Erlent

Sex­­tán ára hand­­tekinn fyrir tvö morð á heimili frægs lista­­manns

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt. EPA/Magnus Lejhall

Sextán ára strákur hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi framið tvö morð í úthverfi Stokkhólms. Fundust tvær konur látnar í einbýlishúsi sem samkvæmt sænskum miðlum er í eigu frægs listamanns. 

Lögreglu barst tilkynning um skothljóð á svæðinu klukkan hálf tvö í nótt. Aftonbladet greinir frá því að einhver hafi brotist inn og hleypt skotum af. Sex manns voru í húsinu, konurnar tvær sem fundust látnar, þrjú börn og einn fullorðinn einstaklingur. 

Skömmu eftir að lögregla mætti á staðinn var pilturinn handtekinn vegna gruns um að hafa framið morðin. Var hann í ökutæki nærri vettvangi. Þá hefur mögulegt morðvopn verið gert upptækt. 

Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar nú hvort morðin tengist átökum glæpagengja í borginni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×