Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 07:03 Einar Gautur segir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar vekja fleiri spurningar en hún svarar. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. Þetta segir Einar Gautur í samtali við Morgunblaðið. Úrskurðanefndin komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi sóknarprests í Digranesprestakalli vegna kynferðislegrar áreitni hefði verið ólögmæt. Agnes hefði ekki haft umboð til slíkra ákvarðana, þar sem skipunartími hennar rann út áður og hún hafði ekki verið endurkjörin biskup heldur endurráðin, af undirmanni sínum. Málið er nokkuð flókið, þar sem ekki var boðað til biskupskjörs þrátt fyrir að skipunartíminn væri að renna út. Þá spila inn í lagabreytingar sem gerðu það að verkum að biskup og prestar eru ekki lengur embættismenn heldur starfsmenn þjóðkirkjunnar. Agnes hefur ákveðið að fara með úrskurðinn fyrir dómstóla en Einar Gautur segir hann geta haft áhrif á fleiri en Agnesi sjálfa. „Ef hún hefur vígt einhvern guðfræðing til prests og skipað hann í prestsembætti eftir að umboði Agnesar sleppti, þá er spurning hvort hann hafi nokkurn tímann orðið prestur. Ef hann hefur síðan gift fólk sem svo skilur, þá getur það haft áhrif á það hvort það fólk er talið hafa verið löglega gift, þannig að álitaefnin sem vakna út af þessu geta teygt sig víða. Úrskurðurinn vekur fleiri spurningar en svarað er,“ segir Einar Gautur. „Miðað við þennan úrskurð er staðan sú að það er ekkert að marka neinar ákvarðanir sem sr. Agnes hefur tekið eftir 1. júlí 2022 sem heyra undir vald biskups. Allar ákvarðanir sem hún tekur og biskup einn hefur vald til að taka eru markleysa miðað við þessa niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar og hafa ekkert gildi. Ef við göngum út frá því að úrskurður úrskurðarnefndarinnar sé réttur, þá er enginn biskup yfir Íslandi,“ segir hann. Þess ber að geta að Einar Gautur var lögmaður séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensásprestakalli, sem biskup veitti tímabundið lausn frá störfum eftir að fimm konur í prestakallinu stigu fram og ásökuðu hann um kynferðisbrot. Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Þetta segir Einar Gautur í samtali við Morgunblaðið. Úrskurðanefndin komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi sóknarprests í Digranesprestakalli vegna kynferðislegrar áreitni hefði verið ólögmæt. Agnes hefði ekki haft umboð til slíkra ákvarðana, þar sem skipunartími hennar rann út áður og hún hafði ekki verið endurkjörin biskup heldur endurráðin, af undirmanni sínum. Málið er nokkuð flókið, þar sem ekki var boðað til biskupskjörs þrátt fyrir að skipunartíminn væri að renna út. Þá spila inn í lagabreytingar sem gerðu það að verkum að biskup og prestar eru ekki lengur embættismenn heldur starfsmenn þjóðkirkjunnar. Agnes hefur ákveðið að fara með úrskurðinn fyrir dómstóla en Einar Gautur segir hann geta haft áhrif á fleiri en Agnesi sjálfa. „Ef hún hefur vígt einhvern guðfræðing til prests og skipað hann í prestsembætti eftir að umboði Agnesar sleppti, þá er spurning hvort hann hafi nokkurn tímann orðið prestur. Ef hann hefur síðan gift fólk sem svo skilur, þá getur það haft áhrif á það hvort það fólk er talið hafa verið löglega gift, þannig að álitaefnin sem vakna út af þessu geta teygt sig víða. Úrskurðurinn vekur fleiri spurningar en svarað er,“ segir Einar Gautur. „Miðað við þennan úrskurð er staðan sú að það er ekkert að marka neinar ákvarðanir sem sr. Agnes hefur tekið eftir 1. júlí 2022 sem heyra undir vald biskups. Allar ákvarðanir sem hún tekur og biskup einn hefur vald til að taka eru markleysa miðað við þessa niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar og hafa ekkert gildi. Ef við göngum út frá því að úrskurður úrskurðarnefndarinnar sé réttur, þá er enginn biskup yfir Íslandi,“ segir hann. Þess ber að geta að Einar Gautur var lögmaður séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensásprestakalli, sem biskup veitti tímabundið lausn frá störfum eftir að fimm konur í prestakallinu stigu fram og ásökuðu hann um kynferðisbrot.
Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira