Benedikt eftir stórsigur á Hetti: Átti ekki von á svona stórum sigri hérna Stefán Marteinn skrifar 20. október 2023 22:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík og Höttur áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar 3. umferð Subway deildar lauk í kvöld. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld svo það var ljóst að eitthvað varð að gefa eftir hjá öðru liðinu. Á endanum voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en þeir kjöldrógu Hattarmenn og höfðu 36 stiga sigur 107-71, Benedikt Guðmundsson var að vonum stoltur af sínum mönnum. „Já ég verð að vera það. Við áttum góðan kafla bæði í fyrri og seinni þannig að þetta var bara framar vonum. Ég átti ekki von á svona stórum sigri hérna.“ Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkinga vildi Benedikt ekki meina að leikplanið hafi endilega gengið fullkomlega upp. „Það er eins og gengur og gerist, sumt gengur upp og annað ekki. Það var ekki leikplanið að láta Obi Trotter skora átján stig hérna á okkur. Óánægður með hvernig við dekkuðum hann en flest annað er ég bara nokkuð sáttur með og svo bara þegar menn eru að stíga upp, eins og Elías hérna í kvöld og fær hérna heiðursskiptingu með mínútu eftir og var frábær. Þegar að allir eru að leggja í púkkið og Maciej flottur og bara allir að skila þannig ég er bara mjög ánægður með það.“ Njarðvíkingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og lögðu góðan grunn af sigrinum strax í fyrri hálfleik. „Þriðji leikhluti fannst mér vera Hattar leikhluti. Við náðum ekki að hlaupa í þriðja leikhluta og þetta var svona svolítið ‘physical’ leikur á hálfum velli en svo náðum við kafla hérna sem gerði endanlega út um þetta og við náðum að hlaupa aðeins á þá og eins og ég talaði um fyrir leik að þetta yrði svona hvor leikstíllinn myndi hafa betur. Ég hefði viljað hafa lengri kafla þar sem okkar leikstíll var að ráða ferðinni en þegar það tókst þá heppnaðist það mjög vel.“ Chaz Williams hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í upphafi móts og var Benedikt spurður út í þessa byrjun. „Chaz er náttúrulega eins og við vissum þegar við tókum hann að þetta er góður leikmaður. Hann er náttúrlega mjög lítill en hann er með risa hjarta. Það er með þessa Bandaríkjamenn að það er auðvelt að finna góða hæfileikaríka leikmenn en það er erfiðara að finna leikmenn með risa hjarta sem að leggja sig jafn mikið fram fyrir liðið og klúbbinn þannig að ég er eins og gefur að skilja í skýjunum með þennan gæja,“ sagði Benedikt að lokum. Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
„Já ég verð að vera það. Við áttum góðan kafla bæði í fyrri og seinni þannig að þetta var bara framar vonum. Ég átti ekki von á svona stórum sigri hérna.“ Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkinga vildi Benedikt ekki meina að leikplanið hafi endilega gengið fullkomlega upp. „Það er eins og gengur og gerist, sumt gengur upp og annað ekki. Það var ekki leikplanið að láta Obi Trotter skora átján stig hérna á okkur. Óánægður með hvernig við dekkuðum hann en flest annað er ég bara nokkuð sáttur með og svo bara þegar menn eru að stíga upp, eins og Elías hérna í kvöld og fær hérna heiðursskiptingu með mínútu eftir og var frábær. Þegar að allir eru að leggja í púkkið og Maciej flottur og bara allir að skila þannig ég er bara mjög ánægður með það.“ Njarðvíkingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og lögðu góðan grunn af sigrinum strax í fyrri hálfleik. „Þriðji leikhluti fannst mér vera Hattar leikhluti. Við náðum ekki að hlaupa í þriðja leikhluta og þetta var svona svolítið ‘physical’ leikur á hálfum velli en svo náðum við kafla hérna sem gerði endanlega út um þetta og við náðum að hlaupa aðeins á þá og eins og ég talaði um fyrir leik að þetta yrði svona hvor leikstíllinn myndi hafa betur. Ég hefði viljað hafa lengri kafla þar sem okkar leikstíll var að ráða ferðinni en þegar það tókst þá heppnaðist það mjög vel.“ Chaz Williams hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í upphafi móts og var Benedikt spurður út í þessa byrjun. „Chaz er náttúrulega eins og við vissum þegar við tókum hann að þetta er góður leikmaður. Hann er náttúrlega mjög lítill en hann er með risa hjarta. Það er með þessa Bandaríkjamenn að það er auðvelt að finna góða hæfileikaríka leikmenn en það er erfiðara að finna leikmenn með risa hjarta sem að leggja sig jafn mikið fram fyrir liðið og klúbbinn þannig að ég er eins og gefur að skilja í skýjunum með þennan gæja,“ sagði Benedikt að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira