Kjartan Atli eftir sögulegan sigur: Ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða Sæbjörn Steinke skrifar 19. október 2023 21:52 Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinn Vísir / Anton Brink Álftanes vann í kvöld sögulegan sigur því þetta var fyrsti útisigur liðsins í efstu deild í körfubolta. Leikurinn var liður í þriðju umferð Subway deildarinnar og var Breiðablik andstæðingurinn. Leikurinn var fyrsti útileikur Álftaness í efstu deild og eftir hann ræddi Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins, við Vísi og Stöð 2 Sport. „Við vorum meðvitaðir um þetta allt saman og vildum skrifa þennan kafla í söguna í kvöld.“ „Ég er ánægðastur með gott flæði í sókninni, stigadreifingin var mjög góð. Heilt yfir margt í sóknarleiknum sem ég var ánægður með. Svo höldum við þeim í 37% skotnýtingu.“ Álftanes komst snemma í öðrum leikhluta í færi á að ganga frá leiknum en náði ekki að rota andstæðinginn og heimamenn komu sér aftur inn í leikinn. „Ég var svekktur með það, vildi að sjálfsögðu að við myndum stíga á bensíngjöfina og klára leikinn. En það er líka kredit á þá að hafa komið til baka, eru með virkilega flotta skorara í Everage og Keith, sem við þekkjum vel úr rimmum okkar við Skallagrím á síðustu leiktíð, þannig ég gef þeim hrós að koma til baka.“ Kjartan var ánægður með hversu margir komu að stigaskorun liðsins í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt hvað það voru margir sem voru að koma með framlag bæði varnar- og sóknarlega.“ Það eru margir góðir leikmenn í liði Álftaness. Daniel Love skoraði einungis fimm stig í kvöld eftir að hafa átt mjög góðan leik gegn Grindavík í síðasta leik. „Þetta er bara þannig lið að stundum skorar þessi fimm, þessi tíu, næsti fimmtán og annar tuttugu stig. Menn vita að ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða.“ Þjálfarinn var mjög kátur með stuðninginn í stúkunni. „Alveg geggjað, það er ótrúlega gaman hvað það eru margir sem hafa fylkt sér á bak við okkur, rosalega jákvæð stemning og við erum mjög stoltir af því hvað fólkið hefur tekið okkur vel úti á Nesi.“ Undirritaður var mjög hrifinn af leik Hauks Helga Pálssonar í kvöld og var þjálfarinn spurður út í landsliðsmanninn. „Haukur var flottur í kvöld, margir mjög flottir. Ég var mjög ánægður með hvernig hann spilaði.“ Að lokum laumaði Kjartan, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, að einu hrósi. „Mig langar að gefa manni hér úr Kópavoginum, þar sem ég þekki nú aðeins til hér í Smáranum, mikið kredit; Heimir Snær Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Kredit á hann fyrir að vinna baki brotnu. Hrós á hvað hann er að gera hlutina vel.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
„Við vorum meðvitaðir um þetta allt saman og vildum skrifa þennan kafla í söguna í kvöld.“ „Ég er ánægðastur með gott flæði í sókninni, stigadreifingin var mjög góð. Heilt yfir margt í sóknarleiknum sem ég var ánægður með. Svo höldum við þeim í 37% skotnýtingu.“ Álftanes komst snemma í öðrum leikhluta í færi á að ganga frá leiknum en náði ekki að rota andstæðinginn og heimamenn komu sér aftur inn í leikinn. „Ég var svekktur með það, vildi að sjálfsögðu að við myndum stíga á bensíngjöfina og klára leikinn. En það er líka kredit á þá að hafa komið til baka, eru með virkilega flotta skorara í Everage og Keith, sem við þekkjum vel úr rimmum okkar við Skallagrím á síðustu leiktíð, þannig ég gef þeim hrós að koma til baka.“ Kjartan var ánægður með hversu margir komu að stigaskorun liðsins í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt hvað það voru margir sem voru að koma með framlag bæði varnar- og sóknarlega.“ Það eru margir góðir leikmenn í liði Álftaness. Daniel Love skoraði einungis fimm stig í kvöld eftir að hafa átt mjög góðan leik gegn Grindavík í síðasta leik. „Þetta er bara þannig lið að stundum skorar þessi fimm, þessi tíu, næsti fimmtán og annar tuttugu stig. Menn vita að ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða.“ Þjálfarinn var mjög kátur með stuðninginn í stúkunni. „Alveg geggjað, það er ótrúlega gaman hvað það eru margir sem hafa fylkt sér á bak við okkur, rosalega jákvæð stemning og við erum mjög stoltir af því hvað fólkið hefur tekið okkur vel úti á Nesi.“ Undirritaður var mjög hrifinn af leik Hauks Helga Pálssonar í kvöld og var þjálfarinn spurður út í landsliðsmanninn. „Haukur var flottur í kvöld, margir mjög flottir. Ég var mjög ánægður með hvernig hann spilaði.“ Að lokum laumaði Kjartan, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, að einu hrósi. „Mig langar að gefa manni hér úr Kópavoginum, þar sem ég þekki nú aðeins til hér í Smáranum, mikið kredit; Heimir Snær Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Kredit á hann fyrir að vinna baki brotnu. Hrós á hvað hann er að gera hlutina vel.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira