Rússar sækja hart fram í austri Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2023 23:30 Úkraínskir hermenn að störfum í austurhluta Úkraínu. Getty/Roman Chop Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. Hersveitir Rússa hafa sótt nærri því tvo kílómetra fram á einum stað á víglínunni við Avdívka á undanförnum tveimur vikum. Á sama tíma hafa Rússa varið miklu púðri í árásir nærri Kúpíansk og Lyman annars staðar í austurhluta Úkraínu. Washington Post hefur eftir Oleksander Syrsky, einum af yfirmönnum herafla Úkraínu, að ástandið í austurhluta Úkraínu hafi versnað töluvert og þá jafnvel mest við Kúpíansk. Sjá einnig: Erfiður vetur í vændum hjá Úkraínumönnum Kúpíansk féll í hendur Rússa snemma í innrás þeirra sem hófst í febrúar í fyrra en Úkraínumenn frelsuðu hana í skyndisókn þeirra í norðausturhluta Úkraínu síðasta haust. Síðan þá hefur borgin orðið fyrir stöðugum stórskotaliðsárásum Rússa. Víglínan við borgina hefur þó hreyfst lítið. Sagðir með fjögur hundruð þúsund hermenn í Úkraínu Nú virðist sem Rússar hafi sent liðsauka á svæðið, skriðdreka og þyrlur og segja úkraínskir hermenn að árásir Rússa séu mun kröftugri en áður. Einn hermaður sagði WP að Rússar sæktu fram í bylgjum og notuðu til þess meðal annars fangasveitir. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir Rússa hafa náð takmörkuðum árangri nærri Kúpíansk. Russian forces conducted offensive operations near #Kupyansk on October 23 and made a limited confirmed advance. Geolocated footage published on October 22 indicates that Russian forces marginally advanced southeast of Ivanivka (20km SE of Kupyansk). https://t.co/MCw01aoy4S https://t.co/R6rSTCZ97D pic.twitter.com/NgYJLZBJkn— ISW (@TheStudyofWar) October 24, 2023 Einn yfirmanna úkraínsku leyniþjónustunnar GUR sagði í nýlegu viðtali að Rússar hefðu safnað um fjögur hundruð þúsund hermönnum í Úkraínu eftir herkvaðningu í sem staðið hefur yfir í marga mánuði. Rússar hafa þó ekki viljað fara í almenna herkvaðningu aftur. Áðurnefndur yfirmaður sagði Rússa ætla að nota þennan herafla til að reyna að sækja fram á nokkrum vígstöðvum. Gífurlegt mannfall við Avdívka Rússar virðast þó leggja mesta áherslu á Avdívka, sem er í raun úthverfi Dónetsk-borgar og hefur verið lýst sem hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Sjá einnig: Reyna að umkringja úkraínska hermenn Frá því sókn Rússa að Avdívka hófst sýnir myndefni að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli og misst fjölmarga skrið- og bryndreka. Tölur eru nokkuð á reiki en einn hópur segir gervihnattamyndir benda til þess að Rússar hafi misst minnst 109 skrið- og bryndreka við Avdívka á síðustu tveimur vikum. Through visual analysis of satellite imagery, our team found Russian military vehicle losses in Avdiivka between October 10 and October 20. The total number exceeded 109, indicating a significant loss of approximately aligning to a brigade-sized force in just ten days. Thread: pic.twitter.com/rhZ6zhxIzm— Tatarigami_UA (@Tatarigami_UA) October 23, 2023 Rússar hafa þó sótt fram og eru sagðir hafa náð í um fimm kílómetra fjarlægð frá Avdívka. Þar munu þeir hafa sótt fram á ruslahaug og sett upp rússneska fánann. Úkraínumenn segja Rússa þó ekki hafa getað komið sér fyrir á haugunum, vegna stórskotaliðsárása þeirra. Mjög harðir bardagar eru sagðir geysa á svæðinu. "Meat assaults" by Russian troops: despite numerous losses, Russian troops continue to actively attack Avdiivka. Some of the fiercest fighting is taking place here along the entire front line. : DW pic.twitter.com/VxAXu8xZBi— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 24, 2023 Sókn Rússa hefur einnig kostað Úkraínumenn töluvert. Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov og núverandi hermaður hefur tekið þátt í vörnum Úkraínumanna við Avdívka en hann birti á dögunum færslu á Facebook þar sem hann sagði frá miklum bardögum. Hann sagði rússneska hermenn hafa sótt fram í bylgjum og á bryndrekum. Hann segir úkraínskt stórskotalið og dróna hafa leikið Rússana grátt en Rússarnir hafi þrengt mjög að verjendunum. Þeir hafi grýtt handsprengjum sín á milli og skipst á skotum. Sentsov segir að svo hafi hann séð sex rússneskum skriðdrekum ekið beint í áttina að þeim. Russian forces conducted offensive operations near #Avdiivka and made confirmed advances northeast of Avdiivka. Geolocated footage published on October 23 indicates that Russian forces advanced southwest of Krasnohorivka (5km northeast of Avdiivka). https://t.co/MCw01aoy4S https://t.co/R6rSTCZ97D pic.twitter.com/2juB1U53Tr— ISW (@TheStudyofWar) October 24, 2023 „Myndi ég segja að ég hefði orðið hræddur? Ekki beint. Ég man bara greinilega eftir því að hafa áttað mig á því að dauðinn væri nærri,“ skrifaði Sentsov samkvæmt þýðingu. Hann sagðist hafa skipað mönnum sínum í skjól og vonast eftir því að áhafnir skriðdrekanna myndu ekki sjá þá. Skriðdrekunum var ekið framhjá þeim en hermenn stukku af skriðdrekunum og kom til skotbardaga milli úkraínsku hermannanna og þeirra rússnesku. Sentsov segir áhafnir skriðdrekanna ekki hafa tekið eftir þeim og að svo hafi virst að rússnesku hermennirnir hafi ekki getað átt samskipti við áhafnirnar. Að endingu hafi skriðdrekunum verið ekið til baka. Í kjölfarið var Setnsov sagt að hörfa með sína menn. „Við urðum heppnir. Við vorum oft heppnir þennan dag,“ sagði hann. Hann segir hermenn á M2 Bradley bryndrekum frá Bandaríkjunum hafa skýlt þeim á undanhaldinu en einhverjir menn undir hans stjórn hafi ekki skilað sér. Oleg Sentsov, the acclaimed Ukrainian filmmaker and former Kremlin political prisoner, is now a soldier in the Ukrainian Army. He recently miraculously survived but was wounded in the Avdiivka direction. Here is his account."The roar of their armor emboldened the enemy, so pic.twitter.com/Wb7HjEs090— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) October 22, 2023 Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. 24. október 2023 10:56 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55 Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Hersveitir Rússa hafa sótt nærri því tvo kílómetra fram á einum stað á víglínunni við Avdívka á undanförnum tveimur vikum. Á sama tíma hafa Rússa varið miklu púðri í árásir nærri Kúpíansk og Lyman annars staðar í austurhluta Úkraínu. Washington Post hefur eftir Oleksander Syrsky, einum af yfirmönnum herafla Úkraínu, að ástandið í austurhluta Úkraínu hafi versnað töluvert og þá jafnvel mest við Kúpíansk. Sjá einnig: Erfiður vetur í vændum hjá Úkraínumönnum Kúpíansk féll í hendur Rússa snemma í innrás þeirra sem hófst í febrúar í fyrra en Úkraínumenn frelsuðu hana í skyndisókn þeirra í norðausturhluta Úkraínu síðasta haust. Síðan þá hefur borgin orðið fyrir stöðugum stórskotaliðsárásum Rússa. Víglínan við borgina hefur þó hreyfst lítið. Sagðir með fjögur hundruð þúsund hermenn í Úkraínu Nú virðist sem Rússar hafi sent liðsauka á svæðið, skriðdreka og þyrlur og segja úkraínskir hermenn að árásir Rússa séu mun kröftugri en áður. Einn hermaður sagði WP að Rússar sæktu fram í bylgjum og notuðu til þess meðal annars fangasveitir. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir Rússa hafa náð takmörkuðum árangri nærri Kúpíansk. Russian forces conducted offensive operations near #Kupyansk on October 23 and made a limited confirmed advance. Geolocated footage published on October 22 indicates that Russian forces marginally advanced southeast of Ivanivka (20km SE of Kupyansk). https://t.co/MCw01aoy4S https://t.co/R6rSTCZ97D pic.twitter.com/NgYJLZBJkn— ISW (@TheStudyofWar) October 24, 2023 Einn yfirmanna úkraínsku leyniþjónustunnar GUR sagði í nýlegu viðtali að Rússar hefðu safnað um fjögur hundruð þúsund hermönnum í Úkraínu eftir herkvaðningu í sem staðið hefur yfir í marga mánuði. Rússar hafa þó ekki viljað fara í almenna herkvaðningu aftur. Áðurnefndur yfirmaður sagði Rússa ætla að nota þennan herafla til að reyna að sækja fram á nokkrum vígstöðvum. Gífurlegt mannfall við Avdívka Rússar virðast þó leggja mesta áherslu á Avdívka, sem er í raun úthverfi Dónetsk-borgar og hefur verið lýst sem hliðinu að borginni, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014. Þá innlimuðu þeir Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Sjá einnig: Reyna að umkringja úkraínska hermenn Frá því sókn Rússa að Avdívka hófst sýnir myndefni að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli og misst fjölmarga skrið- og bryndreka. Tölur eru nokkuð á reiki en einn hópur segir gervihnattamyndir benda til þess að Rússar hafi misst minnst 109 skrið- og bryndreka við Avdívka á síðustu tveimur vikum. Through visual analysis of satellite imagery, our team found Russian military vehicle losses in Avdiivka between October 10 and October 20. The total number exceeded 109, indicating a significant loss of approximately aligning to a brigade-sized force in just ten days. Thread: pic.twitter.com/rhZ6zhxIzm— Tatarigami_UA (@Tatarigami_UA) October 23, 2023 Rússar hafa þó sótt fram og eru sagðir hafa náð í um fimm kílómetra fjarlægð frá Avdívka. Þar munu þeir hafa sótt fram á ruslahaug og sett upp rússneska fánann. Úkraínumenn segja Rússa þó ekki hafa getað komið sér fyrir á haugunum, vegna stórskotaliðsárása þeirra. Mjög harðir bardagar eru sagðir geysa á svæðinu. "Meat assaults" by Russian troops: despite numerous losses, Russian troops continue to actively attack Avdiivka. Some of the fiercest fighting is taking place here along the entire front line. : DW pic.twitter.com/VxAXu8xZBi— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 24, 2023 Sókn Rússa hefur einnig kostað Úkraínumenn töluvert. Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov og núverandi hermaður hefur tekið þátt í vörnum Úkraínumanna við Avdívka en hann birti á dögunum færslu á Facebook þar sem hann sagði frá miklum bardögum. Hann sagði rússneska hermenn hafa sótt fram í bylgjum og á bryndrekum. Hann segir úkraínskt stórskotalið og dróna hafa leikið Rússana grátt en Rússarnir hafi þrengt mjög að verjendunum. Þeir hafi grýtt handsprengjum sín á milli og skipst á skotum. Sentsov segir að svo hafi hann séð sex rússneskum skriðdrekum ekið beint í áttina að þeim. Russian forces conducted offensive operations near #Avdiivka and made confirmed advances northeast of Avdiivka. Geolocated footage published on October 23 indicates that Russian forces advanced southwest of Krasnohorivka (5km northeast of Avdiivka). https://t.co/MCw01aoy4S https://t.co/R6rSTCZ97D pic.twitter.com/2juB1U53Tr— ISW (@TheStudyofWar) October 24, 2023 „Myndi ég segja að ég hefði orðið hræddur? Ekki beint. Ég man bara greinilega eftir því að hafa áttað mig á því að dauðinn væri nærri,“ skrifaði Sentsov samkvæmt þýðingu. Hann sagðist hafa skipað mönnum sínum í skjól og vonast eftir því að áhafnir skriðdrekanna myndu ekki sjá þá. Skriðdrekunum var ekið framhjá þeim en hermenn stukku af skriðdrekunum og kom til skotbardaga milli úkraínsku hermannanna og þeirra rússnesku. Sentsov segir áhafnir skriðdrekanna ekki hafa tekið eftir þeim og að svo hafi virst að rússnesku hermennirnir hafi ekki getað átt samskipti við áhafnirnar. Að endingu hafi skriðdrekunum verið ekið til baka. Í kjölfarið var Setnsov sagt að hörfa með sína menn. „Við urðum heppnir. Við vorum oft heppnir þennan dag,“ sagði hann. Hann segir hermenn á M2 Bradley bryndrekum frá Bandaríkjunum hafa skýlt þeim á undanhaldinu en einhverjir menn undir hans stjórn hafi ekki skilað sér. Oleg Sentsov, the acclaimed Ukrainian filmmaker and former Kremlin political prisoner, is now a soldier in the Ukrainian Army. He recently miraculously survived but was wounded in the Avdiivka direction. Here is his account."The roar of their armor emboldened the enemy, so pic.twitter.com/Wb7HjEs090— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) October 22, 2023
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. 24. október 2023 10:56 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55 Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. 24. október 2023 10:56
Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43
Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55
Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent