Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Andri Már Eggertsson skrifar 16. október 2023 21:20 Ísland vann 4-0 sigur gegn Liechtenstein Vísir/Hulda Margrét Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður 8 Elías Rafn fékk traustið frekar en Hákon Rafn Valdimarsson. Það reyndi lítið á Elías þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar að Liechtenstein fékk víti. Elías Rafn varði vítið en Dennis Salanovic fylgdi eftir og skoraði. Gestirnir þurftu að endurtaka vítaspyrnuna og þá þrumaði Sandro Wiese boltanum langt framhjá og Elías skutlaði sér í rétt horn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons var sá leikmaður Íslands sem var í mestu vandræðunum. Alfons gerði sig sekan um klaufaleg mistök þegar að boltinn fór í höndina á honum og Liechtenstein fékk vítaspyrnu. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor átti flottan leik í miðverðinum. Það reyndi lítið á Guðlaug varnarlega fyrir utan eitt atvik þegar að hann gaf boltann frá sér á hættulegum stað annars skilaði Guðlaugur boltanum vel frá sér úr öftustu línu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Sverrir Ingi spilaði vel í miðverðinum í kvöld. Sverrir varðist öllu sem kom á hans svæði og ekkert hægt að setja út á hans leik. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 6 Kolbeinn skilaði sínu í kvöld. Það var ekki mikið að gera hjá Kolbeini en hann átti nokkra fína spretti á vinstri kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Arnór Ingvi var öflugur á miðjunni. Arnór Ingvi gerði vel í að komast inn í sendingar og spilaði boltanum vel frá sér. Arnór lagði síðan upp 27. landsliðsmark Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 (Maður leiksins) Gylfi Þór var rétt innstilltur strax frá fyrstu mínútu. Gylfi átti skot í slána þegar að innan við fimm mínútur voru liðnar. Gylfi fiskaði síðan vítaspyrnu og skoraði úr henni af miklu öryggi. Gylfi skoraði sitt 27. landsliðsmark í síðari hálfleik og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Willum Þór var mikið í boltanum og lét til sín taka. Willum gerði ansi vel í öðru marki Íslands þar sem hann skallaði boltann í svæði fyrir Alfreð sem skoraði. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 7 Jón Dagur var flottur á vinstri kantinum. Jón Dagur lagði upp fjórða mark Íslands þar sem hann gerði vel í að pota boltanum á Hákon sem skoraði glæsilegt mark. Alfreð Finnbogason, sóknarmaður 7 Alfreð skoraði laglegt mark á afar mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleik þar sem leikur Íslands datt niður eftir mark Gylfa. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 7 Hákon Arnar var mikið í boltanum og átti heilt yfir flottan leik. Hákon skoraði síðan ansi flott mark þegar hann vippaði yfir Benjamin Büchel, markmann Liechtenstein. Varamenn: Mikael Neville Anderson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 57. mínútu Var nokkuð sprækur þegar hann kom inn á. Orri Steinn Óskarsson 6 - Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 57. mínútu Það var mikið að gerast í kringum Orra. Hann var nokkru sinnum flaggaður rangstæður og fékk gult spjald. Ísak Bergmann Jóhannesson 7 - Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 57. mínútu Af þeim varamönnum sem spiluðu nógu mikið til að fá einkunn var Ísak Bergmann bestur. Andri Lucas Guðjohnsen - Kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður 8 Elías Rafn fékk traustið frekar en Hákon Rafn Valdimarsson. Það reyndi lítið á Elías þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar að Liechtenstein fékk víti. Elías Rafn varði vítið en Dennis Salanovic fylgdi eftir og skoraði. Gestirnir þurftu að endurtaka vítaspyrnuna og þá þrumaði Sandro Wiese boltanum langt framhjá og Elías skutlaði sér í rétt horn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons var sá leikmaður Íslands sem var í mestu vandræðunum. Alfons gerði sig sekan um klaufaleg mistök þegar að boltinn fór í höndina á honum og Liechtenstein fékk vítaspyrnu. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor átti flottan leik í miðverðinum. Það reyndi lítið á Guðlaug varnarlega fyrir utan eitt atvik þegar að hann gaf boltann frá sér á hættulegum stað annars skilaði Guðlaugur boltanum vel frá sér úr öftustu línu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Sverrir Ingi spilaði vel í miðverðinum í kvöld. Sverrir varðist öllu sem kom á hans svæði og ekkert hægt að setja út á hans leik. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 6 Kolbeinn skilaði sínu í kvöld. Það var ekki mikið að gera hjá Kolbeini en hann átti nokkra fína spretti á vinstri kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Arnór Ingvi var öflugur á miðjunni. Arnór Ingvi gerði vel í að komast inn í sendingar og spilaði boltanum vel frá sér. Arnór lagði síðan upp 27. landsliðsmark Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 (Maður leiksins) Gylfi Þór var rétt innstilltur strax frá fyrstu mínútu. Gylfi átti skot í slána þegar að innan við fimm mínútur voru liðnar. Gylfi fiskaði síðan vítaspyrnu og skoraði úr henni af miklu öryggi. Gylfi skoraði sitt 27. landsliðsmark í síðari hálfleik og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Willum Þór var mikið í boltanum og lét til sín taka. Willum gerði ansi vel í öðru marki Íslands þar sem hann skallaði boltann í svæði fyrir Alfreð sem skoraði. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 7 Jón Dagur var flottur á vinstri kantinum. Jón Dagur lagði upp fjórða mark Íslands þar sem hann gerði vel í að pota boltanum á Hákon sem skoraði glæsilegt mark. Alfreð Finnbogason, sóknarmaður 7 Alfreð skoraði laglegt mark á afar mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleik þar sem leikur Íslands datt niður eftir mark Gylfa. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 7 Hákon Arnar var mikið í boltanum og átti heilt yfir flottan leik. Hákon skoraði síðan ansi flott mark þegar hann vippaði yfir Benjamin Büchel, markmann Liechtenstein. Varamenn: Mikael Neville Anderson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 57. mínútu Var nokkuð sprækur þegar hann kom inn á. Orri Steinn Óskarsson 6 - Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 57. mínútu Það var mikið að gerast í kringum Orra. Hann var nokkru sinnum flaggaður rangstæður og fékk gult spjald. Ísak Bergmann Jóhannesson 7 - Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 57. mínútu Af þeim varamönnum sem spiluðu nógu mikið til að fá einkunn var Ísak Bergmann bestur. Andri Lucas Guðjohnsen - Kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Sjá meira