Innlent

Skjálfti 4,9 að stærð í Bárðar­bungu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vatn við Bárðarbungu.
Vatn við Bárðarbungu. Vísir/RAX

Stór jarð­skjálfti reið yfir norður­hluta Bárðar­bungu klukkan 22:19 í kvöld. Að sögn Einars Hjörleifssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofunni mældist hann 4,9 að stærð.

Einar segir að skjálftinn sé stór en keimlíkur þeim stóru sem áður hafi fundist í Bárðarbungu á þessu ári. Einn mældist þar þann 4. október síðastliðinn og  annar í febrúar. 

Veðurstofu hafa ekki borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Upptökin séu enda langt uppi á hálendi.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Skjálfti að stærð 4,7 við Bárðar­bungu

Nokkuð stór skjálfti varð í dag við Bárðarbungu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi átt sér stað um það bil tíu mínútur yfir fjögur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×