Viðskipti erlent

Micros­oft fær loksins að kaupa Acti­vision Blizzard

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Um er að ræða stærsta samrunann í sögu tölvuleikjabransans.
Um er að ræða stærsta samrunann í sögu tölvuleikjabransans. Jaap Arriens/NurPhoto/Getty Images

Banda­ríska tækni­fyrir­tækið Micros­oft hefur fest kaup á leikja­fyrir­tækinu Acti­vision Blizzard. Um er að ræða stærstu kaupin í sögu leikja­bransans.

Hingað til höfðu ýmis ljón staðið í vegi Micros­oft vegna kaupanna. Til­kynnt var í fyrra að stjórn­endur fyrir­tækjanna hefðu komst að sam­komu­lagi um kaup­samning upp á 69 milljarða dala. Það sam­svarar rúmum 9,2 billjónum króna.

Sam­keppnis­eftir­lit í Banda­ríkjunum, Bret­landi og í Evrópu­sam­bandsinu höfðu hins vegar sínar at­huga­semdir við fyrir­huguð kaup. Sögðu for­svars­menn þeirra að staða Micros­oft yrði of sterk á leikja­markaði að kaupunum loknum. Sú af­staða í Banda­ríkjunum og í ESB var hins vegar ekki talin standast lög.

Acti­vision Blizzard er eitt stærsta tölvu­leikja­fyrir­tæki heims. Fyrir­tæki fram­leiðir sí­vin­sæla tölvu­leiki líkt og skot­leikina Call of Duty og fjöl­spilunar­leikinn World of Warcraft, svo ein­hverjir séu nefndir.

Hafa sankað að sér leikja­fyrir­tækjum

Í um­fjöllun AP frétta­stofunnar um málið kemur fram að sam­keppnis­yfir­völd í Bret­landi hafi verið þau síðustu til að gefa sig vegna málsins. Rúmt ár er síðan að Micros­oft og Acti­vision Blizzard til­kynntu um fyrir­hugaðan sam­runa.

Micros­oft hefur á undan­förnum árum keypt fjöl­marga leikja­fram­leið­endur. Meðal þeirra eru fyrir­tækið Bungi­e, sem var hvað þekktastir fyrir Halo-leikina. Fyrir­tækið Rare sem hefur gert leiki eins og Sea of Thie­ves og Per­ferct Dark.

Einnig hefur Micros­oft keypt Mojang, sem gerði Minecraft leikinn gífur­lega vin­sæla. Ninja Playground Games, sem fram­leiða Forza-bíla­leikina og eru að gera nýjan Fable-leik er einnig meðal þeirra fram­leið­enda sem Micros­oft hefur keypt.

Ninja Theory, sem gerði Senua's Saga, Hea­ven­ly Sword og Devil May Cry, er eitt til við­bótar. Við þau bætast svo InXi­le En­terta­in­ment, sem gerði Wa­steland leikina, og Obsididan En­terta­in­ment sem er hvað þekktast fyrir Fall­out: New Vegas, Star Wars Knights of the Old Repu­blic 2, Pillars of Eternity og The Ou­ter Worlds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×