Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 11:26 Nýja brúin yfir Þorskafjörð er 260 metra löng en vegtengingar sem fylgja brúnni eru samtals 2,7 kílómetrar. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða. Að ávörpum loknum mun Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti Reykhólahrepps, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og íbúi í Gufudal fara ríðandi yfir brúna með fjölskyldu sinni „..en líklega eru fáir fegnari framkvæmdinni við Vestfjarðveg um Gufudalssveit en barnafólk á svæðinu sem sér núna fram á að skólabíllinn geti ekið láglendisvegi í stað víðsjárverðra fjallvega,“ segir í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. Vegagerðin segir að með þverun Þorskafjarðar styttist Vestfjarðavegur um tíu kílómetra. Framkvæmdin sé átta mánuðum á undan áætlun. Aðalverktaki var lægstbjóðandinn Suðurverk, sem tók að sér verkið fyrir 2.236 milljónir króna með verksamningi vorið 2021. Framkvæmdir hófust þá um haustið. Samhliða vinnur Borgarverk að því að ljúka gerð vegarins um Teigsskóg og er vonast til að hann opnist í næsta mánuði, ásamt vegi um Djúpafjörð. Þar með færist Vestfjarðvegur af 336 metra háum Hjallahálsi. Framundan er að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð, en tilboð í vegfyllingar voru opnuð fyrir tveimur vikum. Þegar þverun fjarðanna lýkur styttist Vestfjarðavegur um Gufudalssveit um 22 kílómetra. Vegagerðin áætlar að stytting aksturstíma verði um 30 mínútur. Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Tengdar fréttir Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. 12. október 2023 11:39 Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna. 17. febrúar 2021 09:32 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Að ávörpum loknum mun Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti Reykhólahrepps, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og íbúi í Gufudal fara ríðandi yfir brúna með fjölskyldu sinni „..en líklega eru fáir fegnari framkvæmdinni við Vestfjarðveg um Gufudalssveit en barnafólk á svæðinu sem sér núna fram á að skólabíllinn geti ekið láglendisvegi í stað víðsjárverðra fjallvega,“ segir í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. Vegagerðin segir að með þverun Þorskafjarðar styttist Vestfjarðavegur um tíu kílómetra. Framkvæmdin sé átta mánuðum á undan áætlun. Aðalverktaki var lægstbjóðandinn Suðurverk, sem tók að sér verkið fyrir 2.236 milljónir króna með verksamningi vorið 2021. Framkvæmdir hófust þá um haustið. Samhliða vinnur Borgarverk að því að ljúka gerð vegarins um Teigsskóg og er vonast til að hann opnist í næsta mánuði, ásamt vegi um Djúpafjörð. Þar með færist Vestfjarðvegur af 336 metra háum Hjallahálsi. Framundan er að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð, en tilboð í vegfyllingar voru opnuð fyrir tveimur vikum. Þegar þverun fjarðanna lýkur styttist Vestfjarðavegur um Gufudalssveit um 22 kílómetra. Vegagerðin áætlar að stytting aksturstíma verði um 30 mínútur.
Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Tengdar fréttir Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. 12. október 2023 11:39 Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna. 17. febrúar 2021 09:32 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11
Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. 12. október 2023 11:39
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10
Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna. 17. febrúar 2021 09:32