Tólf ára stúlka varð fyrir eggjakasti á meðan hún beið eftir strætó Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. október 2023 23:13 Sunneva Arney var að bíða eftir strætó til að fara á íþróttaæfingu þegar bíll stoppaði fyrir framan strætóskýlið og farþegar hans köstuðu eggjum í átt að henni. Stöð 2/Arnar Tólf ára stúlka segir að sér hafi brugðið þegar hópur unglingsstráka kastaði í hana heilum eggjabakka á meðan hún beið eftir Strætó. Færsla sem birtist á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í gær, þar sem lýst var eftir vitnum að eggjakasti í strætóskýlinu í Funafold síðdegis á miðvikudag, hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem rað-eggjakastarar hafi keyrt um hverfið og hrellt íbúa þess. Einn skrifaði í athugasemd að eggjum hafi verið kastað um svipað leyti í bíl hans. Önnur sagðist þekkja til hóps eggjakastara, unglingsdrengja, sem hafi hrellt sjö ára dóttur hennar með eggjakasti fyrr í haust. Stoppuðu bílinn til að kasta eggjum Sunneva Arney var á leið á íþróttaæfingu og að bíða eftir strætisvagni þegar hún kom sér grunlaus fyrir í horni strætóskýlisins í Funafold. „Þá keyrði allt í einu bíll framhjá með opna hurð. Ég horfði á bílinn og hugsaði af hverju er opin hurð en síðan opnaðist hurðin meira og það var unglingsstrákur sem kastaði einhverju út,“ sagði Sunneva. „Ég leit á það, sá þetta og hugsaði oj þetta er rusl. En allt í einu opnaðist það í loftinu, lenti á buxunum mínum, á gólfinu á bak við mig og sprakk. Ég sá að þetta var egg og þetta var út um allt á mér,“ sagði hún. Sunneva segist fegin að eggjakastarinn hafi ekki náð að koma eggjaslettum í hár hennar.Stöð 2/Arnar Hún segir að sér hafi brugðið enda bláókunnugir strákar þarna á ferð. Betur fór þó en á horfðist. „Ég er glöð að hann náði ekki að kasta rosalega hátt annars hefði þetta lent í hárinu. Það hefði ekki verið gaman að þrífa það upp,“ sagði Sunneva. Hún dreif sig samt sem áður á íþróttaæfingu og eftir æfinguna biðu hennar heldur ógeðfelldar gallabuxur. „Þær hörðnuðu síðan eftir æfinguna. Það var dálítið ógeðslegt að labba í þeim heim,“ sagði Sunneva um eggjabuxurnar. Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Færsla sem birtist á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í gær, þar sem lýst var eftir vitnum að eggjakasti í strætóskýlinu í Funafold síðdegis á miðvikudag, hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem rað-eggjakastarar hafi keyrt um hverfið og hrellt íbúa þess. Einn skrifaði í athugasemd að eggjum hafi verið kastað um svipað leyti í bíl hans. Önnur sagðist þekkja til hóps eggjakastara, unglingsdrengja, sem hafi hrellt sjö ára dóttur hennar með eggjakasti fyrr í haust. Stoppuðu bílinn til að kasta eggjum Sunneva Arney var á leið á íþróttaæfingu og að bíða eftir strætisvagni þegar hún kom sér grunlaus fyrir í horni strætóskýlisins í Funafold. „Þá keyrði allt í einu bíll framhjá með opna hurð. Ég horfði á bílinn og hugsaði af hverju er opin hurð en síðan opnaðist hurðin meira og það var unglingsstrákur sem kastaði einhverju út,“ sagði Sunneva. „Ég leit á það, sá þetta og hugsaði oj þetta er rusl. En allt í einu opnaðist það í loftinu, lenti á buxunum mínum, á gólfinu á bak við mig og sprakk. Ég sá að þetta var egg og þetta var út um allt á mér,“ sagði hún. Sunneva segist fegin að eggjakastarinn hafi ekki náð að koma eggjaslettum í hár hennar.Stöð 2/Arnar Hún segir að sér hafi brugðið enda bláókunnugir strákar þarna á ferð. Betur fór þó en á horfðist. „Ég er glöð að hann náði ekki að kasta rosalega hátt annars hefði þetta lent í hárinu. Það hefði ekki verið gaman að þrífa það upp,“ sagði Sunneva. Hún dreif sig samt sem áður á íþróttaæfingu og eftir æfinguna biðu hennar heldur ógeðfelldar gallabuxur. „Þær hörðnuðu síðan eftir æfinguna. Það var dálítið ógeðslegt að labba í þeim heim,“ sagði Sunneva um eggjabuxurnar.
Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent