannig líka að menn verða að hafa tækifæri til að greina stöðuna og kynna sér hana,“ segir Þórarinn. „Það er allt annað fyrir okkur sem erum starfandi í greininni og framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem þekkir málið. Þegar við þurfum að fá aðila að borðinu er eðlilegt að gefa mönnum smá tíma til að kynna sér verkefnið en ekki bara taka þetta hrátt upp. Þá leggjum við mikla áherslu á að menn vinni hratt og vel og safni að sér gögnum, sem Vigdís segir að séu til og ég veit að eru til, ogfarið verði í vinnuna hratt og vel.“ Hægt er að hluta á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Landbúnaður Bítið Alþingi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Fjárhagsstaða í landbúnaði Ljóst er að þegar leið á árið 2021 að ákveðinn vendipunktur væri runninn upp í íslenskum landbúnaði. Í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu, sem gerðist í beinu framhaldi af Covid-19 faraldrinum og þeim efnahagsaðgerðum sem lagt var í til að stemma við neikvæðum hagrænum afleiðingum faraldursins, var hrint af stað kröppum verðlagshækkunum sem við erum enn að sjá afleiðingar af í dag. 23. október 2023 20:00 Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. 23. október 2023 11:48 „Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. 22. október 2023 13:37 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
„Það er stundum þannig að það tekur svolítinn tíma að á öll ljós til að kvikna á vissum stöðum og það á nú stundum við okkur á Alþingi líka. Mér finnst eins og núna séu menn að velta þessu verulega fyrir sér,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og bóndi, í umræðu um landbúnað í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórarinn skrifaði í síðustu viku grein um stöðu bænda sem birtist á Vísi. Yfirskrift greinarinnar var „Líf íslensks landbúnaðar hangir á bláþræði“ og fer hann í greininni yfir það að rekstrargrundvöllur bænda sé hverfandi, nýliðun lítil sem engin og afkoma bænda með öllu óviðunandi. Þórarinn segir gleðilegt að í kjölfar greinarinnar hafi verið skipaður ráðuneytisstjórahópur til að fara yfir skuldamál bænda. Sjálfur er hann bóndi og veit vel af þessum vandræðum stéttarinnar en vonar að nú verði slæmri þróun snúið við. „Það er nú þannig að stýrivaxtahækkanirnar og þessi verðbólga bítur alla, ekki bara landbúnaðinn,“ segir Þórarinn og bendir á að jafnvel vel rekin bú eigi í fjárhagsvanda. „Fjárfestingin við meðalstórt kúabú getur numið rúmum þrjú til fjögur hundruð milljónum en veltan er bara 60 milljónir. Þegar verða þessar breytingar, hækkun aðfanga, hækkun vaxta, þá er rekstrargrundvöllur vel rekinna búa algjörlega farinn,“ segir Þórarinn. Varhugaverð staða að bændur verði að vinna utan bús Skuldsett bú, nýliðar og aðrir sem hafi verið í uppbyggingu á búum sínum eigi í miklum vanda. „Við þekkjum ágætlega að sauðfjárbændur vinna utan bús til að hafa tekjur fyrir fjölskylduna en nú er staðan bara orðin þannig í mjólkurframleiðslunni líka. Mjólkurframleiðslan er allt annars eðlis en er í sauðfénu, þar hefur verið meiri sveigjanleiki þó ég mæli nú ekki með því að menn vinni endalaust utan bús,“ segir Þórarinn. „Þegar er komið svo í mjólkurframleiðslunni að bændur eru farnir að vinna utan bús þá fer maður að spyrja sig: Á hvaða vegferð erum við?“ Til umræðu hefur komið að bjóða bændum hlutdeildarlán, sem Þórarinn segir góðan kost. „Ef við setjum þetta í samhengi, bú sem kostar 300 milljónir, að hið opinbera komi þarna inn í til að koma fólki af stað af því að þetta er alveg ógerlegt í dag að gera þetta,“ segir Þórarinn. Skoða aðkomu Byggðastofnunar Sömuleiðis mætti kanna að Byggðastofnun kæmi einhvern vegin að málum þar sem stofnunin láni þegar mikið til landbúnaðar. „En við þurfum að fá lánaflokk fyrir landbúnað, þar sem við erum með lán til mjög langs tíma með lágum afborgunum. Til að menn geti haft sómasamlegt líf fyrir sína fjölskyldu en ekki vera eigin þrælar á eigin búi,“ segir Þórarinn. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag, að tími sé kominn til aðgerða og ekki eigi að þurfa að skipa starfshópa um málið sem taki marga mánuði að komast að niðurstöðum. Þórarinn tekur að hluta undir þetta, enda liggi öll gögn um vanda landbúnaðarins fyrir. „Það vill nú stundum þannig til að við erum svolítið glöð við það að skipa hópa til að vinna hin og þessi verkefni sem kemur kannski ekkert út úr þannig að ég skil áhyggjur Vigdísar. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að menn vinni hratt og vel en það er þannig líka að menn verða að hafa tækifæri til að greina stöðuna og kynna sér hana,“ segir Þórarinn. „Það er allt annað fyrir okkur sem erum starfandi í greininni og framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem þekkir málið. Þegar við þurfum að fá aðila að borðinu er eðlilegt að gefa mönnum smá tíma til að kynna sér verkefnið en ekki bara taka þetta hrátt upp. Þá leggjum við mikla áherslu á að menn vinni hratt og vel og safni að sér gögnum, sem Vigdís segir að séu til og ég veit að eru til, ogfarið verði í vinnuna hratt og vel.“ Hægt er að hluta á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan.
Landbúnaður Bítið Alþingi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Fjárhagsstaða í landbúnaði Ljóst er að þegar leið á árið 2021 að ákveðinn vendipunktur væri runninn upp í íslenskum landbúnaði. Í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu, sem gerðist í beinu framhaldi af Covid-19 faraldrinum og þeim efnahagsaðgerðum sem lagt var í til að stemma við neikvæðum hagrænum afleiðingum faraldursins, var hrint af stað kröppum verðlagshækkunum sem við erum enn að sjá afleiðingar af í dag. 23. október 2023 20:00 Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. 23. október 2023 11:48 „Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. 22. október 2023 13:37 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Fjárhagsstaða í landbúnaði Ljóst er að þegar leið á árið 2021 að ákveðinn vendipunktur væri runninn upp í íslenskum landbúnaði. Í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu, sem gerðist í beinu framhaldi af Covid-19 faraldrinum og þeim efnahagsaðgerðum sem lagt var í til að stemma við neikvæðum hagrænum afleiðingum faraldursins, var hrint af stað kröppum verðlagshækkunum sem við erum enn að sjá afleiðingar af í dag. 23. október 2023 20:00
Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. 23. október 2023 11:48
„Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. 22. október 2023 13:37