Óánægðir eldri borgarar á Selfossi mótmæltu með vöfflukaffi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2023 13:31 Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum á Grænumarkarsvæðinu á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óánægðir eldri borgarar á Selfossi boðuðu til vöfflukaffis til að mótmæla skerðingu á þjónustu sveitarfélagsins Árborgar. Um 30 manna hópur í Grænumörk 1, 3 og 5 komu saman í gær í vöfflukaffi í Grænumörk 1 til að mótmæla skerðingu við þá í Grænumörk 5 þar sem félagsmiðstöð eldri borgara er meðal annars með sali undir allskonar starfsemi. Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum og veit um hvað málið snýst. „Það snýst um að fá að vera í salnum eins og við vorum áður en þessi breyting kom fyrst og fremst. Og þetta tíu kaffi þarf að vera liprara og opna fyrr finnst mér. Við erum fullorðið fólk og við vitum alveg að kaffið er frá 10:00 til 10:30 en við hljótum að mega setja niður og byrja að rabba saman áður en konan kemur með kaffið,“ segir Guðný. Þannig að það er ekkert opnað fyrr en klukkan 10? „Bara á mínútunni 10:00, alveg hreint. Svo sitjum við bara eins og á biðstofu hjá tannlækni með angistarsvip að bíða eftir kaffinu.“ Vöfflukaffið stóð í gær frá 14:00 til 16:00 þar sem fjöldi fólks kom saman á því tímabili til að fara yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný segir að fólki sé líka ósátt við að geta ekki farið í salinn utan hefðbundins opnunartíma til að halda vöfflukaffi eða aðrar samkomur án þess að borga leigu. Hún segir að það sé alltaf verið að hækka húsaleiguna á gamla fólkinu og skerða hlunnindin í leiðinni. „Þetta var allt opið og við gátum bara gengið þarna inn þegar það var vakt allan daginn og þá voru bara vaktkonurnar og þær samþykktu vöfflukaffið og tóku þátt í því og hjálpuðu okkur við það,“ segir Guðný. Margrét Elísa Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Árborg í Grænumörk segir mótmælahópinn bæta hressilega í sannleikann því að öll salarleiga kosti og hafi alltaf gert samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins en eldri borgarar fá afslátt þar á. Þá taki breytingarnar, sem tóku gildi 1. september mið af opnunartíma allra annarra félagsmiðstöðva eldri borgara í landinu, þar að segja að opnunartíminn á mánudögum til fimmtudags sé frá 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá 08:30 til 14:30. Félagsmiðstöð eldri borgara er í þessu húsi við Grænumörk 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú er Árborg á hausnum, er þetta bara ekki eðlilegt? „Er ekki hægt að hliðra til og leita einhvers staðar annars staðar af peningnum, þau geta bara svolítið minnkað launin sín,“ segir Guðný, sem er í forsvari fyrir mótmælunum og boðaði í vöfflukaffi í gær. Mótmæla vöfflukaffið fór fram í gær í Grænumörk 1.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Um 30 manna hópur í Grænumörk 1, 3 og 5 komu saman í gær í vöfflukaffi í Grænumörk 1 til að mótmæla skerðingu við þá í Grænumörk 5 þar sem félagsmiðstöð eldri borgara er meðal annars með sali undir allskonar starfsemi. Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum og veit um hvað málið snýst. „Það snýst um að fá að vera í salnum eins og við vorum áður en þessi breyting kom fyrst og fremst. Og þetta tíu kaffi þarf að vera liprara og opna fyrr finnst mér. Við erum fullorðið fólk og við vitum alveg að kaffið er frá 10:00 til 10:30 en við hljótum að mega setja niður og byrja að rabba saman áður en konan kemur með kaffið,“ segir Guðný. Þannig að það er ekkert opnað fyrr en klukkan 10? „Bara á mínútunni 10:00, alveg hreint. Svo sitjum við bara eins og á biðstofu hjá tannlækni með angistarsvip að bíða eftir kaffinu.“ Vöfflukaffið stóð í gær frá 14:00 til 16:00 þar sem fjöldi fólks kom saman á því tímabili til að fara yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný segir að fólki sé líka ósátt við að geta ekki farið í salinn utan hefðbundins opnunartíma til að halda vöfflukaffi eða aðrar samkomur án þess að borga leigu. Hún segir að það sé alltaf verið að hækka húsaleiguna á gamla fólkinu og skerða hlunnindin í leiðinni. „Þetta var allt opið og við gátum bara gengið þarna inn þegar það var vakt allan daginn og þá voru bara vaktkonurnar og þær samþykktu vöfflukaffið og tóku þátt í því og hjálpuðu okkur við það,“ segir Guðný. Margrét Elísa Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Árborg í Grænumörk segir mótmælahópinn bæta hressilega í sannleikann því að öll salarleiga kosti og hafi alltaf gert samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins en eldri borgarar fá afslátt þar á. Þá taki breytingarnar, sem tóku gildi 1. september mið af opnunartíma allra annarra félagsmiðstöðva eldri borgara í landinu, þar að segja að opnunartíminn á mánudögum til fimmtudags sé frá 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá 08:30 til 14:30. Félagsmiðstöð eldri borgara er í þessu húsi við Grænumörk 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú er Árborg á hausnum, er þetta bara ekki eðlilegt? „Er ekki hægt að hliðra til og leita einhvers staðar annars staðar af peningnum, þau geta bara svolítið minnkað launin sín,“ segir Guðný, sem er í forsvari fyrir mótmælunum og boðaði í vöfflukaffi í gær. Mótmæla vöfflukaffið fór fram í gær í Grænumörk 1.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira