Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 20:12 Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi segir að atvikið í Breiðagerisskóla geta verið foreldrum áminning. Vísir/Vilhelm Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. Greint hefur verið frá því að stúlkan hafi dvalið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem að unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar. Ekki liggur fyrir hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Drengirnir sem köstuðu duftinu byggðu verknaðinn á einhverju sem þeir höfðu séð á netinu. „Hugur minn er hjá þolanda, gerendum og foreldrum þessara barna,“ sagði Unnur í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún bendir á að atvikið sé ekki það fyrsta þar sem krakkar hermi eftir einhverju sem þau sjái á samfélagsmiðlum. „Eins hræðilegt og þetta atvik var þá er það góð áminning um það að við foreldrar og forráðamenn fylgjumst með netnotkun barnanna okkar. Það er hvað þau eru að gera á netinu og skoða þar,“ Aðspurð um hvort foreldrar geti fylgst vel með í ljósi þess hve hraðir netheimar séu segir Unnur svo vera. Foreldrar þurfi þó að hafa viljan til. Hún nefnir til að mynda að hægt sé að fræða börnin áður en þau fái aðgang að samfélagsmiðlum. „Við ættum ekki að vera að veita börnum sem hafa ekki þroska til eftirlitslausan aðgang að samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu. Við erum ekkert að vera „leiðinlega foreldrið“ að aðstoða börnin okkar og passa upp á þau,“ Unnur veltir fyrir sér hvort aldurstakmarkið sem gildi um samfélagsmiðlana sé „of ungt“ en miðað er við þrettán ára aldur. „Rannsóknir sýna að mikill meirihluti barna sem hefur ekki aldur til er inni á þessum miðlum. Og mjög hátt hlutfall foreldra voru þau sem aðstoðuðu þau að setja upp aðganga að þessum samfélagsmiðlum.“ segir Unnur. „Því miður þá fylgjast alltof fáir foreldrar með notkun barnanna sinna á þessum miðlum,“ bætir hún við. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Sjá meira
Greint hefur verið frá því að stúlkan hafi dvalið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem að unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar. Ekki liggur fyrir hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Drengirnir sem köstuðu duftinu byggðu verknaðinn á einhverju sem þeir höfðu séð á netinu. „Hugur minn er hjá þolanda, gerendum og foreldrum þessara barna,“ sagði Unnur í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún bendir á að atvikið sé ekki það fyrsta þar sem krakkar hermi eftir einhverju sem þau sjái á samfélagsmiðlum. „Eins hræðilegt og þetta atvik var þá er það góð áminning um það að við foreldrar og forráðamenn fylgjumst með netnotkun barnanna okkar. Það er hvað þau eru að gera á netinu og skoða þar,“ Aðspurð um hvort foreldrar geti fylgst vel með í ljósi þess hve hraðir netheimar séu segir Unnur svo vera. Foreldrar þurfi þó að hafa viljan til. Hún nefnir til að mynda að hægt sé að fræða börnin áður en þau fái aðgang að samfélagsmiðlum. „Við ættum ekki að vera að veita börnum sem hafa ekki þroska til eftirlitslausan aðgang að samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu. Við erum ekkert að vera „leiðinlega foreldrið“ að aðstoða börnin okkar og passa upp á þau,“ Unnur veltir fyrir sér hvort aldurstakmarkið sem gildi um samfélagsmiðlana sé „of ungt“ en miðað er við þrettán ára aldur. „Rannsóknir sýna að mikill meirihluti barna sem hefur ekki aldur til er inni á þessum miðlum. Og mjög hátt hlutfall foreldra voru þau sem aðstoðuðu þau að setja upp aðganga að þessum samfélagsmiðlum.“ segir Unnur. „Því miður þá fylgjast alltof fáir foreldrar með notkun barnanna sinna á þessum miðlum,“ bætir hún við.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ Sjá meira