Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Lovísa Arnardóttir skrifar 18. október 2023 09:04 Donald Tusk mun líklega leiða næstu ríkisstjórn Póllands. Vísir/EPA Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. Leiðtogi Borgaravettvangsins í Póllandi, Donald Tusk, hefur hvatt forseta landsins, Andrzej Duda, til þess að fresta því ekki of lengi að kalla þing saman. Kosningar fóru fram um helgina í Póllandi þar sem þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náðu að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum. Samkvæmt lögum hefur forseti landsins 30 daga til að kalla þing saman á ný í kjölfar kosninga. Eftir það verður að tilnefna einhvern í embætti forsætisráðherra sem hefur svo 14 daga til að tryggja sér meirihluta í atkvæðagreiðslu á þingi í embættið. Fjallað er um málið á vef CNN. Tusk, sem leiðtogi Borgaravettvangsins, er líklegastur til að ná þingmeirihluta með Nýja vinstrinu og Þriðju leiðinni en flokkarnir tveir hafa báðir gefið það út að þeir vilji mynda nýja ríkisstjórn með flokki Tusk. „Herra forseti, vinsamlegast taktu kröftuga og fljóta ákvörðun. Lýðræðislegu flokkarnir sem fóru með sigur af hólmi eru tilbúnar að takast á við þá ábyrgð að stjórna landinu. Fólkið bíður!“ sagði Tusk í yfirlýsingu til forsetans í gær. Búist er við því að ríkisstjórnarviðræður muni taka nokkurn tíma. Lög og réttlæti sem hefur leitt landið síðustu átta árin fékk flest atkvæði en missti þingmeirihluta og er því ekki líklegt að flokkurinn geti myndað ríkisstjórn. Leiðtogi flokksins og núverandi forsætisráðherra Mateusz Morawiecki hefur sagt að þau ætli að reyna það en möguleikar þeirra eru litlir á að ná því. Nýttu ríkisfjármuni og fjölmiðla með óeðlilegum hætti Tusk lofaði því í kosningabaráttunni að endurreisa lýðræðisleg norm í Póllandi og að auka á ný samvinnu við aðra evrópska leiðtoga. Í yfirlýsingu frá kosningaeftirliti ÖSE, sem fylgdist með kosningunum í Póllandi, segir að kosningarnar hafi verið háðar á ójöfnum velli. Lög og réttlæti hafi staðið betur að vígi en aðrir flokkar vegna óviðeigandi notkunar þeirra á bæði fjölmiðlum og ríkisfjármunum í kosningabaráttunni. Þar kom þó einnig fram að kosningaþátttaka hafi verið afar góð og að kjósendum hafi staðið margir valmöguleikar til boða í frjálsum og opnum kosningum. Áhrif á fjölmiðla og notkun á ríkisfjármunum hafi þó sett svartan blett á framkvæmdina. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Leiðtogi Borgaravettvangsins í Póllandi, Donald Tusk, hefur hvatt forseta landsins, Andrzej Duda, til þess að fresta því ekki of lengi að kalla þing saman. Kosningar fóru fram um helgina í Póllandi þar sem þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náðu að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum. Samkvæmt lögum hefur forseti landsins 30 daga til að kalla þing saman á ný í kjölfar kosninga. Eftir það verður að tilnefna einhvern í embætti forsætisráðherra sem hefur svo 14 daga til að tryggja sér meirihluta í atkvæðagreiðslu á þingi í embættið. Fjallað er um málið á vef CNN. Tusk, sem leiðtogi Borgaravettvangsins, er líklegastur til að ná þingmeirihluta með Nýja vinstrinu og Þriðju leiðinni en flokkarnir tveir hafa báðir gefið það út að þeir vilji mynda nýja ríkisstjórn með flokki Tusk. „Herra forseti, vinsamlegast taktu kröftuga og fljóta ákvörðun. Lýðræðislegu flokkarnir sem fóru með sigur af hólmi eru tilbúnar að takast á við þá ábyrgð að stjórna landinu. Fólkið bíður!“ sagði Tusk í yfirlýsingu til forsetans í gær. Búist er við því að ríkisstjórnarviðræður muni taka nokkurn tíma. Lög og réttlæti sem hefur leitt landið síðustu átta árin fékk flest atkvæði en missti þingmeirihluta og er því ekki líklegt að flokkurinn geti myndað ríkisstjórn. Leiðtogi flokksins og núverandi forsætisráðherra Mateusz Morawiecki hefur sagt að þau ætli að reyna það en möguleikar þeirra eru litlir á að ná því. Nýttu ríkisfjármuni og fjölmiðla með óeðlilegum hætti Tusk lofaði því í kosningabaráttunni að endurreisa lýðræðisleg norm í Póllandi og að auka á ný samvinnu við aðra evrópska leiðtoga. Í yfirlýsingu frá kosningaeftirliti ÖSE, sem fylgdist með kosningunum í Póllandi, segir að kosningarnar hafi verið háðar á ójöfnum velli. Lög og réttlæti hafi staðið betur að vígi en aðrir flokkar vegna óviðeigandi notkunar þeirra á bæði fjölmiðlum og ríkisfjármunum í kosningabaráttunni. Þar kom þó einnig fram að kosningaþátttaka hafi verið afar góð og að kjósendum hafi staðið margir valmöguleikar til boða í frjálsum og opnum kosningum. Áhrif á fjölmiðla og notkun á ríkisfjármunum hafi þó sett svartan blett á framkvæmdina.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09
Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26
Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent